Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 44
J oanne Lipman á að baki langan feril í blaðamennsku en hún var aðstoðarritstjóri Wall Street Journal þar sem hún starfaði um langt árabil og rit- stjóri Condé Nast Portfolio. Grein hennar „Women at Work: A Guide for Men“ fór eins og eldur í sinu um netið þegar hún kom út í lok árs 2014. Viðbrögðin voru það mikil að Lipman ákvað að ráðast í að skrifa bók um sama efni. Í greininni skrif- ar hún að konur þurfi ekki fleiri ráð fyrir starfsferilinn heldur karlar. Með skrifum sínum er Lipman að leita leiða til að minnka kynjahall- ann og fá karlmenn til að taka þátt í ferlinu. Eins og hún ritar í upphafi greinarinnar: „Takmark mitt var að komast til botns í mörgum þeim mála sem karlmenn standa frammi fyrir á hverjum degi, af hverju kon- ur tali stundum ekki á fundum og af hverju þær virðast hikandi þegar þær gera það, af hverju svona fáar hæfar konur séu á framabraut í fyr- irtækjum þrátt fyrir að reynt sé að ná til þeirra“. Hún skrifar að karlmenn mis- skilji samstarfskonur sínar og hafi ekki hugmynd um það. „Þeir mis- skilja okkur, gera óviljandi lítið úr okkur, þeir gera eitthvað sem þeir halda að sé góðverk en gerir okkur í raun brjálaðar. Og þetta eru góðu gæjarnir.“ Hugmyndin að greininni kom að hluta til út frá bók Sheryl Sand- berg Lean In, sem Lipman segir hafa komið af stað góðri umræðu um jafnrétti í Bandaríkjunum. „Það er margt gott í henni, konur þurfa að rétta upp hönd, konur þurfa að biðja um launahækkun,“ segir hún og útskýrir að í kjölfarið hafi verið haldnar margar kvennaráðstefnur og fundir. „Þetta var kall til bar- áttu en hliðarverkunin var sú að konur voru að tala hver við aðra en mennirnir voru ekki með í samtal- inu. Fyrir mér er það aðeins 50% samtalsins. Þú getur aðeins leyst helming vandamálsins á þann hátt ef það eru ekki allir með.“ Tók viðtöl við karlkyns stjórnendur Lipman hefur notið vinsælda sem fyrirlesari og talar oft á kvennaráð- stefnum. Eitt sinn var hún í Des Moines í Iowa eins og svo oft áður að ræða jafnréttismál og sá hinn venjulega hafsjó kolla kinka til samþykkis því sem hún var að segja. Þá gerði hún hlé á máli sínu og sagði: „Vitið þið hvað, við sem erum í þessu herbergi vitum þetta. Það eru karlmennirnir sem þurfa að vita þetta.“ „Þá hugsaði ég með mér að ég þyrfti að skrifa eitthvað fyrir þá. Ég hef góða tengingu við The Wall Street Journal og karlmenn eru ennþá í meirihluta í lesendahópi þeirra,“ segir hún og þá skrifaði hún fyrrnefndan leiðarvísi fyrir karlmenn um konur á vinnustað. „Fyrir greinina tók ég viðtöl við fjölmarga karlkyns stjórnendur; ég spurði þá hvað ruglaði þá í ríminu varðandi konur og hvað færi í taug- arnar á þeim varðandi kvenkyns vinnufélaga. Ég ræddi líka við karl- menn sem voru markvisst að vinna að því að rétta af kynjahallann í sínu fyrirtæki,“ segir Lipman en sum atriðin komu aftur og aftur upp og að lokum ákvað hún að skrifa um átta þætti í greininni. „Sumt kom mér á óvart, ég hafði t.d. ekki hugsað djúpt út í það að konur bæðu ekki eins um launa- hækkanir og stöðuhækkanir og karlmenn gera,“ segir Lipman og fann rannsóknir sem styðja þetta. Fær freki gaurinn hærri laun? Sjálf hóf hún ferilinn í viðskipta- blaðamennsku og hefur alla tíð unnið mikið