Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 56

Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 56
JÓLABLAÐ VIKUR-fréttir Þeir bræður Kristinn (t.v.) og Sveinn Árnasynir, eru báðir vistmenn á Garðvangi. Garðvangur allur hjúkrunardeild? „Deildin fyrir sjúka aldraða var viðurkennd l.janúarl985 með 20 rúmura. Síðan hefur það gerst, að þrengsli á öldrunar- deildum orsökuðu það að þegar á fyrsta ári vorum við komnir með átta aðila inn á öldrunardeildir, sem tvímæla- laust áttu heima á hjúkrunar- deildum. Fórum við fram á aukningu miðað við 1. jan. 1986 um átta rúm, og fengum hana. En þróunin er öll í eina átt og hún er sú, að Garðvangur verði allur hjúkrunardeild, því við getum ekki losnað við nokkurn mann, og þá er ekki nokkurt vit í öðru, ef orða má það þannig, því þegar við erum komin með á öldrunardeildir fólk sem þarf miklu meiri umönnun er daggjöld þeirra deilda gefa til kynna, en að sækja um þóknun í samræmi við þá umönnun sem þar er um að ræða“. Sjúkir aldraðir „Við stöndum frammi fyrir því að sjúkum öldruðum fjölg- ar gífurlega eins og raun ber vitni. Erum við því í þeirri að- stöðu hér á Suðurnesjum, að við verðum að koma þessu fólki einhvers staðar fyrir, eða segja einfaldlega: við getum ekkert fyrir ykkur gert og þið verðið áfram heima. Aðstæður eru aftur á móti víða þannig, að þetta er ekki orðin spurning um það, hvað aðstandendur geta gert. Þá skortir alla faglega kunnáttu til að annast þetta fólk og þrátt fyrir að heimahjúkrun sinni þessu prýðilega, getur þar aldrei orðið um sólarhrings- þjónustu að ræða, eins og margt af þessu fólki þarf". Byggingamál „Mín skoðun er sú, að það hafi verið rangt að fara ekki út í kaupin á Víkurbæjarhúsinu í vetur. Þar hefði verið hægt að koma 40 manns fyrir. Hægt var að hafa val um það, hvort þarna yrði um að ræða sjúka aldraða, eða hvort þar hefði verið um að ræða öldrunar- deild og þá stækka hjúkrunar- deildina á Garðvangi í staðinn. Ég held að við fáum aldrei annað eins fjárhagslegt dæmi upp í hendurnar eins og okkur stóð þarna til boða, og ég held að það hafi verið rangt að skoða ekki Víkurbæjardæmið betur. Það hefur verið rætt um byggingu í nokkur ár, því þessum hópi hefur fjölgað á Suðurnesjum eins og víða annars staðar. Rætt hefur verið um byggingu öldrunar- deilda og hafa ýmsir staðir verið nefndir í því sambandi. Þó hafa flestar þær umræður byggst á því að næsta bygging ætti að vera á Keflavíkur/ Njarðvíkursvæðinu. Það hafa verið nefndir staðir í Keflavík og Njarðvík, en engin ákvörð- un hefur verið tekin um þetta ennþá. Jafnframt hafa verið uppi umræður um stækkun Hlévangs. Sú stækkun er vel fram- kvæmanleg, þetta er aðeins spurningin um það, hve stóra einingu menn eru að tala um. Lóð Hlévangs hefur auðvitað takmarkaða stærð, en vel er framkvæmanlegt að byggja við Hlévang". Aðstöðumunur Hlévangs/ Garðvangs „I dag er enginn aðstöðu- munur á þjónustu Garðvangs og Hlévangs, helsti aðstöðu- munurinn er, eins og ég gat um hér að framan, varðandi stiga hússins. Að öðru leyti er þjón- ustan sú sama á báðum heim- ilunum. Hlévangi er sinnt af lækni heimilisins eins og Garð- vangi og hjúkrunarfólkið er reiðubúið að grípa inn í á Hlé- vangi eins og á Garðvangi, enda ráðið hjá stofnuninni í heild“. Þjónustuhópur aldraðra ,,I dag er nær fullur jöfnuður milli sveitarfélaga, en þau eiga vistpláss í hlutfalli við eign í heimilunum, öll sveitar- félögin 6 á Suðurnesjum, nema Grindavík. Er það þjónustu- hópur aldraðra sem hefur um- sögn og umsjón með þessum málum á svæðinu. Er sá hópur Úr matsal Garðvangs. - Óskar Böðvarsson (t.v.) og Skúli Oddleifsson. umsagnar- og tillöguaðili til dvalarheimilanna um hver skuli hljóta vistun næst“. Félagasamtök og almenningur „Félagasamtök, hópar og einstaklingar hafa mörg hver staðið mjög vel að baki dval- arheimilanna og þeim ein- staklingum sem þar eru. Af fjöldamörgum samtökum á svæðinu hefur stofnuninni verið sýnd mikil ræktarsemi með framlagi til afþreyingar og skemmtunar fyrir vist- menn. Hygg ég að í sambandi við svona starfsemi sé ekki á neinn hallað þó ég geti sérstaklega Lionsklúbbs Njarðvíkur, sem öll þessi ár hefur reglulega komið og haldið uppi spila- kvöldum hjá stofnuninni. Fleiri aðila mætti tína til. Kvenfélagið Gefn í Garði hefur verið með regluleg skemmtikvöld á dvalarheim- ilunum. Þá má nefna að 15 félaga- samtök hér á Suðurnesjum komu sér saman um að gefa 15 sjúkrarúm, sem var stór gjöf til hjúkrunardeildarinnar, Lions- klúbbar og Kiwanisklúbbar hafa geftð tæki, gjafir og pen- inga. Þá vil ég síðast en ekki síst alls ekki gleyma þeim einstakl- ingum sem lagt hafa alveg ein- staka rækt við heimsóknir bæði til sinna nánustu og oft á tíðum miðlað mikilli ánægju til þeirra sem kannski ekki hafa átt jafn auðvelt með að fá heimsóknir. Er mikil ástæða til að þakka þessum aðilum sér- staklega fyrir hvernig þeir hafa staðið að þessu“. Gott starfsfólk „Að lokum vil ég bæta því við, að það hefur verið happ dvalarheimilanna, og undan- skil eðlilega sjálfan mig, að það hefur haft alveg gífurlega sterkan og góðan kjarna starfs- fólks. Eru ótrúlega lítil manna- skipti hjá stofnunni og held ég að í þessi störf veljist ekki nema fólk sem hefur það sem þarf að hafa í svona þjónustu- þætti, hitt hættir mjög fljótt", sagði Finnbogi Björnsson að lokum. - epj. Séra Þorvaldur Karl Helgason ásamt dóttur sinni á tali við Rann- veigu Magnúsdóttur og Gunnar Jónsson. Finnbogi Björnsson ásamt hluta starfsfólks Hlévangs. F.v.: Auður Guðmundsdóttir, Anna Frímannsdóttir og Hólmfríður Björnsdóttir. íbúð óskast Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð til leigu frá áramót- um. Upplýsingar í síma 1555.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.