Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Page 12
Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 * Í heild sinni fær maður dálítið á tilfinningunaað þetta sé áætlun um að gera áætlunGuðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, um sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. UM ALLT LAND EGILSSTAÐIR Skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagiAKUREYRI . berggrunnskort jarðvarma, grunnvatns og kolefna í jörðu. ÍSOR gefur nú framhaldsskólum og háskólum sem sinna náttúrufræðikennslu kortið í tilefni þess að nú eru 70 ár síðan skipulegar jarðhitarannsóknir hófust hér á landi. Kortið er unnið í samræmi við nýjar alþjóðlegar skilgreiningar á skiptingu jarðsöguskeiða sem gengu í gildi 2012. AKRANES á Degi Einnig lýsti bæjarstjóri yfir ánægju með samstarfið við Stefnu en fyrirtækið hannaði vefinn í samstarfi við Akraneskaupstað. VESTMANNAEYJAR Öllum nemendum í Vestmannaeyjum, boðið frá og Að sjá barn fæðast er alltafævintýri. Mér finnst þaðforréttindi að starfa við deildina hér því verkefni ljósmæðra hér á bæ eru mjög fjölbreytt og spanna alla flóruna. Starfssystur okkar á stóru sjúkrahúsunum eru hver á sinni deild og með ákveðin verkefni. Á lítilli stofnun þurfum við hins vegar allar að sinna öllu sem er ánægjulegt og gefur starf- inu hér mikið gildi,“ segir Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingardeild Heilbrigðisstofunar Suðurlands á Selfossi. Nýlega voru gerðar miklar breytingar á húsakynnum fæðing- ardeildarinnar á sjúkrahúsinu á Selfossi. Var þeim áfanga fagnað með viðhöfn nú á dögum. Löngu tímabært „Þetta voru löngu tímabærar lag- færingar,“ segir Sigrún. „Setustof- an var stækkuð og lagfærð, vinnu- aðstaða ljósmæðra bætt, útbúin var góð fjölskylduaðstaða á her- bergjum og svona gæti ég haldið áfram. Í þessu öllu fengum við frá- bæran stuðning frá þeim traustu bakhjörlum sem kvenfélögin hér á Suðurlandi eru. Þau hafa alltaf staðið þétt við bakið á okkur og gáfu okkur rúm, sófa og fleiri hús- gögn. Þá styrktu ýmis fyrirtæki hér á svæðinu okkur, bæði með gjöfum og peningastyrkjum, svo þetta gekk allt mjög vel hjá okkur og við erum þakklát.“ Árlegur fjöldi fæðinga á sjúkra- húsinu á Selfossi rokkar á bilinu 60-90. „Nú eru fæðingar ársins orðnar 60, en við náum ekki meti síðasta árs þegar börnin urðu alls 82. Árið 2013 voru þau 58 svo það er talsverð sveifla í þessu eins og þú heyrir,“ segir Sigrún. Aðeins hálf sagan Árið 2010 var sú breyting gerð á Selfossi að sólarhringsvakt , sem veitt gat aðstoð á fæðingardeild, var lögð af. Fyrir vikið fæða konur, segir Sigrún, á Selfossi aðeins ef ljóst má vera að allt gangi eðlilega fyrir sig. Í öðrum tilvikum eru kon- urnar sendar á Landspítala há- skólasjúkrahús í Reykjavík þar sem aðstaða er hin besta. „Fjöldi fæðinga segir aðeins hálfa söguna um starfsemi okkar. Göngudeild- arþjónusta á Selfossi og á heilsu- gæslustöðvum í Þorlákshöfn, Hveragerði og Laugarási er stór þáttur í starfi okkar. Konurnar sem við veitum þjónustu á ári eru á þriðja hundraðið myndi ég halda,“ segir Sigrún Kristjánsdóttir sem á að baki fimmtán ára ljósmóðurferil. Um 300 ljósubörn „Ljósubörnin mín, eru einhvers staðar á bilinu 200 til 300,“ segir Sigrún. „Ég hef reyndar ekki hald- ið þessu mjög nákvæmlega saman og eftir að ég fór í stjórnunarstarf hér á sjúkrahúsinu hafa þau verk- efni tekið annað yfir. Fæðingunum sem ég sinni fer fækkandi þó að þær séu einn skemmtilegasti hluti starfsins finnst mér.“ SELFOSS Öll flóran á fæðingar- deildinni BREYTINGAR VORU NÝLEGA GERÐAR Á HÚSAKYNNUM FÆÐINGARDEILDAR HEILBRIGÐISSTOFNUNAR SUÐUR- LANDS. ALLT AÐ 90 KONUR Á ÁRI FÆÐA ÞAR, HJÁ SIG- RÚNU KRISTJÁNSDÓTTIR OG SAMSTARFSKONUM HENNAR. Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir með Bjarkason sem kom í heiminn á fæðingardeildinni á Selfossi síðastliðinn þriðju- dag, hinn 23. nóvember. Foreldrar hans eru Gyða Björgvinsdóttir og Bjarki Oddsson sem búa á Hvolsvelli. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Setustofan á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er afar vel búin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.