Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 47

Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 47
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Opið bréf til hreppsnefndar Gerðahrepps: GERUM HLODUNA OG FJÚSIÐ AÐ FÉLAGSMIÐSTÖÐ Núna er nýtt fjárhagsár örugglega að fara að hefjast hjá Gerðahreppi og þess vegna fannst mér alveg til- valið að rita þessa grein í þennan ágæta fjölmiðil. Þannig er mál með vexti að ég hef lengi verið með þá flugu í höfðinu (hún er farin að suða nokkuð hátt núna) að gera félagsmiðstöð úr hlöðunni og fjósinu sem stendur úti á Garðskaga. Mörgum kann að finnast þetta fáránleg hugmynd, en ég tel hana bráðsnjalla (og í mörgum öðrum finnst það líka). - Hvað er til dæmis verið að gera við hlöðuna og fjósið núna? - Er ekki hægt að leggja það undir fé- lagsmiðstöð heldur en að láta það grotna niður og eyðileggjast? Ég hef aldrei komið inn í þessi húsakynni en utan frá sýnist mér það ekki gerast betra en ein- mitt til að hýsa félagsmið- stöð. í hlöðunni og fjósinu er svo hægt að koma upp að- stöðu fyrir diskótek og ýmsa klúbbastarfsemi, eins og til sæmis ljósmynda- klúbb, blaðaklúbb, módel- klúbb, íþróttaklúbb, svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfösgðu geri ég mér grein fyrir því að það er kostnaðarsamt að ætla sér að gera félagsmiðstöð úr hlöðu og fjósi, það þarf heldur ekki að gera þetta í einum grænum, heldur er hægt að byrja og vinna svo í þessu fram á sumar. Lfngl- ingar geta tekið sig saman og aflað fjár til að brúa bilið sem myndaðist í buddunni hjá hreppnum, en við verð- um að sjálfsögðu að gera okkur grein fyrir því að ekki er hægt að fara út í svona framkvæmdir án þess að það kosti peninga. Þá geta krakkar úr pláss- inu einnig hjálpað til við að þrífa, smíða og mála hús- næðið og að sjálfsögðu í sjálfboðavinnu. Þannig fengju unglingarnir að taka þátt í því að skapa sína eigin félagsmiðstöð, og að sjálfsögðu yrði allt unnið í sjálfboðavinnu, en þó með aðstoð frá fullorðnum „fag- mönnum“. Vegna þess hversu mikil fjarlægð er í fjósið frá íbúð- arhúsum, ætti ekki að skap- ast neinn hávaði sem kvarta mætti yfir (hefur ekki háv- aðamengun einmitt staðið í vegi fyrir því að félagsmið- stöð hafi verið opnuð inni í miðju plássinu?). Að lokum vil ég minnast á það að til fjáröflunar fyrir félagsmiðstöina væri hægt að vera með sælgætissölu og námskeið í húsinu. Með fyrirfram þökk fyrir jákvæða umfjöllun. Félags- miðstöð í Út-Garðinn! 4116-0675 Þær baula ekki lengur kýrnar í fjósinu á Garðskaga. Nú vill 4116-0675 að fjósið verði gert að fé- Iagsmiðstöð. Ljósm.: kmár. * Sendum Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OGFARSÆLT ^ . KOMANDIÁR , .• með þökk fyrir viðskiptin * * á árinu sem er að líða. UTVEGSBANKI ÍSLANDS Hafnargötu 60 - Kcflavík - Sími 1199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.