Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 50
„Barna- og unglingabækur koma sterkar inn þessi jólin,“ segir Ævar Þór Benedikts- son, spurður hvað hann sé spenntur að lesa af nýjum ís- lenskum bókum. „Ég hlakka til að lesa Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur. Ég er mikill áhugamaður um blóðugar bókmenntir og mér skilst á öllu að þessi bók sé barmafull. Drauga-Dísa eftir Gunnar Theódór Egg- ertsson hljómar sömuleiðis afar spenn- andi og ekki skemma teng- ingar í þjóðararfinn fyrir. Þá er ég líka spenntur að lesa nýjustu bókina um Kamillu Vindmyllu eftir Hilmar Örn Óskarsson; Kamilla Vind- mylla og unglingarnir í Iðunni.“ Ævar Þór Benediktsson Bækur 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 „Það er fjöldi spennandi bóka að koma út og mjög margar sem mig langar að lesa,“ segir Gerður Kristný, beðin um að nefna þrjár ís- lenskar. Hún velur þrjár ljóðabækur (sem hún er reyndar þegar búin að lesa!) „Frelsi eftir Lindu Vil- hjálmsdóttur er bálkur fyrir lengra komna, sjötta ljóða- bókin hennar þar sem Linda gefur ekkert eftir. Hún er magnað ljóðskáld. Þessa bók þarf maður að lesa margoft til að komast að kjarnanum. Ég vil líka nefna Blýengilinn eftir Óskar Árna Óskarsson. Það er ákaflega skemmtileg og góð ljóðabók þar sem hversdagslegum myndum en um leið töfrandi er brugðið upp. Bók sem höfðar til ungra sem aldinna. Sú þriðja er Öskraðu gat á myrkrið eft- ir Bubba Morthens, sem er nýbúinn að fá sérstaka viðurkennngu Jónasar Hallgrímssonar fyrir stuðning við íslenska tungu. Bubbi hefur alltaf sungið á kraftmikilli íslensku og þannig yrkir hann líka.“ Gerður Kristný HVAÐ LANGAR HÖFUNDANA AÐ LESA? Stefán Máni er að hluta til á svipuðumslóðum og í fyrri bókum í þeirri nýj-ustu, Nautinu. Sagan hefst austur á fjörðum og endar á sama stað en lesandinn fylgir persónunum einnig til Reykjavíkur. „Í stuttu máli er þetta sagan af henni Hönnu, íslenskri sveitastelpu sem á sér erf- iða fortíð. Hún hrökklast úr sveitinni og reynir að fóta sig á mölinni en endar í vafasömum félagsskap og smám saman brennir hún allar brýr að baki sér,“ segir höfundurinn við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. „Hún er hæfileikarík; það er mikið varið í þessa stelpu en henni tekst aldrei að blómstra. Tekst ekki að koma undir sig fót- unum en mér þykir samt ótrúlega vænt um hana. Saga hennar er óttaleg sorgarsaga. Ef til vill má segja að þetta sé dramatískur sveitarómans en það er þó líklega fullpent orðað,“ segir rithöfundurinn. Mörg leyndarmál Við sögu koma stolnir demantar sem marg- ir hafa augastað á, þýfið skiptir um eig- endur og er mikill örlagavaldur í lífi sögu- persónanna. „Hér eru óvæntir atburðir og mikið af leyndarmálum undir steinum,“ seg- ir Stefán Máni. „Ég held að lesendur fái mikið fyrir sinn snúð þó að þessi bók sé ekki eins löng og hinar fyrri. Það er samt svo mikið að gerast og mér fannst algjör óþarfi að teygja lopann,“ segir hann. Fram kom í Morgunblaðinu í vikunni að gerð verður framhaldsþáttaröð fyrir sjón- varp upp úr Nautinu. Fyrirtækið Pegasus hefur keypt kvikmyndaréttinn og verðlauna- leikstjórinn Baldvin Z mun leikstýra, auk þess að skrifa handrit með öðrum. Bók Stefáns Mána, Svartur á leik, rataði á hvíta tjaldið fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. „Þetta er mjög spennandi og fyrir mér er í raun draumur að rætast,“ segir Stefán Máni. „Þegar ég sá kvikmynd Baldvins, Vonarstræti, í bíó vorið 2014, hugsaði ég strax með mér að hann væri rétti maðurinn til að gera eitthvað við Nautið.