Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 50

Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 50
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir „Mikill þrældömur á upphafsárum togaraútgerðar“ Hjörtur Þorkelsson, rúmlega níræður vistmaður á Garð- vangi, rifjar upp fyrir Víkur-fréttir sögur frá upphafsárum togaraútgerðar hár á landi, Blöndahls-slagnum og leiðsögn með björgunarmenn í gegnum skerjagarð á Mýrum Þeir eru ekki margir í dag sem muna hvert ár lífs síns, og enn færri sem komnir eru jafnvel á tíunda áratuginn. Einn þessara manna sem man alla sína bernsku er HJÖRTUR ÞORKELSSON, netagerðarmeistari, síðast til heim- ilis að Heiðarvegi 6 í Keflavík, en nú vistmaður á Garðvangi í Garði. Þegar rætt er við Hjört um atburði á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar, man hann þá næstum eins vel og þeir hefðu gerst í gær. Þessi aldna kempa sem við rekjum úr garnirnar í þessu blaði, hefur frá mörgu að segja, enda komið víða við og hlotið viðurkenningar, s.s. æðstu orðu Frakklands og heiðurspening Sjómannadagsins í Keflavík. Hjörtur er fæddur 1896 að Ölversstöðum í Borgarfirði. Hann fór sína fyrstu sjóferð er hann flutti til Akraness um aldamótin. Síðan átti sjómanns- starfið eftir að vera hans helsta lífsviðurværi um ævina eða þjónustustörf við útgerðarmenn. I upphafi viðtalsins rekur Hjörtur uppvaxtarár sín og við gefum honum því orðið: Blöndha AlÞ##unokkutiwu RJUtJiri: Stefán PétumOB, atí»t}órn og aígreiðsla 1 Al- þýfJuhöstnu vlö Hverfiegðtu. Simar rítatjdmar: 4901 oc ASI0ASTUÐNUM VBTRI birtist i 2. tolyblaði (,VÍ«nunnar^' trá&ögn af Blön- dalsslagnum 1923. Grein þeaai, sem er hín nujrkilugastu, er sjáaalega skrifuð af einhverj- ura þeirra manna, scm framar- lega hafa staðið í átökunum og undirbáningmim undir slagínn. Grcinin iyslr aðdragandanum og atburðunum írá sjóniirsvíðí þeirra, sem forustuna höfðu. Undirritaður var einn af þerm, sem vtiru mcð ♦ ílagnum, og þar sem slagurinn var eldl- vígsia hans í verkalýðsbarátt- unn'u hefur hann bu^safi oftar um þennan atburð úr tífi sínu heldlur en flesta aðra, og alið um iangan tima þá hugmynd í brjóstl að iýs«í á opútberum vettvangi áiökunura oíoa „Sjö ára gamall fór ég fyrst í sveit, þá að Hóli í Norðurárdal. Sumarið eftir var ég að Kópareykjum í Reykholtsdal og næsta ár að Búrfelli í Hálsasveit. Fékk ég alls staðar það hlutverk að passa krakka. Tíu ára gamall fékk ég svo að sitja um fé að Hraunási og árið eftir í Hvítársíðu. Tólfta árið mitt, það sama og kóngurinn kom (1907) þorði ég ekki að fara í sveitina, því mér var sagt að þar væri svo mikill skógur að ég myndi tapa rollunum. En 1910 fór ég á skútu, Grétu gömlu, og var á henni um vorið og fram á haust að úthaldinu lauk. Næstu tvö ár á eftir var égá skútunni Keflavík. 