Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 6
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir orðvar----------- „Frá fermingu níræðs“ Það getur verið þarfleg og skemmtileg tilbreyting að bregða sér í spilavist með sér eldri borgurum á fimmtudagskvöldum öðru hvoru. Þessir öldruðu eru allt frá fermingu til niræðs. Spilamennskan virðist vera nánast auka- atriði hjá mörgum. Aðal- atriðið er að sýna sig og sjá aðra, sem rauna er full- gild ástæða til að mæta á staðinn. Umræður yfir spilunum eru fjörugar og snúast um allt milli him- ins og jarðar, frá barna- barnabörnunum upp í heilsurækt og mataræði. Þó hér sé samhentur hóp- ur, sem þekkst hefur ára- tugum saman, er alltaf einn og einn sem sker sig úr, sem betur fer. Þetta fimmtudagskvöld vakti einna mesta athygli maður um 75 ára gamall, snaggaralegur og þráð- beinn í baki. Hann var ný- kominn í hóp hinna öldr- uðu og hafði enn rangt við í spilunum. Hann kvaðst hafa unnið fulla vinnu þangað til fyrir 5 mánuðum, að hann fékk einhver ónot fyrir hjartað og varð að hætta störfum þess vegna. Einhverra hluta vegna fannst honum, að hann ætti ekki heima innan um þessi gamalmenni, eins og hann orðaði það. Gerði þetta fyrir konuna sína, sem er 7 árum yngri, hafði meira að segja ekki sleppt úr einni samkomu síðan hann byrjaði á þessu. Nú var hann ákveðinn í að kaupa trillu í vor og róa á handfæri í sumar. Með ógurlegri hægri handar sveiflu tók hann síðasta slaginn í grandslemmu. Meðan beðið var eftir að spilið kláraðist á hinum borðunum, lýsti hann því yfir að það ætti ekki við sig að vera í föndri, dansi og bingóspilamennsku um hábjartan daginn, þegar aðrir væru að vinna. Mót- spilari hans, talsvert yngri kona, sussaði nú á hann og sagði honum móðurlega að æsa sig ekki svona. Hann þyldi ekki alla þessa karlrembu eins vel og áður. Stóð hann þá upp og færði sig að næsta borði. Þar byrjaði hann strax að kvarta yfir því að taiað væri við sig núorðið eins og hann væri smákrakki, eða í 3. persónu. Seinna um kvöldið sagði konan hans að hann léti alltaf svona, en þetta væri í fyrsta skipti á ævinni, sem hann tæki þátt í einhverju félagsstarfi, og venjulega ætti hann frumkvæðið á að fara eitthvað núorðið. Kannski má hann ekkert vera að því að róa á trill- unni í vor fyrir spila- mennsku. Það var enginn asi á spilafélögunum í leikslok. Fólkið ræddi í rólegheitum um væntanlegt jólahald, til eða 50-60-70 ára jóla- minningar, sem greinilega eru skýrustu æskuminn- ingar flestra. Sá sem hlust- ar, skynjar fljótt í þessum félagsskap, að Ieikföng og glysvarningur er ekki ofar- lega á jólaóskalistanum, heldur eftirvænting eftir umhyggju og hlýju vina og ættingja sem helst láta hana aðeins í ljós einu sinni á ári - á jólunum. Trúlega gæti langömmu og langafa þótt meira til um innilega væntumþykju, auðsýnda öðru hvoru með litlum kossi á kinnina og hlýlegu faðmlagi, heldur en öll önn- ur auðæfi heimsins. Hverju sem ár og ókunnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. D. Sl. ORÐVAR Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Daihatsu- og Honda- umboðið við Reykjanesbraut Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum samstarfið á árinu. Lögfræðiskrifstofa Inga H. Sigurðssonar Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Hár-Inn, Hólmgarði 2 Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Hárgreiðslustofan, Suðurgötu 33 Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu. Klippótek, Hafnargötu 23 Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Húsgagnaverslunin Útskálar hf. Allt í jólamatinn frá SPARKAUP 09 N" ^y\ 0950 6W Úrvals NAUTAKJÖT ÚR KJÖTBORÐINU: Mikið úrval af fersku kjöti og réttum tilbúnum í pottinn eða á pönnuna. H*Ni r/£> 03 '’<»Sðð°s KONFEKT í úrvali E ins og venjulega - allt á hagstæðu verði. jólaölið með 10% afslætti. Velkomin í SPARKAUP - alltaf í leiðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.