Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Side 25

Víkurfréttir - 18.12.1986, Side 25
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ klára næsta vor.“ -Hvað svo? „Það er nú enn óráðið. Ég hef hug á að fara í háskóla í Kanada, nokkurs konar akademíu. Konan mín er kanadísk og þar sem ég hafði hug á námi erlendis var kjörið að reyna við Kan- ada í þeim efnum. Ég er bú- inn að sækja um landvistar- leyfi og ef ég fæ það kemst ég inn í skóla eins og innfædd- ur því konan mín er kana- dískur ríkisborgari. Það munar miklu í skólagjöld- um ef það tekst og því allt í lagi að kanna málið.“ Sorglegar myndir á fyrstu einka- sýningunni -Hvernig hefur gengið að vinna að listinni með nám- inu?, „Ég var farinn að gera myndir löngu áður en ég fór í MHÍ og hélt mína fyrstu sýningu í nóv. 1984, sam- sýningu með Magga Páls. Við skelltum okkur í þetta í miðju verkfalli opinberra starfsmanna. Héldum sýn- inguna í Grágás, nefndum hana „Svart-hvítur vetur“ og gekk bara vel. Það komu yfir 100 manns. Við sýndum einungis svart-hvítar mynd- ir og það var svolítið þungt yfir henni ef svo má segja.“ -Er það þinn stíll? „Að vissu leyti, já. Ég hef verið svolítið gefinn fyrir þungan stíl, grófa hluti.“ „Þetta voru daprar myndir, sorglegar. Sumir gestanna fóru hér um bil að gráta“ skaut Böddi inn í samtal okkar. En Þorri hélt áfram: „Ég hef nú létt á mér í seinni tíð^ sérstaklega í grafíkinni. Ég nýt þess að hvíla mig frá grófleikanum og gera léttar myndir, enda virðast þær höfða vel til fólks í dag.“ -Þú hélst svo þína fyrstu einkasýningu í haust? „Já, ég hélt sýningu hér í Innrömmun Suðumesja 20- 21. sept. Uppistaðan af þeim myndum voru myndir sem ég gerði í sumar, málverk og teikningar. Ég hef ekki get- að málað mikið með skólan- um en í sumar tók ég mig til og málaði í fyrsta skipti að einhverju ráði í olíu.“ -Var einhver ein „lína“ ráðandi á sýningunni, eitt- hvað sem þú tókst sérstak- lega fyrir? „Nei, þetta var ekki heil- steypt sýning þannig lagað. Ég kom víða við, ég er ekki ennþá búinn að mynda mér einhvern ákveðinn stíl, er að garfa í hinu og þessu. Það er alltaf viss hætta á stöðnun ef maður hættir að leita.“ -Hvernig gekk svo sýn- ingin? „Hún gekk mjög vel. Það komu um 130 gestir þessa tvo daga og ég seldi 20 myndir.“ Dellukarl Þó Þorri sé nú gefinn myndlistinni af lífi og sál þá er hann dellukarl og gerir ýmislegt fleira. „Ég les mik- ið, fer í bíó og leikhús, er mikill sportari í mér og hef gaman að íþróttum. Svo glápi ég mikið á sjónvarp og finnst líka gott að fara út að borða og drekka rauðvín." -Það virðist fylgja lista- mönnum að vera öðruvísi en aðrir, hreinlega skrítnir að manni finnst. Ert þú skrít- inn Þorri? „Það getur verið misjafn skilningur í orðinu skrítinn. Ef þú ert að meina að ég sé einn af þeim sem ganga með kringlótt gleraugu, hár nið- ur á herðar og klæða sig skringilega, þá_ er ég ekki einn af þeim. Ég hef engan áhuga á að vera eins og Hittumst hress á nýja árínu, VÍKUR-fréttir gangandi jólatré. Það er ekki það sem skiptir máli heldur hvað maður gerir.“ -Ætlarðu þér stóra hluti í framtíðinni? „Ég vil nú ekki spenna bogann of hátt. Það er ekki gott að segja hvað framtíðin ber í skauti sér, og kannski sem betur fer. Þó ég fari út hef ég mikinn áhuga á að rækta hið norræna í mér, liti og birtu sem við erum vön hér á Islandi. Ég er þó viss um eitt; ég á örugglega mín bestu verk eftir ógerð. - pket. Máele heimilistæki Philips - Hoover Mrhit=t=t=iFi SKfk borvélar og verkfæri Ljósakrossar ó leiði og f jólaljósum. - Ljós inni < HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI Einstaklega vinsæl friðar- og jólaljós - fóst aðeins hjó okkur. Sjón er sögu ríkari. Gefið góðar gjafir. Næg bílastæði. VERSLIÐ VIÐ FAGMANNINN - ÞAR ER ÞJÓNUSTAN - R.Ó. RAFBÚÐ Hafnargötu 44 - Keflavík - Sími 3337

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.