Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Page 46

Víkurfréttir - 18.12.1986, Page 46
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir -Nú hefur sjávajútvegs- ráðherra, Halldór Ásgríms- son, fengið miklar deilur á sig, jafnvel vestfirðingar sökuðu hann um að hafa lagt heil byggðarlög í rúst með kvótanum, er eitthvað til í þessu? „Nei, auðvitað vildi mað- ur vera laus við kvóta og slíkar skammtanir. En þetta verður ekkert öðru- vísi í náinni framtíð. Tækn- in er orðin svo mikil og það er svo auðvelt að ganga frá þessu. Hef ég sagt það við koll- ega mína á Landssam- bandsfundum að ég trúi því ekki að neinir okkar eigi eftir að upplifa þetta aftur eins og það var, þ.e. alveg frjálst. Það er alltaf hægt að deila um framkvæmdina, en einhverskonar skömmt- un verður næstu árin og áratugina." -Nú telja útgerðarmenn minni báta, að þeir hafi far- ið mun verr út úr skipting- unni en þeir stærri, er eitt- hvað til í því? „Nei, það held ég ekki.“ -Vegna kvótans er nú svo komið málum, að hann ræður söluverði skipa en ekki gæði þeirra, er þetta eðlileg þróun? „Nei, það er kannski svo- lítið krítískt. Það fer ekkert á milli mála að bátar sem seldir eru hér innanlands í dag, með kvótum, eru seld- ir á miklu yfirverði. Um- ræðan í dag er þó orðin mest um það hver eigi fisk- inn í sjónum og um það má deila. Þess vegna spyrja menn nú hvort bátarnireigi að vera með kvótann eða vinnslustöðvarnar. Eiga menn sem hafa kvóta að hafa fullt leyfi til að ráð- stafa honum eitthvert út úr landi eða ekki? I því sam- bandi koma atvinnumál inn í umræðuna? Fiskmarkaður -Þú segist vera raunsæis- maður, hvernig lýst þér á það nýjasta þ.e. fiskmark- að? , „Eg hef enga trú á því, er kannski orðinn of gamall í hugsun, þetta getur kann- ski gengið í sambandi við ýmsar tegundir, sem hægt væri að fá þá meira út úr.“ -Nú eru sjómennirnir spenntir fyrir þessu? „Já, það eru fleiri en sjó- menn sern eru spenntirfyrir þessu. Eg er það ekki ef Grindvíkingar eiga í fram- tíðinni að keyra fisknum sínum inn í Hafnarfjörð eða Reykjavík og kaupa hann svo aftur þaðan.“ -En hvers vegna þá ekki fiskmarkað í Grindavík? . „Eg held a.m.k. að ég haldi að mér höndum alla- vega að svo komnu máli. Enda frekar hlynntur því að einhver kaupi fiskinn beint upp úr bátnum, held- ur en að drösla honum fyrst inn í einhverja byggingu, troða honum þar ofan í kassa og síðan eigi einhver að kaupa hann. Allt kostar þetta peninga og töluvert mikla fyrirhöfn." Helgarfríin -Bötnuðu gæði fisksins með tilkomu kvótans? „Þó það sé ekki mín reynsla varðandi okkar báta, þá held ég þó að gæð- in hafi víða batnað.“ -Myndu gæðin ekki batna enn meira með tilkomu fiskmarkaðar? „Það getur vel verið, en tveggja nátta netafiskur fer ekkert upp úr bátunum á sama verði og næturgamall. Það vitum við og það vita sjómennirnir líka. Þess vegna hef ég sagt að eftir að þeir komu þessum helgarfríum á í mars og apríl, voru þeir að grafa sína eigin gröf. Þetta á ekki við á sama tíma og talið er að það verði að bæta gæðin, að menn séu þá að dæma sig til að vera í landi um helgi. Og það þegar það er blíða og svo er komin bræla þeg- ar menn mega fara út á sjó. Hvað eru þessir menn að gera, þeir mega bara fiska ákveðið magn, þetta mörg tonn. Er það þá ekki hagur þeirra allra að róa þegar hægt er að klára kvótann. En þá er komið inn á stétt- arfélögin og þá er ekki hægt að ræða nein mál af viti. í dag eru tvær gerðir af kvóta. Aflamark og sókn- arkvóti. Bátar sem taka sókn eins og þeir sem við erum með, mega róa 45 daga í mars og apríl, verða því að vera 16 daga í landi. Er það ekki nóg á tveimur mánuðum að vera í landi í 16 daga og menn mættu þá róa alla hina dagana ef hægt er að komast á sjó. En að vera að dæma menn í einhver helgarfrí þar fyrir utan er klikkun. Ég hef ekki trú á að þetta sé vilji allra sjómanna.“ -Hefði kannski átt að endurskoða helgarfríin með tilkomu kvótans? „Það er engin spurning, menn eru að tala um að þeir vilji fá frí eins og aðrir, en þetta gengur ekki á sama tíma og verið er að tala um að bæta hráefni." Sameining- armaður -Ákveðinn sjálfstæðis- maður hér á Suðurnesjum, reyndar Grindvíkingur, hefur rætt mikið um að sveitarfélögin hér á Suður- nesjum verði eitt sveitarfél- ag. Hver er þín skoðun á því máli? „Ég er þeirrar skoðunar að samvinna eigi að aukast. Menn eiga ekkert að vera of viðkvæmir fyrir því og þessi hrepparígur er ekki af því góða, það er mín skoðun. Ig er auðvitað rammur Grindvíkingur, en ég geri mér alveg grein fyrir því að allt hefur breyst og allt færst nær hverju öðru. Og að samvinna á að aukast, það yrði til hagsbóta fyrir alla.“ -Nú eru sveitarfélögin með mörg sameiginleg verkefni og gengur vel t.d. hefur rafveitan fært okkur lægra raforkuverð. Væru þessar einingar ekki dýrari í rekstri ef þær væru sjálf- stæðar í hverju byggðarlagi fyrir sig? „Það hlýtur að vera.“ -Yrði þjónustan þá minni ef SSS sundraðist? „Já, annars á fólk ekk- ert að vera viðkvæmt fyrir þessum hlutum.“ -Ef maður opinberar þessa skoðun hér í Grinda- vík, er maður sagður Kefl- víkingur. Hvað veldur? „Það er þessi hrepparíg- ur sem fyrirfinnst alls stað- ar, en ég held að sé nú á undanhaldi. Ég man nú eftir því þegar við boruðum hér fyrir heita vatninu. Þá vissi enginn hver árangur- inn af því yrði, en þó heyrð- ust raddir hér, þegar farið var að tala um að sameina þetta fyrir öll Suðurnesin, um að við ættum ekkert að vera að því, þetta ætti bara að vera hitaveita fyrir Grindvíkinga, hinir gætu étið það sem úti frýs. Svona raddir eru alltaf til staðar en ég myndi segja að það hafi bara verið glæsilegt hvernig til tókst með hita- veituna og það skuli allir njóta góðs af. Ætli við hefðum ekki ver- ið í hópi þeirra hitaveitna sem eru í vandræðum í dag ef Grindvíkingar hefðu staðið einir af þessu“ sagði hinn hressi og rammi Grindvíkingur Dagbjartur Einarsson að lokum. epj/gv ééééé jaxiætt ízomandí œi. m (JíBííÍLjitLn á árinu ±ssn zx aB tíB a. nýmyno Hafnargötu 90 Sími 1016

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.