1914fór ég síðan til Sandgerðis til Einars gamla útvegsmanns þar, en skipstjóri var þá Arsæll Þorsteinsson. Þá um sumarið fór ég austur á Norðfjörð, en einmitt það sumar hófst fyrri heims- styrjöldin. Þetta ár komu til lands- ins þrír togarar, þeir Rán, Víðir og Ymir. Réðist ég ári síðar á Rán og var á honum í þrjú ár. Síðan tvö ár á Snorra Sturlusyni og næstu átta árin á Geir. A þessum árum átti ég víða heima, m.a. í Reykjavík, en eftir vistina á Geir fluttum við upp á Akranes á ný og þar keypti ég mér trillu sem ég reri á meira og minna öll sumrin fram til ársins 1947, að ég flutti til Keflavíkur. Að vísu stundaði ég síldveiðar á þessum tíma í sex sumur, þrjú þeirra á Olafi Bjarna- syni og önnur þrjú á Eldborginni. Bæði þessi skip voru aflahæst þau sumur sem ég var þar um borð. Milli þess sem ég var til sjós vann ég við netabæt- ingar og fékk að lokum meistarabréf í iðninni. Eftir að ég kom til Kefla- víkur starfaði ég fyrst þar sem nú er Litla milljón, við frystihúsastörf. Síðan hitti Ragnar Guðleifsson mig og þar sem hann vissi að ég var netamaður, bauð hann mér að sjá um veiðarfæri togar- ans Keflvíkings, í landi. Var ég við það starf þar til togarinn var seldur burtu. Að því loknu fór ég í fisk- vinnu hjá mönnum eins og Lofti Loftssyni og Mar- geiri Jónssyni, og hellti mér svo alfarið í netavinnu, snurvoðabætingar, neta- fellingar og fleira“. Árásin á Ránina - Hefur þú aldrei komist í hann krappan á þessum árum? „Nei. Þó réðust Þjóðverj- ar í stríðinu á Ránina er hún var á leið í söluferð til Eng- lands. Eg var ekki um borð í þeirri ferð. Skutu þeir á skipið, þó ekki alvarlega, og tóku það, en slepptu aftur með því skilyrði að skipið fiskaði ekki aftur fyrir Englendinga. Var ástæðan sú að skipið var þýskættað og því var Rán- inni sleppt. Var staðið við þetta allt fyrra stríðið. Urðu þeir að yfirgefa skipið um tíma, flýttu sér svo mikið í burtu á léttbátnum að tveir skipshundar urðu eftir um borð í togaranum. Vældu þeir svo mikið, að skip- verjar sneru bátnum við og tóku þá um borð. Þá gerðist það einu sinni á sama skipi að maður sem var á vakt í brúnni á Rán- inni, er við vorum í aðgerð, sofnaði, og hefðum við trú- lega siglt upp í Látrabjrgið og strandað þar, ef meistar- inn hefði ekki komið upp í brúna í tæka tíð. En þetta var nú á þeim tíma þegar engin vökulög voru í gildi. Einnig gerðist það einu sinni að ég ætlaði að skipta um skipsrúm og var kominn með fötin mín um borð, að ég hætti við og sótti fötin aftur í togarann. Hann fórst síðan í þessari veiði- ferð“. Mikill þrældómur - Var ekki mikill þræl- dómur á þessum upphafs- árum togaraútgerðar hér á landi? „Jú, það var það náttúr- lega. Karlarnir voru látnir halda áfram þangað til þeir gátu ekki meir. Voru jafn- vel orðnir svo slæmir að þeir hentu fiskinum út fyrir eða fram í kassa í stað þess að láta hann í vöskunar- portið. Einnig voru þeir vegna þreytu farnir að skera hingað og þangað í fiskinn. Þegar svo var komið fengum við að vera niðri í 5 tíma, þ.e. af því fór tími í að sofna svona þreytt- ir, og vakna aftur. Einu sinni vöktum við í þrjá sólarhringa í miklum afla á Ráninni fyrir vestan, og fylltum síðan skipið eftir tvo sólarhringa í viðbót (í sama skptið og þeir voru nærri búnir að sigla upp í Látrabjargið)“. Blöndahls- slagurinn - Tókstu þátt í verkalýðs- baráttunni á þessum tíma? „Já, svolítið“. - Manstu ekki eftir ein- hverjum skemmtilegum at- vikum frá þeim tima? „Jú, jú, t.d. Blöndahls- slagnum, sem átti sér stað 1923. Snerist hann um tog- arana Gulltopp og Glað, sem báðir áttu aðfara til Hjörtur viö rattið úr lcttbátnum frá Pourquoi Pas?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.