Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 12
Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 * Í heild sinni fær maður dálítið á tilfinningunaað þetta sé áætlun um að gera áætlunGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, um sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. UM ALLT LAND EGILSSTAÐIR Skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagiAKUREYRI . berggrunnskort jarðvarma, grunnvatns og kolefna í jörðu. ÍSOR gefur nú framhaldsskólum og háskólum sem sinna náttúrufræðikennslu kortið í tilefni þess að nú eru 70 ár síðan skipulegar jarðhitarannsóknir hófust hér á landi. Kortið er unnið í samræmi við nýjar alþjóðlegar skilgreiningar á skiptingu jarðsöguskeiða sem gengu í gildi 2012. AKRANES á Degi Einnig lýsti bæjarstjóri yfir ánægju með samstarfið við Stefnu en fyrirtækið hannaði vefinn í samstarfi við Akraneskaupstað. VESTMANNAEYJAR Öllum nemendum í Vestmannaeyjum, boðið frá og Að sjá barn fæðast er alltafævintýri. Mér finnst þaðforréttindi að starfa við deildina hér því verkefni ljósmæðra hér á bæ eru mjög fjölbreytt og spanna alla flóruna. Starfssystur okkar á stóru sjúkrahúsunum eru hver á sinni deild og með ákveðin verkefni. Á lítilli stofnun þurfum við hins vegar allar að sinna öllu sem er ánægjulegt og gefur starf- inu hér mikið gildi,“ segir Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingardeild Heilbrigðisstofunar Suðurlands á Selfossi. Nýlega voru gerðar miklar breytingar á húsakynnum fæðing- ardeildarinnar á sjúkrahúsinu á Selfossi. Var þeim áfanga fagnað með viðhöfn nú á dögum. Löngu tímabært „Þetta voru löngu tímabærar lag- færingar,“ segir Sigrún. „Setustof- an var stækkuð og lagfærð, vinnu- aðstaða ljósmæðra bætt, útbúin var góð fjölskylduaðstaða á her- bergjum og svona gæti ég haldið áfram. Í þessu öllu fengum við frá- bæran stuðning frá þeim traustu bakhjörlum sem kvenfélögin hér á Suðurlandi eru. Þau hafa alltaf staðið þétt við bakið á okkur og gáfu okkur rúm, sófa og fleiri hús- gögn. Þá styrktu ýmis fyrirtæki hér á svæðinu okkur, bæði með gjöfum og peningastyrkjum, svo þetta gekk allt mjög vel hjá okkur og við erum þakklát.“ Árlegur fjöldi fæðinga á sjúkra- húsinu á Selfossi rokkar á bilinu 60-90. „Nú eru fæðingar ársins orðnar 60, en við náum ekki meti síðasta árs þegar börnin urðu alls 82. Árið 2013 voru þau 58 svo það er talsverð sveifla í þessu eins og þú heyrir,“ segir Sigrún. Aðeins hálf sagan Árið 2010 var sú breyting gerð á Selfossi að sólarhringsvakt , sem veitt gat aðstoð á fæðingardeild, var lögð af. Fyrir vikið fæða konur, segir Sigrún, á Selfossi aðeins ef ljóst má vera að allt gangi eðlilega fyrir sig. Í öðrum tilvikum eru kon- urnar sendar á Landspítala há- skólasjúkrahús í Reykjavík þar sem aðstaða er hin besta. „Fjöldi fæðinga segir aðeins hálfa söguna um starfsemi okkar. Göngudeild- arþjónusta á Selfossi og á heilsu- gæslustöðvum í Þorlákshöfn, Hveragerði og Laugarási er stór þáttur í starfi okkar. Konurnar sem við veitum þjónustu á ári eru á þriðja hundraðið myndi ég halda,“ segir Sigrún Kristjánsdóttir sem á að baki fimmtán ára ljósmóðurferil. Um 300 ljósubörn „Ljósubörnin mín, eru einhvers staðar á bilinu 200 til 300,“ segir Sigrún. „Ég hef reyndar ekki hald- ið þessu mjög nákvæmlega saman og eftir að ég fór í stjórnunarstarf hér á sjúkrahúsinu hafa þau verk- efni tekið annað yfir. Fæðingunum sem ég sinni fer fækkandi þó að þær séu einn skemmtilegasti hluti starfsins finnst mér.“ SELFOSS Öll flóran á fæðingar- deildinni BREYTINGAR VORU NÝLEGA GERÐAR Á HÚSAKYNNUM FÆÐINGARDEILDAR HEILBRIGÐISSTOFNUNAR SUÐUR- LANDS. ALLT AÐ 90 KONUR Á ÁRI FÆÐA ÞAR, HJÁ SIG- RÚNU KRISTJÁNSDÓTTIR OG SAMSTARFSKONUM HENNAR. Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir með Bjarkason sem kom í heiminn á fæðingardeildinni á Selfossi síðastliðinn þriðju- dag, hinn 23. nóvember. Foreldrar hans eru Gyða Björgvinsdóttir og Bjarki Oddsson sem búa á Hvolsvelli. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Setustofan á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er afar vel búin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.