Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 35
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ
Ég tók þátt í leiknum og fékk þar örlaga-
byltu. Fór úr lið um vinstri olnboga. Við kippt-
um strax í liðinn en þar sem ég var i ábyrgðar-
starfi taldi ég rétt að fara til læknis. Þá vill svo
illa til að tveir ungir læknar sem voru starfandi á
Akranesi voru farnir í páskafrí. Ég þurfti því að
fara til gamla héraðslæknisins, sem var kominn
yfir sjötugt, orðinn sjóndapur og farinn að tapa
tilfmningu. Hann lítur á olnbogann og segir
hann örugglega brotinn. Bindur um handlegg-
inn með spelkum og sendir mig svo heim.
Gamli maðurinn gerði sér örugglega ekki grein
fyrir því að þetta átti hér um bil eftir að ganga
frá mér dauðum. Spelkurnar þvinguðu mig og
ég bólgnaði allur upp og varð helblár á nær hálf-
an skrokkinn. Það var kallað í hann og hann
kom margoft en allt kom fyrir ekki. Þetta end-
aði með því að ég var sendur með fyrstu ferð á
spítala til Reykjavíkur en það var á þriðja í
páskum. Spelkurnar voru búnar að særa og
stöðva blóðrás til handleggsins. Þær voru svo
strax teknar af mér er ég kom suður en senni-
lega hafði ég aldrei komist eins nálægt því að
komast í aðra veröld" segir Jón og sýnir mér
handlegginn á sér. „Læknir sem skoðaði á mér
hendina nýlega sagði við mig að þetta hafi verið
„tvöfalt slys“ eftir að ég hafði sagt honum alla
söguna; í fyrsta lagi að fara úr liði og í öðru lagi
að lenda hjá lækni sem vissi ekki hvað gera
þurfti.“ Jón verður hljóður aftur í smástund,
strýkur hinni hendinni yfir handlegginn eða
„garminn" eins og hann kallar’ann núna. Segir
svo: „Mér var greinilega ekki ætlað að vera sjó-
maður.“
í tvö ár undir læknishendi
Næstu tvö árin var Jón í læknismeðferð, ann-
an hvern dag. Hann lét þó þetta óhapp ekki
aftra sér frá því að ganga á fund Jónasar frá
Hriflu sem þá var skólastjóri Samvinnuskól-
ans til að sækja um skólavist. Námið tók tvö ár
og á sumrin vann Jón hjá ættingja sínum sem
átti Hótel Valhöll á Þingvöhum, sem þá var
aðal ferðamannastaðurinn á íslandi. Sá þar um
skrifstofuhald og var jafnframt stöðvarstjóri
Pósts og síma á staðnum. Eftir námið fór Jón til
Danmerkur til aðgerðar á hendinni. Höfðu sin-
ar þá gengið mikið saman enda hafði Jón verið
meira og minna með hendina í fatla í tvö ár.
Vildu dönsku læknarnir að Jón fengi gervi-
hendi, en það vildi hann ekki og var þá hendin
löguð þannig til að hún gat nýst Jóni til að styðja
við ýmsa hluti t.d. við skriftir. Fingurnir voru
jafnframt hafðir bognir, þannig komu þeir að
nokkrum notum. „Ég vildi fyrir alla muni
halda garminum“ segir Jón, „og hann er búinn
að vera mér betri en enginn.“
Símstöðvarstjóri í Keflavík
-Forlögin sáu til þess að þú yrðir ekki sjó-
maður. Hvað tók við að þessu loknu?
„Eftir þriðja sumarið mitt á Þingvöllum
ræðst ég til Óla Gvendar, sem kallaður var, hér í
Keflavík. Hann rak þá verslun hérna. Eftir
nokkra mánuði fékk ég síðan verslunarstjóra-
starf í nýrri matvöruverslun í Reykjavík, sem
nefndist Dagsbrún. 1. desember 1940 hófégsíð-
an störf sem símstöðvarstjóri í Keflavík. Fyrstu
2 árin í forföllum Sverris Júlíussonar, þáver-
andi símstöðvarstjóra, en hann kom ekki aftur
þannig að ég hélt starfi áfram. Þetta starf bauðst
mér af því að Guðmundur Hlíðdal, Póst- og
símamálastjóri, vissi að ég hafði verið stöðvar-
stjóri á Þingvöllum, og bauð hann mér því þetta
starf."
