Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 43
Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur síðustu árin valið jólagjafir árs- ins og hafa þær verið alla vega. Í ár er til dæmis búið að velja þráð- lausa hátalara eða heyrnartól sem gjöf ársins. Í fyrra var það nytjalist sem var valin, árið þar á undan lífsstílsbók, 2010 var það lopapeysa og strax eftir hrun, árið 2009, var það einfaldlega „jákvæð upplifun“. Rannsóknarsetrið hefur staðið fyrir þessu vali með sérstakri dómnefnd frá árinu 2006 en þess má geta að árin 2007 var gjöfin GSM-staðsetningartæki og 2006 ávaxta- og grænmeti- spressa. Áhrifa mínímalíska lífsstíls- ins virðast vera farið að gæta og má víða heyra á það minnst að fólk ætli að gefa gjöf ársins 2009; upplifun. Síðustu árin Frá grænmetispressu til heyrnartóla Gjafakort eru með algengari jóla- gjöfum dagsins í dag en það er þó ekki ýkja langt síðan þau þóttu fremur furðulegar jólagjafir. Á 10. áratugnum fór fólk í auknum mæli að leysa jólagjafavandræðin með gjafakortum en í byrjun voru þau einna helst inneign í einhvers kon- ar snyrtimeðferð eða nudd en stundum var eitthvað frumlegra gefið. Á 10. áratugnum var ómæld virðing borin fyrir fyrirbærinu „fyrirsæta“ enda komust þær þá jafnvel fram fyrir raðirnar á skemmtistöðum. Fyrirsætu- námskeið hjá fyrirsætuskrif- stofum á borð við Eskimo Models og módelskóla John Casablancas voru mjög vinsæl á þessum tíma þar sem pósur og tískusýninga- göngur voru kenndar. Jólagjöf árs- ins 1995 var einmitt sniðin fyrir framtíðarvonarstjörnur í karlkyns- fyrirsætuheiminum. Útlitstengdur varningur tók ákveðnum stakkaskiptum á þess- um árum og meðal nýjunga voru undrabrjóstahaldarar sem þrýstu brjóstunum upp að höku og slógu í gegn. Í takt við tímann náði Verð- bréfaspilið vinsældum í upphafi áratugarins og eins og oft áður varð talandi leikfang vinsælt en eft- irspurnin eftir loðdýrinu Furby var slík að búast mátti við handa- lögmálum í búðum fyrir jólin. Tæk- jaglaðir máttu eiga von á að fá eitt stykki „Gufugæja“ í pakkann sem var einfaldlega ferðagufustraujárn. Þá urðu svokallaðar gjafakörfur feikivinsælar, annaðhvort fullar af tei, kaffi og sælkeravörum eða snyrtivörum úr Body Shop. 10. áratugurinn Undrahaldarar, gjafabréf og Gufugæinn 29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Með vinsælli jólagjöfum fyrr og síð- ar eru sloppar og það breyttist ekkert þótt útvíðar buxur og hip- paskart færi að sjást undir jóla- trénu. Á 8. áratugnum var meira að segja sérstök verslun, Sloppabúðin við Laugaveg, með nær aðeins sloppa á boðstólum; velúrsloppa, frottesloppa, vattsloppa, sjón- varpssloppa, ballsloppa, helgar- sloppa, barnasloppa, herrasloppa og ótal fleiri tegundir. 8. áratugurinn er líka mikil bylt- ingum í barnajólagjöfum en þá fara fyrstu leikjatölvurnar að sjást sem þá kölluðust sjónvarpsleiktæki; enda tengd við sjónvörpin. Í þess- um tölvum mátti með tveimur fjar- stýringum leika fjórar íþróttagrein- ar, meðal annars knattspyrnu og tennis. Þá varð útvarpsvekjaraklukka kölluð „meistarastykki“ jólagjaf- anna á þessum árum; eitt tæki sem sameinaði klukku, útvarp og jafnvel kassettutæki. Eða eins og sagði í auglýsingu frá Karnabæ: „Rekkju- nauturinn frá SHARP er útvarps- klukka, sem svæfir þig á kvöldin með ómum góðrar tónlistar. Þegar þú ert kominn í draumalandið þá slekkur rekkjunauturinn á útvarp- inu án þess þó, að sofna sjálfur, því hann vekur þig aftur að morgni, hvort sem þú vilt með útvarpinu, suði eða hvoru tveggja.“ 8. áratugurinn Sloppar fyrir öll tilefni og sjónvarpsleiktæki með íþróttagreinum Segja má að bylting hafi orðið í ým- iss konar tækjum til vellíðunar og nudds á 9. áratugnum þegar ýmis konar líkamsnuddtæki urðu vin- sæl, og þá ekki síst til jólagjafa. Voru þar vinsæl tæki frá merkj- um eins og Clairol og Bolero. Sum- um tækjunum mátti halda á og sitja við sjónvarpið og færa yfir svæði alls líkamans en önn- ur, svo sem Bolero, átti að tengja við blöndunartækin í sturtunni. Þá urðu segultöflin að skáktölvum og vogir urðu tölvuvogir, pol- aroid-myndavélarnar viku fyrir vídeó- upptöku- vélum. Og gleymum ekki geisla- spilurunum – jólagjöf ársins ár eftir ár. Gleymum ekki „Litla ljósálfinum“, lítill lampi til að festa við bækur og lesa uppi í rúmi án þess að vekja hina. Reglulega slá ákveðnar fígúrur í gegn hjá yngstu kynslóðunum. Um miðjan 9. áratuginn var það Bangsi bestaskinn, talandi og syngjandi á íslensku. 9. áratugurinn var þá áratugur nýrra borðs- pila en eftir að Trivial pursuit kom á jóla- markaðinn 1985 reyndu ýmsir fyrir sér í að gefa út spil fyrir jólin. Pictionary var æði ársins 1989 og spilið „Undir sólinni“ það sama ár. 9. áratugurinn Ný borðspil og líkamsnudd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.