“ Stefán sendi bæði Baldvini og Snorra Þórissyni hjá Pegasus handritið, sem þá var í vinnslu. „Þegar Snorri hringdi í mig ári seinna, mjög spenntur eftir að hafa les- ið handritið, sagði ég honum strax að ef Baldvin vildi leikstýra gætum við samið!“ Stefán segir að þótt bókin sé bæði grimm og dimm, sé líka mikil fegurð í henni. „Mér finnst fallegasta sambandið á milli Hönnu og bróður hennar. Bróðirinn er þroskaskertur en hún vissi að hann yrði að læra sannleikann einn daginn og undirbjó það. Bókin snýst um leitina að sannleik- anum og að hann getur verið lífshættu- STEFÁN MÁNI: NAUTIÐ Lífshættulegur sannleikur STEFÁN MÁNI FJALLAR ENN UM UNDIRHEIMANA Í NÝJUSTU BÓK SINNI, NAUTINU, ÞÓ AÐ ÞEIR MYRKU KIMAR SAMFÉLAGSINS SÉU EKKI JAFN ÁBER- ANDI OG STUNDUM ÁÐUR. ÁKVEÐIN FEGURÐ KEMUR EINNIG VIÐ SÖGU. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Saga þessarar bókar eru öðruvísi en þeirra fyrri; ég var beðinum það í fyrravetur að semja sálm fyrir Tónmenntasjóð þjóð-kirkjunnar, hafði aldrei samið sálm og fór að velta fyrir mér hvernig þeir væru. Settist niður og skrifaði ýmislegt hjá mér, meðal annars það sem ekki er að finna í sálmum og þá varð þessi bók til, sem einhvers konar hliðarverkefni við sálminn,“ segir Þórdís Gísla- dóttir um þriðju ljóðabók sína, Tilfinningarök, sem er nýkomin út. Fyrir fyrsta ljóðabók sína, Leyndarmál annarra, hlaut Þórdís Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra fyrir Velúr. Tilfinningarök skiptist í þrjá hluta, Laghentur maður leitar að lífs- förunaut, Skyndimyndir og Til huggunar. Þórdís segist hafa skynjað að fólk tengi sig við ljóðin. „Mörgum finnst þeir þekkja fólkið í ljóðunum og jafnvel sig sjálfa; ég hef feng- ið viðbrögð frá mörgum, bæði menntaskólanemum og eldri lesendum; bæði hefur veri hringt til mín og fólk hefur pikkað í mig úti á götu.“ Hún segir frábært að fá slík viðbrögð. „Fleiri en einn hafa meira að segja sagst ekki hafa fundist ljóð skemmtileg og lítið lesið af þeim, en hafi tengt sig við mín. Ljóðin mín eru ekki hátimbruð held- ur hversdagsleg, í góðri merkingu. Ég hef einmitt fengið gagnrýni á að þau séu ekki nógu lýrísk – en mér finnst það mjög skemmtilegt ef ég næ að sá fræjum í huga fyrrverandi ljóðahatara!“ Þegar Þórdís er spurð hvort hún sé fyrst og fremst ljóðskáld svar- ar hún: „Ég veit eiginlega ekki hvað ég er! Fyrsta bókin mín kom út þegar ég var 45 ára; þangað til hafði ég ekki verið skáld en síðan eru komnar út níu bækur; þrjár ljóðabækur, þrjár barnabækur og svo kennslubækur fyrir Námsgagnastofnun. Svo ég hef þýtt 13 bækur síðan 2007.“ Þórdís er ekki við eina fjölina felld í bókaflóðinu að þessu sinni því ný barnabók hennar kom einnig út; Randalín, Mundi og afturgöng- urnar. „Þetta er þriðja bókum um Randalín og Munda, sem eru níu ára. Í þessari bók fara þau m.a. í Smámunasafnið í Eyjafirði og leggja drög að því að stofna sitt eigið smámunasafn.“ Fyrsta bókin um Randalín og Munda kom út 2011 og var gefin út í Ungverjaldandi fyrir skömmu. „Já, ég er í hinni nýju útrás listanna,“ segir Þórdís og hlær. „Það er búið að gera prufuþýðingu á bókinni á sænsku en það verður að koma í ljós hvort hún verði gefin út í Sví- þjóð. Þegar búið er að gefa út á einu erlendu tungumáli er möguleiki á keðjuverkun, en maður veit aldrei.“ ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR: TILFINNINGARÖK Það sem ekki hentar í sálma ÞRIÐJA LJÓÐABÓK ÞÓRDÍSAR GÍSLADÓTTUR HEITIR TILFINNINGARÖK, SEM HÚN TELUR EKKI VERRI EN SKYNSEM- ISRÖK, ÖFUGT VIÐ ÝMSA. ÞÓRDÍS HEFUR LÍKA SENT FRÁ SÉR ÞRIÐJU BARNABÓKINA UM RANDALÍN OG MUNDA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Ljóðin mín eru ekki hátimbruð heldur hversdagsleg,“ segir Þórdís. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.