Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 41
rekstrinum við. Og þá þurfa menn að skoða, hvar er hægt að hagræða? Varðandi RÚV, þá fer mjög mikið fjármagn í húsnæði, í dreifi- kerfið og aðra svona þætti sem bitna þá á rekstrinum. Ríkisendurskoðun hefur bent á að stofnunin eigi að vera samanburðarhæf í framleiðni og svo þarf að spara í útgjöldum. Þetta er það sem allir fjölmiðlar eru að glíma við í dag. Þeir þurfa að glíma við breytt um- hverfi þar sem að samkeppni er við netið og fleira og þá þarf að reyna að fá meira út úr hverjum manni,“ segir hann. Hefði mátt spara 4 milljarða Eyþór segir að þau hafi ekki komið með til- lögur í skýrslunni en ljóst er að fasteignin er metin á 4,2 milljarða og hana mætti selja. „Samkvæmt RÚV væri hægt að vera með starfsemina í mun færri fermetrum, þannig það hlýtur að vera eitthvað sem stjórn RÚV skoðar af alvöru,“ segir hann og telur mark- aðinn góðan núna til að selja. Einnig er bent á í skýrslunni að ákveðin mistök hafi verið gerð í dreifingarmálum og er þá átt við samn- ing við Vodafone um dreifinguna. Talið er að hægt hefði verið að ljósleiða landið fyrir sömu upphæð og samningurinn hljóðar upp á. „Já, það er hægt að deila um dreifinguna, hversu mikil hún á að vera og hvaða tækni á að nota. En það sem er óumdeilanlegt er það að RÚV sagði eiganda sínum að þetta myndi ekki valda viðbótarkostnaði, en þetta er viðbótar- kostnaður upp á 4 milljarða eða meira. Þetta er til fimmtán ára, þannig þetta eru svona 200-300 milljónir á ári í viðbótarkostnað á næstu fimmtán árum,“ segir Eyþór og telur að með öðrum dreifingarleiðum hefði mátt spara þetta fé. „En það er búið að gera þennan samning þannig það er erfitt að komast út úr honum en þetta er dæmi um ákvörðun sem er tekin hjá hinu opinbera sem er í raun og veru skuldsetning framtíðarinnar. Ég held að menn hafi viljað fara svipaða leið og hafði verið far- in annars staðar en aðstæður á Íslandi eru kannski aðrar en í öðrum löndum. Þetta er dreifbýlasta landið í Evrópu og líka netvædd- asta land Evrópu og það hefði kannski verið hægt að stíga stærri skref inn í framtíðina. En við birtum ekki tillögur, þetta er eingöngu greining, en menntamálaráðherra hefur sagt að þessi skýrsla sé góður grunnur. En því miður fór umræðan oft út og suður og menn fara í þessar títtnefndu skotgrafir,“ segir hann. „Ef menn vilja ekki ræða innihaldið þykir oft þægilegra að ræða manninn í stað- inn,“ segir hann. „Staðreyndin er samt sú að þeir sem neita að horfast í augu við vanda- málin, geta aldrei leyst þau. Það er vandi hjá öllum fjölmiðlum en ekki síst hjá ríkisfjöl- miðlum. Ef að markmiðið er að efla innlenda dagskrágerð, standa vörð um tunguna og ná til ungs fólks þá verði menn að horfa á vanda- málin. Ef menn ætla að ná árangri í að takast á við framtíðina þá verða þeir að viðurkenna það sem er að, þetta er eins og þegar maður fer til læknis, þá verður hann að fá að heyra vondu fréttirnar. Og það þýðir ekkert að skamma lækninn.“ Stöndum 100% við skýrsluna Eftir að skýrslan birtist sendi RÚV tilkynn- ingu til Kauphallarinnar þar sem sagði m.a. að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti hefði þremenningunum verið óheimilt að birta upplýsingar sem vörðuðu rekstraráætlanir fé- lagsins. Eyþór segir af og frá að lögbrot hafi verið framið. „Það var ekki mikið samræmi á milli tilkynninga frá þeim. Á fimmtudegi var sagt að skýrslan sýndi að það þyrfti að lækka skuldir og hækka útvarpsgjöldin. En á föstu- degi var sagt að RÚV hefði aldrei sett fram slíkar kröfur. Þannig að ef maður les þessar tilkynningar saman virðast þær ekki vera frá sömu stofnuninni. Svo kom þriðja tilkynningin strax eftir helgina, þá bað starfsmannafélagið um frið. En mánuði áður hafði RÚV sérstak- lega kallað eftir samtali við þjóðina, farið hringferð um landið og auglýst á strætó- skýlum. Ef við horfum á þetta í samhengi er óljóst hvað RÚV vill. Varðandi rangfærslur, þá höfum við ekki geta fundið neinar stað- festar villur í skýrslunni þannig að við stönd- um við hana, 100%,“ segir hann. „Enda var farið yfir þetta í fimm vikur af starfsmönnum RÚV áður en hún var birt.