Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 49

Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 49
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Frá afhendingu gjafarinnar frá Varnarliðinu í síðustu viku. Almannavarnaæfingin: Ekki tekið á alvar- legustu mistökunum Laugardaginn 15. nóv- ember sl. héldu Almanna- varnir ríkisins fund með aðilum sem tóku þátt í al- mannavarnaæfingunni á Keflavíkurflugvelli í vik- unni áður. A fundinum var rætt um ýmis atriði sem miður fóru í æfingunni. I framhaldi af því hefur nú verið gefin út skýrsla um niðurstöður og kennir þar margra grasa. Þó vekur það athygli að mörg þau atriði sem hvað alvarlegast var litið á sem mistök, eru ýmist ekki tekin inn í mynd- ina eða þá að viðurkennt er að þau séu enn ágreinings- atriði, en þurfi að leysa. Þakkir frá Þroskahjálp á Suðurnesjum Eftirtaldir aðilar hafa fært Þroskahjálp á Suður- nesjum peningagjafir eða styrkt á annan hátt: Minningargjöf um Sigurð Sig- urðsson .......... 35.000 Minningargjöf um Pétur Lárusson.......... 50.000 Andvirði hlutaveltu hjá nemendum í 4. og 5. bekk Myllubakkaskóla ... 72.600 Málning hf. gaf málningu til málunar innanhúss. Lítt’inn hjá Ola gaf sælgæti á jólagleðina hjá Þroskahjálp 11. des. sl. Varnarliðið gaf leikföng og föndurvörur. Stjórn Þroskahjálpar vill færa velunnurum félagsins þakkir fyrir veittan stuðn- ing. Húðflúrstofan: „Reglur frá Reykjavík okkur óviðkomandi” - segir Magnús Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi, en Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur alfarið hafnað beiðni um starfsleyfi stofunnar í síðustu tveimur tölu- blöðum hefur verið um- ræða um ósk um starfsleyfi fyrir húðflúrstofu að Hafn- argötu 20 í Keflavík. Kom fram í fyrra blaðinu að landlæknir legðist gegn slíkri leyfisveitingu vegna ótta við alnæmissmit. Leið- rétti Helgi Aðalsteinsson húðflúrmaður, þetta í síðasta blaði og benti á að hann hefði áður fengið leyfi til að hafa slíka stofu í Reykjavík, og því gætu yfir- völd hér ekki stöðvað hann. Vegna þessa hafði blaðið samband við Magnús Guðjónsson, heilbrigðis- fulltrúa hjá Heilbrigðiseft- Auglýsingagluggi á húðflúrstofunni að Hafnargötu 20 í Keflavík, þar sem Helgi Aðalsteinsson auglýsir TATTOO studeó. Suðurnesja. Hann þetta um málið að irliti hafði segja: „Umsókn Helga var hafnað hér í Heilbrigðis- nefnd Suðurnesja að fengnu áliti Landlæknis- embættisins, sem er æðsta yfirvald í þessum málum hérlendis. Varðandi þær reglur sem Helgi er að tala um, er rétt að minna á, að hér er um að ræða túlkun á reglugerð sem Hollustu- vernd ríkisins og Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkursvæð- isins hafa gefið út, hvort í sínu lagi. Þessar reglur eru okkur alveg óviðkomandi, við höfum okkar og þeir sínar. Reglur sem þessar hafa ekkert lagagildi, þar sem staðhættir eru mismunandi milli umdæma. Þar að auki eru þessar reglur gefnar út áður en umræðan um al- næmi verður svona mikil og nú er. Sjálfsagt hefðum við ekki getað bannað þetta, ef sú umræða hefði ekki komið til“, sagði Magnús að lokum. - epj. Að sögn viðmælenda blaðsins eru mikil von- brigði hjá aðilum hér syðra með að ekki skyldi vera tekið af meiri festu á þeim málum sem miður fóru. Ótt- ast menn að framvegis fáist menn ekki til að taka þátt í æfingum sem þessum, verði ekki gert betur. - epj. Heimsóknartímar um jól og áramót Aðfangadagur ....... kl. 18-21 Jóladagur .......... kl. 14-16 og kl. 18.30-19.30 Gamlársdagur ....... kl. 18-21 Nýársdagur.......... kl. 14-16 og kl. 18.30-19.30 Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs GRINDAVÍK Afgreiðslutími vinnumiðlunar Skrifstofa vinnumiðlunar- og atvinnu- leysisskráningar er opin alla virka daga frá kl. 9-12. Afgreiðslustaður er á skrifstofu bæjar- tæknifræðings að Hafnargötu 7. Bæjarstjóri Sendum viðskiptavinum okkar og öðrum Suður- nesjamönnum bestu óskir um GLEÐILEG JÓL - FARSÆLTNÝTTÁR með þökk fyrir viöskiptin. Hárgreióslustofan £Uaans Vatnsnestorgi Tímapantanirí s.4848
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.