Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.11.2015, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.11. 2015 Matur og drykkir J ólagaldranámskeið Salt Eldhússins hefur verið haldið á hverju ári frá stofnun þess árið 2012 og nýtur mikilla vinsælda. Auður Ögn Árna- dóttir, eigandi og matgæðingur, segir að stemningin á þessum nám- skeiðum sé frábær. „Við byrjum á að fá okkur heitt jólapúns og hlust- um á jólalög. Það er skemmtileg upplifun að eyða kvöldinu saman og stússa í eldhúsinu og taka svo með sér heim afraksturinn,“ segir hún en uppskriftirnar eru héðan og þaðan úr heiminum. „Jólagaldrarnir ganga út á að fólk hittist og galdrar fram kræsingar sem það tekur svo með sér heim í krukkum. Allir fá heim með sér fimm krukkur af einhverju sem þeir hafa búið til. Þetta eru réttir sem hægt er að njóta heima í aðdrag- anda jóla en eru einnig góðar matarjólagjafir,“ segir Auður. Salt Eldhús deilir með lesendum nokkrum uppáhaldsjólagaldrauppskriftum frá árinu í ár og frá fyrri árum. JÓLANÁMSKEIÐ HJÁ SALT ELDHÚSI Jólagaldrar í krukkum * Jólagaldrarnirganga út á aðfólk hittist og galdrar fram kræsingar sem það tekur svo með sér heim í krukkum. Þetta eru réttir sem hægt er að njóta heima í aðdraganda jóla en eru einnig góðar matarjólagjafir. SALT ELDHÚS HELDUR ÁRLEGA JÓLAMATREIÐSLUNÁM- SKEIÐ SEM NÝTUR MIKILLA VINSÆLDA. STEMNINGIN ER NOTALEG OG FÓLK FÆR AFRAKSTURINN MEÐ SÉR HEIM Í KRUKKUM. KRÆSINGARNAR Í KRUKKUNUM ERU TILVALDAR Í JÓLAPAKKANN EÐA TIL AÐ NJÓTA Á AÐVENTUNNI VIÐ KERTALJÓS OG JÓLALÖG. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 2 glös 60 cl viskí (ég nota Ballantines því það er nettur reyktur keimur af því sem fellur vel við jólin) 1 tsk sykur 1 flaska peru-cider sem er ekki of sætt, t.d. Kopp- arberg 1 mandarína í sneiðum, með berki 1 kanilstöng nokkrir negulnaglar og stjörnuanís vanillustöng eða 2 sneiðar af ferskum engifer (má sleppa) Hellið viskíi og peru-cider í pott, bætið við sykri, mandarínusneiðum og kryddi. Hitið rólega að suðu svo vökvinn nái að taka í sig bragð af kryddinu og mandarínunum, en ekki láta sjóða. Hellið í glös og berið fram heitt, skemmtilegt að setja kanilstangir og mandarínusneiðar í hvert glas þegar drykkurinn er borinn fram. Heitt jólapúns 9 sítrónur, safi og fínrifinn börkur af 4 þeirra 360 g smjör 540 g sykur 16 heil egg Léttþeytið sítrónusafa, börk, smjör og sykur og setjið í skál yfir vatnsbaði og hitið þar til bráðið saman. Brjót- ið eggin og þeytið með pískara þar til þau hafa blandast vel. Þeytið þá eggin saman við sítrónublönduna og haldið áfram að hræra stöðugt í blöndunni að suðu, það er mikilvægt að eggin hlaupi ekki og því þarf að passa að hræra vel. Látið léttsjóða þar til blandan þykknar og nær að þekja bakið á skeið. Látið kólna í ís- skáp með filmu sem er sett beint ofan á blönduna í skálinni. Að öðrum kosti er þetta sett í sótthreinsaðar krukkur. Geymist í ísskáp í þrjá mánuði en í einn mán- uð eftir opnun. Sítrónusmjör (lemon curd)

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.