“ Rekstrarvandi og tilvistarvandamál „Kjarni málsins er að miðað við þá tekju- stofna sem RÚV hefur í dag, þá þarf eitthvað að gera. Það er bara stóra málið. Það er vandi. Það er ekki samræmi á milli tekna og gjalda. RÚV vildi ekki að við birtum áætlun fyrir 2016 kannski vegna þess að það voru væntingar um tekjur. Þetta er peningahliðin. Svo er það tilvistarlega vandamálið. Áhorf á hefðbundna sjónvarpsdagskrá er að minnka hjá ungu fólki. Í litlu landi þar sem er lítið út- breitt tungumál, þá hlýtur það að vera for- gangsmál að ná sem best til unga fólksins. RÚV er að stíga skref varðandi Krakkarúv með barnaefni, en þessi hefðbundna dagskrá er á undanhaldi, ekki bara hér heldur alls staðar og þá þarf stofnunin að bregðast við og þarf að gera sér góða grein fyrir hvað þessi breyting þýðir. Eins og með snúrusímann, hann hvarf á endandum fyrir farsímanum. Tæknibreytingar hafa í för með sér grundvall- arbreytingar á hegðun. Það er tilvistarspurn- ing og það er held ég eitthvað sem þarf að ræða,“ segir hann. Það þarf að endurskoða tilganginn „Ef ríkið vill styðja menninguna og tunguna, þá þurfa að vera skýr markmið og helst ein- hver mælanleg viðmið, það þarf að ná árangri. Við sjáum að listir almennt eru útflutnings- vara, tónlist, bókmenntir, leiklist og kvik- myndir en við höfum ekki náð að flytja út sjónvarpsþætti. Ef við ætlum að setja inn marga milljarða á ári eins og við gerum í rík- isrekstur á fjölmiðli, þá væri hollt að endur- skoða tilganginn. Er öryggishlutverkið það sama eins og það var þegar langbylgjan var boðleiðin? Er verið að forgangsraða miðað við það framboð sem er í gangi? Það eru svona spurningar. En það er ekki mitt að ákveða það, það er annarra. En maður sér alveg að heimurinn er að breytast,“ segir hann. Sannleikurinn fer illa í marga Varðandi gagnrýnina þá átti Eyþór von á ein- hverju umtali. „Ég sagði nú í gríni áður en að skýrslan kom út að ég þyrfti að panta far fyr- ir fjölskylduna aðra leið til Ástralíu ef ég tæki þetta að mér. Ég vissi alveg að þetta færi í ákveðnar skotgrafir. Og sérstaklega ef við segðum nú allan sannleikann, þá myndi þetta örugglega fara illa í marga. En auðvitað er fólk líka hrætt, það hafa margir hagsmuni af því að hafa RÚV eins og það er og fólk óttast oft breytingar. En eins og ég nefndi áðan er hægt að lækka kostnað án þess að skerða þjónustu verulega. Þegar eitt fer þá kemur annað. Ég held að tónlistarmenn og aðrir þurfi ekki að óttast breytingar. Ég held að breytingar séu yfirleitt til góðs. Þó að fólki þykir vænt um RÚV þá þarf það ekki að vera hrætt við framtíðina. Það væri gott að fá fleiri úttektir um fleiri stofnanir. Ríkisreksturinn er þess eðlis að hann á að þola mikla skoðun. Meira upp á yfirborðið. Opinbert hlutafélag á að vera með upplýsingar uppi á borði, og það opinberar. Annars á það ekki að heita ohf. Það þarf að horfast í augu við þau vandamál og þær áskoranir sem RÚV þarf að glíma við. Þetta er ekkert búið. Skýrslan er ekki vand- inn, skýrslan er greining. Vandinn er ennþá og hann þarf að leysa.“ Morgunblaðið/Ásdís Todmobile var ein frægasta hljómsveit landins á tíunda áratugnum en hana skipuðu þá Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Morgunblaðið/Jim Smart * Ég sagði nú í gríniáður en að skýrslankom út að ég þyrfti að panta far fyrir fjölskyld- una aðra leið til Ástralíu ef ég tæki þetta að mér. Ég vissi alveg að þetta færi í ákveðnar skotgrafir. 29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.