með karlmönnum. „Samkvæmt reynslu minni sem yf- irmaður þá voru karlmenn stöðugt að koma inn á skrifstofuna mína að biðja um launahækkun eða stærri skrifstofur en konur gerðu þetta ekki. Mér fannst ég vera mjög sanngjörn sem yfirmaður, og hafa staðið mig vel fyrir hönd undir- manna minna, en ég hefði virkilega þurft að setjast niður og spyrja: Er ég að borga fólki sambærileg laun eða er gaurinn sem er stöðugt að trana sér fram að fá hærri laun? Er þetta að virka fyrir hann? Og ég held að fleiri þurfi að gera þetta,“ segir hún. Fleiri atriði komu skýrt í ljós. „Næstum öllum konum sem ég ræddi við fannst þær ekki njóta sömu virðingar og maðurinn við hliðina á þeim. Ef kona talar á fundi fær hún jafnvel ekki viðbrögð á meðal karlmaðurinn við hliðina á henni segir sama hlutinn nokkrum mínútum síðar og þá er hlustað. Þetta hefur komið óteljandi sinnum fyrir mig og ég held að allar konur hafi upplifað þetta,“ segir Lipman sem skoðaði rannsóknir um mál- efnið en þær hafa leitt í ljós að bæði karlmenn og konur sýna kon- um almennt minni virðingu en körl- um. Karlmenn hræddir við að konur fari að gráta „Það sem kom mér mest á óvart við vinnslu greinarinnar var hversu margir karlmenn voru hræddir við að kona færi að gráta fyrir framan þá. Þeir voru hræddir við að gefa konu hreinskilið vinnumat því þeir óttuðust að hún léti tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og færi að gráta,“ segir hún og bætir við að þessi skortur á hreinskilni geti hindrað starfsframa. „Þá fór ég að skoða vísindin á bak við þetta og fann nýja rann- sókn á heilanum sem sýnir hvernig heili karla og kvenna er ólíkur,“ segir hún og tekur þetta saman og einfaldar: „Konur eru tengdar frá vinstri til hægri þannig að þær geta hugsað rökrétt og sýnt tilfinn- ingar á sama tíma. Karlar eru tengdir frá fremri hluta heilans til aftari hluta heilans og hugsa með öðru heilahvelinu í einu. Þegar þeir sjá konu sem er í uppnámi hugsar frummaðurinn í þeim að hún geti ekki verið að hugsa rökrétt því hún sé að sýna tilfinningar. Þetta kem- ur af stað berjast-eða-flýja við- brögðum hjá þeim.“ Hún segir endurtekið þema hafa verið að konur í áhrifastöðum upp- lifi að þær njóti ekki virðingar. „Það eru alltaf einhverjir menn sem virða þær ekki, breytast í tán- ingsstráka og koma fram við þær eins og móður sína. Ranghvolfa augunum og neita að sinna vinnu sinni og verða mjög passíf- aggressífir. Bíða eftir því að þú segir þeim að fara að vinna og þá taka þeir því ekki vel,“ segir Lip- man sem hefur sjálf upplifað þetta sem stjórnandi. „Það eru alltaf ein- hverjir karlmenn sem vita ekki hvernig þeir eiga að haga sér gagn- vart kvenkyns stjórnanda.“ Ekki kalla konur „stelpur“ Annað sem hún ræðir um í grein- inni er þegar karlmenn kalla konur „stelpur“. „Það er „benevolent sex- ism“. Það er hugtak sem á við þeg- ar karlmenn segja eitthvað sem virðist jafnvel vera vel meint en gerir lítið úr einstaklingnum.