Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 61

Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 61
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ ---Máría Karvelsdóttir: — Hinn fullkomni heimur Ég var orðin örþreytt. Allt var kolsvart í kringum mig og ég sá ekki handa minna skil í þessum dimma dal. „Hvert er ég að fara?“ spurði ég sjálfa mig í ör- væntingu. „Ég sem er orðin bæði gömul og þreytt og kemst varla úr sporunum“. Ég staulaðist áfram, lengra og lengra. Engin manneskja var sjáanleg. „Undarlegt", tautaði ég við sjálfa mig og var óttaslegin. Éithvað ýtti mér samt áfram eftir þessum dimma og óhugnanlega dal. Þó langaði mig mest til að setj- ast niður og hvíla mig. Fæt- urinir voru orðnir sárir og það var farið að blæða úr þeim, en ég gat ekki stans- að. „Ætlar þetta aldrei að taka enda“, hugsaði ég í öngum mínum og horfði út í myrkrið sem umlukti mig. Ymsar svipmyndir úr lífi mínu liðu um huga minn. Samviska mín kvaldi mig, því nú dæmdi ég mig sjálfa fyrir allt það vonda sem ég hafði gert um ævina. „Hvað ég hef verið vond“, hugsaði ég skelf- ingu lostin. Það var eins og allan mátt drægi úr mér. „Ó, samviska mín, hvað þú ert miskunnarlaus, vægðu mér“, hrópaði ég í örvænt- ingu. Það var eins og hvísl- að væri að mér, „þú getur ekki flúið samvisku þína“. „Ég veit það, ég veit það, ó, guð minn“. Ég hneig niður og komst ekki lengra. En áfram varð ég að halda. Ég skreið áfram, það blæddi úr höndum mínum og fótum. „Hvert er ég að fara i þessu skelfilega myrkri?" hrópaði ég. „Já, hvert er ég að fara?“. Það greip mig ofsa hræðsla, ég skalf og nötraði. „Hjálp, hjálp", hrópaði ég út í mykrið. ,,Guð minn, hjálpaðu mér“. Langt í burtu sá ég ljós- glætu sem færðist nær. A móti mér kom ungur piltur í hvítum fötum. Hann gekk til mín, reisti mig upp og sagði: „Elsku mamma mín, loksins ertu kornin". Ég skalf og nötraði. „Er ég móðir þín? Hvernig má það vera?“ „Já, þú ert móðir mín“, sagði hann og brosti fallega til min. Allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Ég hneig niður á grýtta jörðina og grét í ör- væntingu. ,,Guð minn góður, þú ert barnið sem ég lét eyða“. Kvöl mín var skelfileg, það var eins og verið væri að tæta mig í sundur. Þetta var mesta synd mín í lifinu, þvílíkur sársauki, þvílík kvöl. Aldrei í lífinu hafði mér liðið eins skelfi- lega, ég skalf og grét. „Ekki gráta, elsku mamma, ég veit hvers vegna þú gerðir það“. „Engillinn minn, ég hélt að þú værir hjá Guði“. „Já, mamma mín, ég er hjá Guði“. Það var eins og sál mín væri sundurtætt af sárs- auka og skömm. „Geturður fyrirgefið mér?“ stundi ég. „Já, já, elsku mamma, reyndu að standa upp“. Drengurinn minn reisti mig upp, þerraði tár mín og leiddi mig í áttina að birt- unni. Það var eins og sál mín hefði endurnýjast og gamli líkaminn var að hverfa. „Er ég þá dáin, drengur- inn minn?“ „Já, elsku mamma“. Framundan var vatn svo fagurt að ég hafði aldrei augum litið annað eins. í miðju vatninu var gos- brunnur allur úr blómum, hann var í laginu eins og stjarna. Hver dropi sem féll var eins og tár og glitraði eins og fegurstu gimsteinar. Allt í kringum vatnið voru hvít blóm. Þau svifu á vatn- inu, mynduðu hringi, og voru tengd saman eins og keðja. Aldrei hafði ég séð aðra eins fegurð, ég varð agndofa af undrun og ætlaði að fara að spyrja eng- ilinft minn hvaða undur- fagra vatn þetta væri. En hann vissi hvað ég hugsaði og sagði: „Þetta er tára- vatn, mamma, þarna eru tárin þín og annarra, sem grátið hafa af sorg og þjáningum um ævina“. Ég starði á hann undrandi. „Guð geymir öll tár mann- anna“, bætti hann við, „en hvítu blómin, sem mynda keðjuna umhverfis vatnið er kærleikur mann- anna“. „Því er vatnið svona stórt, en blómin svona fá?