Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 35
29.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
A
kkúrat á þessum árstíma á smáhesturinn alltaf í djö … basli
með sjálfan sig. Togstreitan á milli þess að borða bara
grænmeti, prótein og vatn og allt það (djók) eða byrja örlít-
ið að hita upp fyrir desember getur flækt hversdagsleikann
um 63% eða svo. Eftir að hafa dregið andann í rúmlega 38 ár veit smá-
hesturinn að ef hann byrjar að dreypa örlítið á jólaöli eða hvað þetta
heitir allt saman þá er hann búinn að opna fyrir ákveðna flóðgátt sem
getur reynst erfitt að stoppa. Um leið og hann gefur smá eftir verða
mörkin óskýrari og erfiðara verður að halda um stjórnartaumana.
Smáhesturinn er ekki alveg viss um hvort hin hefðbundna spari-
gugga og smjörbobbi átta sig á því að í 500 ml eru um það bil jafn-
margar hitaeiningar og í léttri máltíð.
Það að bæta kannski eins og tveimur 500
ml dósum við hefðbundinn matarskammt
gerir að verkum að orkuskammtur dags-
ins eykst umtalsvert.
Að drekka drykki eins og jólaöl er eins
og að drekka síróp. Auðvitað hljómar
það ósköp notalega en ef markmiðið er
að lifa nægjusömu lífi þá passar þetta
ekki alveg inn í prógrammið.
Þótt það sé nú seigt í smáhestinum og
hann iði af hraustleika er hann á sama
tíma alveg ofurviðkvæmur (og auðvitað
saklaus). Ef hann borðar of mikinn ís
verður hann veikur í maganum, ef hann stelst til að stöffa sig með
bakarísmat er honum refsað með öfgafullum hætti með líkamlegri
vanlíðan og fjandinn verður laus ef hann drekkur vín. Ekki vegna þess
að hann verði alltaf „dólgurinn“ heldur vegna þess að hin hégómlega
ytri ásjóna lætur verulega á sjá eftir svona skemmtanahald.
Ef hann sleppir fram af sér beislinu í gleðskap er gefið mál að hann
verður eins og Gremlins í framan í marga marga daga á eftir. Það er
því eiginlega bara vegna hégómlegra útlitspælinga sem smáhesturinn
drekkur sjaldan. Honum finnst vín nefnilega alveg jafngott og flestum
sem það drekka og veit alveg að tilveran verður alltaf örlítið skárri
rétt á meðan hann hellir í sig.
Smáhesturinn sperrtist því allur upp þegar Nigma Talib, nátt-
úrulæknir og húðsérfræðingur, sagði frá því að það væri hægt að lesa
andlitið eins og opna bók. Það væri hægt að sjá nákvæmlega framan í
fólki hvort það drykki of mikið, borðaði of mikið glúten, sykur og
mjólkurvörur. Hún gaf nýlega út bókina Reverse The Signs of
Ageing: The Revolutionary Inside-Out Plan to Glowing, Youthful
Skin.
Talib segir að hægt sé að sjá langar leiðir hvort fólk drekkur of
mikið vín eða ekki. Þeir sem drekka of mikið séu með roða milli augn-
anna, lafandi augnlok, stórar svitaholur, þurra húð með fínum línum
sem teygja sig yfir kinnarnar. Einnig má sjá roða í kinnum og á nefi,
sem og djúpar hrukkur í kringum nasir.
Hún segir að fólk með sykur-andlit sé með poka undir augum, eyði-
legan blæ yfir andlitnu, sársaukafullar graftarbólur og svo verði húðin
þunn og gráleit. Hún segir að sykur eyðileggi teygjanleika húðarinnar
og að fólk í sykurmarineringu fái frekar bólur á ennið.
Og þetta er ekki búið.
Hún segir að fólk sem borðar of mikið af mjólkurvörum sé með
bauga undir augunum og fái litlar hvítar bólur á hökuna.
Og svo eru það þeir sem borða of mikið glúten. Að sögn Talib fá
þeir rauðar og þrútnar kinnar og dökka bletti á og í kringnum kinn-
arnar.
Þeir sem ætla að vera alveg eins og nýslípaðir demantar um jólin
ættu að hugsa til Talib áður en þeir ofstöffa sig af öllum þeim bráð-
nauðsynlega óþarfa sem desember hefur upp á að bjóða. Þangað til
næst, mússí múss! martamaria@mbl.is
Andlitið
lýgur ekki
Nigma Talib
– með morgunkaffinu
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
FINN SKENKUR 160 cm kr. 138.700 / FINN BORÐSOFUBORÐ 90X150/190 kr. 115.700 / FINN STÓLL kr. 17.900
SKÓLAR OG NÁMSKEIÐ
SÉRBLAÐ
Morgunblaðið
gefur út sérblað
um skóla og
námskeið
mánudaginn
4. janúar
Í blaðinu verður
fjallað um þá
fjölbreyttu flóru
sem í boði er fyrir
þá sem stefna á
frekara nám.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 18. desember