Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 60

Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 60
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir ATHUGASEMD - frá bæjarráði Njarðvíkur Njarðvík, 13/12 1986 VÍKURFRÉTTIR b.t. hr. ritstjóra Emils P. Jónssonar Hr. ritstjóri. í tilefni af forsíðufrétt í blaði yðar hinn 11. desem- ber sl., óskar bæjarráð Njarðvíkur eftir að þér birt- ið á áberandi stað í næsta tölublaði VÍKURFRÉTTA eftirfarandi athugasemd: í tilefni af frétt á forsíðu síðasta tölublaðs VÍKUR- FRÉTTA sér bæjarráð Njarðvíkur sig knúið til að víta harðlega þann frétta- flutning sem þar birtist. Ekki einasta er fyrirsögn fréttarinnar stórlega vill- andi og í engu samræmi við innihaldið, heldur er fréttin í heild sinni ýmist út í hött, óskiljanleg á stundum og byggð á fölskum forsend- um. Þeirri endurskoðun sem vísað er í sem heimild, er ekki lokið þegar fréttin er skrifuð og niðurstöður hennar ekki ljósar. Grund- völlur fréttarinnar er því ekki endurskoðun á reikn- ingum Njarðvíkurbæjar. Virðingarfyllst, f.h. bæjarráðs Njarðvíkur. Oddur Einarsson, bæjarstjóri Hvítasunnukirkjan Fíladelfía - Hafnrgötu 84 - Keflavík Aðfangadagur jóla. Aftansöngur kl. 18. Jóladagun Guðsþjónusta kl. 14. Sunnudagur 28. des.: Jólahátíð sunnudagaskólans kl. 14. Nýársdagun Guðsþjónusta kl. 14. Alllr velkomnir Til bæjarrððs Njarðvíkur Vegna furðuskrifa ykkar vil ég benda ykkur á eftir- farandi staðreyndir: 1. Hver er munurinn átugi milljóna fráviki og að tugi milljóna vanti í kassann? I úttekt á fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs Njarðvíkur, sem Endur- skoðunarskrifstofa Sig- urðar Stefánssonar hef- ur gert, stendur á fylgi- skjali nr. 4, að neikvæð- urjöfnuður 15. júní 1986 sé upp á tæpar 23 millj. króna. 2. Varðandi þær fullyrð- ingar ykkar að fréttin sé ,,út í hött“, „óskiljan- leg“ og „byggð á fölsk- um forsendum“, vísá ég í eftirfarandi tilvitnanir úr greinargerð endur- skoðanda á úttekt á fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs Njarðvíkur árin 1982- 1986: „Ekki er fullt samræmi í framsetningu fjárhags- áætlana og reiknings- skila“. „Önnur frávik eru varðandi gatna- gerð“. „Nauðsynlegt er að taka upp samsvar- andi framsetningu fjár- hagsáætlunar og árs- reikninga í samræmi við góða reikningsvenju". „Fjárhagur bæjarsjóðs hefur verið sveiflukennd- ur“. „Ljóst er að á mestu framkvæmdaárum þessa tímabils hafa þær verið framkvæmdar með skammtímalánum, en ekki lánum til lengri tíma. Slík skammtíma- fjármögnun leiðir yfir- leitt til hærri fjármagns- kostnaðar en langtíma- lán bera“. „Nákvæmni hefur ekki gætt við gerð fjárhagsáætlunar, sem sést ef rekstrarniður- staða ársins á undan og áætlunar árs eru borin saman við áætlun“. Til- vitnunum lýkur úr greinargerð endurskoð- enda. Strákar, það er oft betra að hugsa áður en hent er, því hefðuð þið átt að lesa niðurstöður reikninganna áður en þið samþykktuð vítur á mig. Þið tókuð hvort tveggja fyrir á sama bæjar- ráðsfundinum. Þá hefði einnig komið í ljós að það skiptir engu máli hvenær fréttin var skrifuð, niður- stöðurnar staðfesta hvert atriði sem þar kom fram. Emil Páll Jónsson ÞAKKARÁVARP Innilegt þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem glöddu mig með heimsóknum, skeyt- um, blómum og gjöfum á 70 ára afmæli minu, 7. desember sl. Guð blessi ykkur öll. KARL SIGTRYGGSSON Til sölu eldhúsborð og 4 stólar, sem nýtt. Stálfótur á hjólum undir sjónvarp. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma 3116 að Mávabraut 2. Oskum Suðurnesja- mönnum gleðilegra jóla og farsœls nýs árs. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Veghús - Skiltagerð Sérleyfisbifreiðir Strætisvagnaferðir um Keflavík Keflavíkur gfl j Áætlun yfir \v hátíðisdagana: Dagana 18., 19., 20., 22., 23. og 24. desember veður bæjar- búum boðið upp á strætisvagnaferðir um bæinn. Akstursleið verður sem hér segir: Frá S.B.K.: Vesturgata - Heiðarbraut Norðurvellir - Freyjuvellír Eyjabyggð - Aðalgata Túngata - Tjarnargata Faxabraut - Hafnargata að Samkaupum - Hringbraut Tjamargata - að S.B.K. Akstur hefst kl. 10 á morgnana og verður ekið á 45 mín. fresti frá SBK meðan verslanir eru opnar. Akstursgjald verður kr. 20 fyrir fullorðna og kr. 10 fyrir böm 15 ára og yngri. TÍMAÁÆTLUN FYRIR SBK kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 20.00 kl. 10.45 kl. 13.45 kl. 20.45 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 21.30 kl. 15.15 kl. 22.15 kl. 16.00 kl. 23.00 kl. kl. kl. 16.45 17.30 18.15 Aöfangadagur jóla: Síðasta ferð frá Keflavík kl. 15.30 Síðasta ferð frá Reykjavík kl. 15.30 Jóladagur: Engar feröir. Annar I jólum Fyrsta ferð frá Keflavík kl. 9.00 Fyrsta ferð frá Reykjavík kl. 11.30 Gamlársdagur: Síðasta ferð frá Keflavík kl. 15.30 Síðasta ferð frá Reykjavík kl. 15.30 Nýársdagur: Fyrsta ferð frá Keflavík kl. 12.00 Fyrsta ferð frá Reykjavík kl. 13.30 Að öðru leyti ekið samkvæmt áætlun. Gleðileg jól, farsælt nýtt ár, þökkum viðskiptin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.