Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 24
JÓLABLAÐ
VÍKUR-fréttir
„Hef engan
áhuga á að
vera eins
og gangandi
jólatré"
- segir Þorfinnur Sigurgeirsson, ungur
myndlistarmaður úr Keflavík
Jólaljós
Aðventuljós
losaseriur
Jólatrésseríur
Jólastjörnur
Leiðiskrossar
Varahlutadeild - Sími 1730
„Ég hef verið að teikna
frá því ég man eftir mér og
kannski er þetta eitthvað
meðfætt. En það er eins með
listina eins og annað, æfing-
in skapar meistarann. Þetta
kemur ekki af sjálfu sér“
segir Þorfmnur Sigurgeirs-
son, einn af yngstu mynd-
listarmönnum Keflavíkur í
.viðtali við Víkurfréttir.
Það fer ekki hátt um unga
myndlistarmenn á Suður-
nesjum. Þeir eru heldur ekki
ýkja margir. Þorri eins og
hann er kallaður er aðeins 23
ára og stundar nú nám í
Myndlista- og handíðaskóla
Islands. Hann er búinn að
halda sýningar þó ungur sé
og stefnir lengra í myndlist-
inni. Blm. Víkurfrétta hitti
hann þar sem hann var á
fullu að innramma verk sín
hjá Bödda í Innrömmun
Suðurnesja einn laugardag
fyrir skömmu, til að forvitn-
ast nánar um drenginn.
„Er ekki á könnunni
Böddi?“ kallaði Þorri á vin
sinn í Innrömmuninni þeg-
ar spjallið var að hefjast.
„Maður verður að hafa kaffi
við hendina“ sagði Þorri og
hellti í bollana. Ég spurði
hann fyrst hvort hann hafi
ákveðið í æsku að verða
listamaður, því margir
„löggu-synir“ vilja feta í fót-
spor pabbanna í svörtu bún-
ingunum. Þorri verður svo-
lítið hugsi yfir spurningunni
en segir síðan að eftir grunn-
skólann hafi hann ætlað sér
annað en listasviðið. „Ég fór
í Fjölbrautaskólann og var
ákveðinn í að fara í náttúru-
fræði í Háskólanum. Það
varð þó stuttur draumur því
mér fannst raungreinafögin,
eðlis- og efnafræðin, leiðin-
leg. Breytti um svið, tók sál-
fræðina og kláraði stúdent
frá þeirri braut. Svona eftir
á að hyggja held ég flestir
reyni að fara þangað sem
hæfileikar þeirra liggja.“
r
I nám til Kanada
Talið berst síðan að
Magga Páls, æskufélaga
Þorra, sem einnig er ungur
myndlistarmaður úr Kefla-
víkinni. Maggi er skóla-
bróðir undirritaðs sem man
vel eftir þeim félögum sam-
an, alltaf með blýanta á
lofti. „Við urðum vinir sem
smástrákar og vorum báðir
með teiknidellu" segir Þorri,
„Maggi var bara á undan
mér að fatta það að það átti
fyrir okkur báðum að liggja
að hella okkur út í myndlist-
arnárn. Maggi dreif sig í
MHI og á meðan ég glímdi
við leiðinlega eðlisfræði
fylgdist ég gaumgæfilega
með náminu hjá Magga.
Akvað síðan að fara sömu
braut og dreif mig í Mynd-
lista- og handíðaskólann
eftir stúdentinn. A tímabili
langaði mig að verða teikni-
kennari en hætti við það, fór
í auglýsingadeildina.
-Hvernig gengur svo
námið?
„Það hefur gengið ágæt-
lega. Ég er á fjórða ári og
,Ég hef alltaf verið svolítið gefinn fyrir þungan stíl“.
Úr jólastressi í Pítubæ...
Er ekki tilvalið að hverfa frá
jólaamstri og fá sér Ijúffenga pítu?
Fyrirtæki - starfshópar:
Munið sendingar-
þjónustuna. Eitt
símtal og við
Sendum um hæl. Hafnargötu 37, sími 4202.
Óskum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla og farsæls
komandi árs.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.