-Þú flytur til Keflavíkur enn á ný. Urðu ekki
miklar breytingar í símamálum á þessum árum?
„Það urðu miklar breytingar um og eftirstríð
og ekki bara í símamálum. Atvinna jókst og
fólk hafði meiri peninga á milli handa. Og meí
al þess sem það veitti sér var sími. Ég fékk íbúð í
pósthúsinu til að byrja með en hún var fljótt
tekin í notkun undir starfsemina því umsvifin
jukust ört. Þegar ég kom hingað fyrst var eitt
skiptiborð fyrir 100 númer en 78 símar í
notkun. Allt handsnúið ef svo má segja, engin
hringingamótor. En þetta smá þróaðist allt
saman. Stærsta vandamálið var þá þetta línu- .
spursmál. Allar símalínur voru í loftinu en á ‘
þéssum árum var byrjað að grafa niður strengi.
Margir fengu svokallaðan Bretavír til að ná
sambandi við Pétur eða Pál. Þetta var vír frá
hernum sem lagður var ofanjarðar ef ekki var
hægt að hengja hann i staura.“
Sjálfvirk símstöð 1960
-Ef ég spyr þig næst út frá byggðapólitík,
hvernig stóðu þessi mál í Keflavík þegar þú
tókst við stöðinni?
„Þegar ég byrja hér er Keflavíkurstöðin, eins
og svo margt hér á Suðurnesjum, vanmetin.
Framkvæmdir voru hamlaðar. Þess vegna var
Keflavíkurstöðin langt fyrir neðan það að vera
meðalstöð. Þó var hún í svokölluðum B-flokki.
Og þegar fyrst var farið að ræða um sjálfvirkni í
stöðvarnar var Keflavík á áætlun á eftir byggð-
arlögum eins og Vestmannaeyjum, Akranesi,
ísafirði og fleiri stöðvum. En þróunin og fólks-
fjölgun varð meiri hér en á þessum stöðum og
þörfin því miklu meiri.“
-Hvernig endaði svo kapphlaupið um sjálf-
virknina?
„Við unnum sigur ef svo má segja. Stöðin
varð sjálfvirk árið 1960, á undan áðurnefndum
byggðarlögum. Það tókst en það þurfti harð-
fylgni til. Það sem mest skorti auðvitað á þess-
um tíma var fjármagn. Þá datt mér í hug að
senda símanotendum bréf með spurningu um
það hvort þeir væru tilbúnir að leggja fram fé
gegn skuldabréfi ef þurfa þætti og skyldi notast
til að ýta á þetta mál. Með þessu var hægt að
sýna fram á vilja og þarfir fólksins. Þetta gaf
góða raun, margir lögðu málinu lið og það varð
ofan á að við fengum sjálfvirkni svo fljótt."
-Var þetta ekki algjör bylting?
„Jú, við vorum fyrsta stöðin sem fékk sjálf-
virkt val við Reykjavíkur og Hafnarfjarðarkerf-
ið sem var sameiginlegt kerfi. Og þá upplifði ég
einn erfiðasta tímann á mínum starfsferli. Það
var að tala við fólk sem hafði talað of lengi
og fékk því háa símareikninga. Fólk gerði sér
ekki grein fyrir því hve sjálfvirka stöðin var fljót
að keyra inn kostnað. Það hafði ekki næga sjálf-
stjórn í símanotkun og kom því í koll.“
Formaður símamanna í 29 ár
1. janúar 1977 sagði Jón upp starfi sínu hjá
Pósti og síma, starfaði þó til 20. apríl 1977 á
meðan beðið var eftir nýjum manni í starfið en
við því tók Björgvin Lúthersson. Jón hafði því
að baki 37 ár sem stöðvarstjóri að tímanum á
Þingvöllum meðtöldum. En það er ekki hægt að
skilja við starf Jóns hjá símanum án þess að geta
29 ára formennskuferils hjá Félagi símstöðvar-
stjóra. Hann þurfti því ekki bara að heyja bar-