“ spurði ég í einfeldni minni. „I lífi. mannanna er svo margt sem veldur tárum, slys, heilsuleysi, svik, lygi, hungur, hatur, fátækt, valdabarátta og stríð. Alltof fáir menn eiga kærleik í hjarta sínu, en við hvert kærleiksverk sem mennirnir vinna, bætist ein rós í kærleikskeðjuna. Það er svo miklu auðveldara fyrir menn að vera vondir en góðir. í hverri en góðir. I hverri mann- eskju er barátta dag og nótt milli þess illa og hins góða“. Ég var undrandi á hvað drengurinn minn vissi mikið. Hann var svo falleg- ur hvar sem á hann var litið, augun stór og dökk en hárið ljóst og hrokkið. Við gengum, eða réttara sagt svifum áfram. Allt var bjart og fagurt umhverfis okkur. Himininn var heið- ur og blár. Yfir tignarlegum fjallahring sem sást í fjarska var rauðlillaður bjarmi sem setti ævintýra- legan svip á umhverfið. Grænir vellir, blómrunnar og tré, fegurðin var ólýsanleg. I trjánum sungu fuglar, litfögur fiðrildi sveimuðu um og blómailm- ur var í lofti. Birtan var meiri en sólarbirta og lita- dýrðin stórfengleg. Fagur söngur barst úr fjarska, ég var heilluð, sál mín varð snortin af þessari tónafeg- urð og óþekkt gleði tók mig. Ég fann að ég var eitt- hvað að breytast, það var eins og ég væri orðin ung aftur. Ég sveifeftir jörðinni við hlið drengsins míns, ég var svo hamingjusöm. Nú vissi ég allt og skildi allt sem hafði gerst í lífi mínu. Þegar ég horfði á sjálfa mig, sá ég engan líkama, ég var eins og fölblá þoka, sem leið eftir jörðinni. Samt fann ég að ég var með lík- ama þó ég sæi hann ekki. Við svifum áfram í þess- ari óendanlegu fegurð og ég skynjaði fullkomleikann í öllu sem ég sá. Framundan var hafið blátt í allri sinni fegurð. Öldurnar eltu hver aðra upp að hvítri strönd- inni. Mikill fjöldi seglbáta var á sjónum. Fallegi gróð- urinn náði niður að strönd- inni og í fjarska sáust gróð- ursælar eyjar með pálma- trjám. A ströndinni voru skeljar sem glitruðu í öllum regnbogans litum. Aldrei hafði ég séð þvílíka dýrð. „Hvað allt er fallegt hérna“, hrópaði ég í gleði minni. „Já, hér erfullkom- leiki fegurðarinnar, elsku mamma mín“. Þegar við komum niður í fjöruna, sá ég að í sumum bátunum var fólk. Bátarnir voru hvítir með sanseruð- um skelplötum. Seglin voru hvít með silfurþráðum. Það stirndi á þau í sólarbirt- unni. Á borðstokknum á sumum bátunum voru blóm, þau virtust hafa vaxið þar upp. Ég starði hugfangin á þennan báta- fjölda. „Komdu, elsku mamma, hér er fjölskyldubáturinn okkar“. Við gengum að einum bátnum, drengurinn minn hjálpaði mér um borð. „Hér er þitt sæti, mamma mín“, sagði hann og brosti fallega til mín um leið og hann settist við stýr- ið. „Mikið eru rósirnar á borðstokknum fallegar", sagði ég undrandi. „Já, mamma mín, hver rós óx upp þegar þú baðst fyrir okkur börnunum. Þú baðst líka alltaf fyrir mér, það hjálpaði mér í Guðsbirt- una“. „Hvað þetta er allt óskiljanlegt", hvíslaði ég. „Nei, mamma, hver bæn sem beðin er af öllu hjarta berst til Guðs“. Við sigldum áfram á fag: urbláum öldunum. I fjarska sá ég dökkan skýja- bólstur myndast, þaðan komu örsmá englabörn og svifu inn í birtuna. „Hvaða litlu englabörn eru þetta?“ spurði ég. „Þetta eru börnin sem konur á jörðinni láta eyða í þúsunda tali“, sagði dreng- urinn minn hryggur. Þá var mér allri lokið, ég grét eins og barn yfir synd minni. „Ekki gráta, elsku mamma mín, Guð hefur fyrirgefið þér“. „O, Guð, ef þær vissu það sem ég veit nú“, hugs- aði ég og þerraði tárin. Öðru hverju voru bát- arnir í kringum okkur að leggja að landi til að taka á móti dánum ættingjum, sem komu úr hinum dimma dal dauðans. „Hvert förum við nú, drengurinn minn?“ ,,I birtuna miklu, mamma, sjáðu“. Við svifum inn í fegurð- ina og fullkomleikann. Hvílíkur fögnuður. María Karvelsdóttir Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskipiin á árinu. Fiskeldi Grindavíkur hf. Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Rafborg hf, Grindavík Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Frístund, Njarðvík Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. F.M.K., Grófin 13c Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Sjöstjarnan Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum samsiarfið á árinu. Fólksbílastöðin Þytur, Grindavík Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Bíla- og vélaverkstæði Kristófers, Iðavöllum 4b Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Bókhaldsþjónustan, Hafnargötu 26 Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Endurskoðunarskrif- stofan Hagskil sf. Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskipiin á árinu. Hjá Gerðu, Hafnargötu 61 Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. íslandslax hf, Stað Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum samsiarfið á árinu. Bílaleigan Hraunás sf. Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Apótek Keflavíkur Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Fiskval, Hringbraut 94 Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Kósý sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.