Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Matur og drykkir J ólagaldranámskeið Salt Eldhússins hefur verið haldið á hverju ári frá stofnun þess árið 2012 og nýtur mikilla vinsælda. Auður Ögn Árna- dóttir, eigandi og matgæðingur, segir að stemningin á þessum nám- skeiðum sé frábær. „Við byrjum á að fá okkur heitt jólapúns og hlust- um á jólalög. Það er skemmtileg upplifun að eyða kvöldinu saman og stússa í eldhúsinu og taka svo með sér heim afraksturinn,“ segir hún en uppskriftirnar eru héðan og þaðan úr heiminum. „Jólagaldrarnir ganga út á að fólk hittist og galdrar fram kræsingar sem það tekur svo með sér heim í krukkum. Allir fá heim með sér fimm krukkur af einhverju sem þeir hafa búið til. Þetta eru réttir sem hægt er að njóta heima í aðdrag- anda jóla en eru einnig góðar matarjólagjafir,“ segir Auður. Salt Eldhús deilir með lesendum nokkrum uppáhaldsjólagaldrauppskriftum frá árinu í ár og frá fyrri árum. JÓLANÁMSKEIÐ HJÁ SALT ELDHÚSI Jólagaldrar í krukkum * Jólagaldrarnirganga út á aðfólk hittist og galdrar fram kræsingar sem það tekur svo með sér heim í krukkum. Þetta eru réttir sem hægt er að njóta heima í aðdraganda jóla en eru einnig góðar matarjólagjafir. SALT ELDHÚS HELDUR ÁRLEGA JÓLAMATREIÐSLUNÁM- SKEIÐ SEM NÝTUR MIKILLA VINSÆLDA. STEMNINGIN ER NOTALEG OG FÓLK FÆR AFRAKSTURINN MEÐ SÉR HEIM Í KRUKKUM. KRÆSINGARNAR Í KRUKKUNUM ERU TILVALDAR Í JÓLAPAKKANN EÐA TIL AÐ NJÓTA Á AÐVENTUNNI VIÐ KERTALJÓS OG JÓLALÖG. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 2 glös 60 cl viskí (ég nota Ballantines því það er nettur reyktur keimur af því sem fellur vel við jólin) 1 tsk sykur 1 flaska peru-cider sem er ekki of sætt, t.d. Kopp- arberg 1 mandarína í sneiðum, með berki 1 kanilstöng nokkrir negulnaglar og stjörnuanís vanillustöng eða 2 sneiðar af ferskum engifer (má sleppa) Hellið viskíi og peru-cider í pott, bætið við sykri, mandarínusneiðum og kryddi. Hitið rólega að suðu svo vökvinn nái að taka í sig bragð af kryddinu og mandarínunum, en ekki láta sjóða. Hellið í glös og berið fram heitt, skemmtilegt að setja kanilstangir og mandarínusneiðar í hvert glas þegar drykkurinn er borinn fram. Heitt jólapúns 9 sítrónur, safi og fínrifinn börkur af 4 þeirra 360 g smjör 540 g sykur 16 heil egg Léttþeytið sítrónusafa, börk, smjör og sykur og setjið í skál yfir vatnsbaði og hitið þar til bráðið saman. Brjót- ið eggin og þeytið með pískara þar til þau hafa blandast vel. Þeytið þá eggin saman við sítrónublönduna og haldið áfram að hræra stöðugt í blöndunni að suðu, það er mikilvægt að eggin hlaupi ekki og því þarf að passa að hræra vel. Látið léttsjóða þar til blandan þykknar og nær að þekja bakið á skeið. Látið kólna í ís- skáp með filmu sem er sett beint ofan á blönduna í skálinni. Að öðrum kosti er þetta sett í sótthreinsaðar krukkur. Geymist í ísskáp í þrjá mánuði en í einn mán- uð eftir opnun. Sítrónusmjör (lemon curd)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.