Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 29
29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 750 ml flaska af freyðvíni (mér finnst Jacobs Creek best í þetta) 750 ml af góðum blóðappelsínusafa Hellið freyðivíninu beint í glös eða könnu/karöflu ef þið viljið nota slíkt. Bætið safanum saman við og berið fram ískalt. Gaman að setja öðruvísi tvist á drykkinn með því að merja eitt stórt basillauf og eitt jarðarber í hvert glas áður en vökvanum er hellt yfir. Blóðappelsínu-mímósa Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendurnir hjálp- uðust að við að fylla á krukkurnar sem eiga eft- ir að koma sér vel á að- ventunni. Karamellusósa Saltverksins 750 g sykur 250 g lint smjör í bitum 500 ml rjómi 1,5 tsk Saltverks-salt 1 tsk sítrónusafi Setjið sykur og sítrónusafa í þykkbotna pott yfir meðalhita og látið hann standa á hellunni þar til hann byrjar að bráðna. Hrærið varlega í svo ekki brenni og bíðið þangað til sykurinn er allur bráðinn og gullni liturinn fer að dökkna aðeins. Það eiga ekki að vera sykurkekkir í blöndunni. Slökkvið á hellunni og bætið smjörinu við, hrærið þar til það hefur samlagast. Hellið rjómanum yfir, en hér skal fara varlega því þetta bullar hressilega. Hrærið þar til blandan er samfelld og mjúk. Stráið saltinu yfir og blandið vel. Hellið á krukkur og látið kólna áður en sett í ísskáp. Gott að hita þetta aðeins upp áður en hellt yfir ís, ávexti, ostaköku eða jafnvel Ris a la mande. Geymist í allt að þrjá mánuði í ísskáp en í einn mánuð eftir opnun. Jólaskeið ERNU 2015 og servíettuhringur ársins Verð 21.500,- Verð 12.500,- Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Í fyrsta sinn frá 1974 er jólaskeiðin skreytt báðum megin. Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði og myndskreytt af Hildi Ingu Björnsdóttur, myndlistarmanni. GULL- OG SILFURSMIÐJA Mangójógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt! • Engin aukefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Ánmanngerðra transfitusýra • Lífrænn hrásykur Biobú ehf – s. 587 4500 – biobu@biobu.is – biobu.is 600 g hreinsuð kjúklingalifur 300 g smjör við stofuhita 75 ml rjómi 4 msk skallottlaukur, smátt saxaður 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 3 timíangreinar 2 msk púrtvín, koníak eða romm 2 tsk salt 1½ tsk nýmulinn pipar 25 g af smjöri ofan á hverja krukku sem notuð er 1 tsk græn piparkorn og bútar af fersku timíani til skrauts ofan á smjörið. Hreinsið og þurrkið lifrina með eldhúspapp- ír. Bræðið 3 msk af smjörinu á pönnu yfir lágum hita, bætið við timían, hvítlauk og skallottlauk og steikið þar til laukurinn er glær og mjúkur (7-10 mín.). Látið lifur á pönnuna og hækkið hitann í miðl- ungshita, steikið lifrina báðum megin, um 2 mín. á hvorri hlið. Hún á að vera bleik í miðjunni. Takið pönnuna af hitanum og bætið víninu á hana, setjið aftur yfir hita augnablik. Veiðið timíangreinarnar upp úr og hendið. Setjið í matvinnsluvél, saltið og piprið og látið vélina ganga á með- an rjómanum er hellt saman við, þar til blandan er alveg slétt og kekkja- laus. Hún þarf líka að hafa náð stofuhita svo hún bræði ekki smjörið og það skilji sig frá. Látið vélina ganga á meðan smjörinu er bætt saman við smátt og smátt. Það er líka gott að láta blönduna fara í gegnum fíngert sigti til að losna alveg við alla kekki. Setjið á krukkur með sprautupoka og kælið áður en bráðnu smjörinu er hellt yfir. Skreytið með grænum piparkornum og timíangreinum. Lokið sett á og kælt. Geymist í kæli í 2-3 vikur. Kjúklingalifrar-paté
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.