“ Hún minnist líka á konu, forstjóra fyrirtækis, sem velti fyrir sér, hve- nær hún gæti orðið „áhrifamest“ ekki bara „áhrifamesta konan“. „Það hefur verið gerð rannsókn á því að ef þú minnir konu á kyn hennar áður en hún tekur stærð- fræðipróf gengur henni verr á prófinu, sem er lygilegt. Þetta er allt hluti af stærra vandamáli, sem er að fá mikla athygli núna og heit- ir „unconscious bias“. Við erum öll hlutdræg, bæði konur og karlar, þó við áttum okkur ekki á því. Þessi óbeina mismunun er ástæðan fyrir því að þjónninn lætur karlmanninn fá reikninginn. Það er erfitt að komast framhjá þessu. Karlmenn í ábyrgðarstöðum eru ekki endilega að segja að konur séu ekki nógu góðar heldur finna þeir ómeðvitað ástæður fyrir því að karlinn sé betri en konan. Þeir leita að ástæðu og finna hana þá auðvitað.“ Verða að þekkja gildrurnar til að forðast þær Hún segir að meirihluti þeirra karlkyns stjórnenda sem hún hafi talað við telji sig ekki hlutdræga. „Þeir virkilega trúa því að þeir séu ekki hlutdrægir og vandamálið er að þegar þú trúir því, þá ertu ekki að gera neitt til að stilla af hegðun þína og leita að gildrunum sem þú gætir gengið í,“ segir Lipman og hefst handa við að segja frá tilraun sem gerð var við Háskólann í Tex- as. Fyrirtæki var búið til á pappír, það var með jafna kynjaskiptingu en tölva var forrituð til að búa til 1% ómeðvitaða hlutdrægni svo hall- aði á konur og í kjölfarið voru útbúin tilviljanakennd starfsmöt. Starfsmenn fá einkunnir og þetta hefur áhrif á leið þeirra upp frama- stigann. Þegar í toppstöðurnar var komið var hlutfall karlmanna 65%. „Þessi kynjahalli myndaðist vegna aðeins 1% hlutdrægni en þessi tala er mun hærri í raunveruleikanum,“ segir hún. „Þetta er ein ástæða þess að konur fá ekki eins mikla viðurkenn- ingu á störfum sínum og fá ekki stöðuhækkanir í sama mæli.“ Lipman skrifaði greinina „Let’s Expose the Gender Pay Gap“ í New York Times í ágúst þar sem hún færði rök fyrir því að fyrirtæki ættu að birta launamun kynja op- inberlega. „Fyrirtækið Pricewater- houseCoopers í Bretlandi er búið að gera þetta. Þar var munurinn 15% og þau sem ég talaði við hjá fyr- irtækinu sögðu að bara það að segja þetta upphátt hafi verið spark í rassinn til þess að laga málin. Þau fóru að leita að ástæðunum og hóf- ust handa við að breyta þessu. Þetta er eitthvað sem er hægt að reikna út og bregðast við. Þessi grein fékk merkilega góð viðbrögð frá karlkyns stjórnendum. Auðvitað fannst einhverjum þetta fáránlegt en ég fékk upphringingu frá mörg- um karlmönnum sem spurðu hver besta leiðin til þess að gera þetta væri því þeir vildu gera þetta í sínu fyrirtæki. Ein ástæða þess að karl- menn bregðast vel við þessu er að þetta er byggt á hörðum gögnum. Þeir tengja við tölurnar.“ Þessi aðferð gæti hjálpað til við að minnka launamun kynjanna hraðar en nú er. Útlitið er ekki gott því samkvæmt The World Economic Forum (WEF) á það eft- ir að taka 118 ár til viðbótar að út- rýma kynbundnum launamun. Það er áhugavert að Pricewater- houseCoopers komst að því að ein Verðum að hafa karlmennina með RITHÖFUNDURINN OG BLAÐAMAÐURINN JOANNE LIPMAN LEITAR LEIÐA TIL AÐ MINNKA KYNJA- HALLANN MEÐ ÞVÍ AÐ FÁ KARLMENN AÐ BORÐINU ÞANNIG AÐ ÞEIR VERÐI HLUTI AF LAUSNINNI. HÚN SEGIR KONUR OF OFT RÆÐA UM KONUR VIÐ HVER AÐRA UM HLUTI SEM ÞÆR VITA ALLAR. HÚN SKRIFAÐI VINSÆLA GREIN, LEIÐARVÍSI UM KONUR Í VINNU FYRIR KARLMENN, SEM VERÐUR NÚ AÐ BÓK. JAFNRÉTTISRÍKIÐ ÍSLAND VERÐUR SÉRSTAKLEGA TEKIÐ FYRIR Í BÓKINNI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Viðtal 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.