Víkurfréttir - 18.12.1986, Blaðsíða 39
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ
önnur áhugamál en skák-
ina, en sagðist þó gefa sér
tíma af og til að fara í leik-
hús, á skemmtistaði eða
fara í fótbolta með kunn-
ingjunum. „Efáranguráað
nást, þá þarf maður að
liggja yfir þessu og ég nota
því mikinn tíma í skák-
rannsóknir og skoða það
nýjasta sem fram hefur
komið í byrjunarfræðun-
um. Auk þess er ákaflega
mikilvægt að tefla mikið á
mótum gegn sterkum skák-
mönnu til að fá ákveðna
reynslu og þekkingu.“
Það kom fram hjá Björg-
vini að skákmönnum gengi
stundum illa að tefla gegn
ákveðnum skákmönnum,
jafnvel þó styrkleiki þeirra
væri svipaður og töpuðu oft
mörgum skákum gegn
sama manni í röð og kost-
aði það stundum mikil átök
að snúa því dæmi sér í hag.
Hann hefði sjálfur til að
mynda átt frekar erfitt upp-
dráttar gegn Halldóri G.
Einarssyni og tapað mörg-
um skákum gegn honum
áður en blaðinu hefði verið
snúið við.
Fyrri skákin sem hér fer
á eftir er nýjasta viðureign
þeirra félaga. Björgvin
skýrir skákina:
Skákin er frá næstsíðustu
umferð á afmælismóti Tafl-
félags Kópavogs sem
félags Kópavogs sem hald-
ið var 22. og 23. nóvember
s.l. Skákin var ekki tefld
með fullum kappskákar-
tíma, heldur var keppnis-
tími hvors keppanda um sig
einskorðaður við hálftíma á
alla skákina. Fyrir þessa
viðureign eygðu báðir
keppendur möguleika á
verðlaunasæti. Teflt var eft-
ir svokölluðu Monrad-kerfi
þar sem síðustu umferðirn-
ar eru mikilvægastar.
Fjöldi keppenda var með
sömu vinningatölu og við.
Báðir þurftu því nauðsyn-
lega á vinningi að halda.
Taflmennska beggja var
því afar villt. Eftir 25 leiki
kom þessi staða upp:
Hvítt: Björgvin Jónsson.
Svart: Halldór G. Ein-
arsson.
Hvítur hafði nokkrum
leikjum áður leikið riddara
til d5, sem svartur drap með
e6 peði og hvítur til baka
með e4 peði. Við þetta opn-
aðist e-línan og svartur hef-
ur misst hrókunarréttinn.
Svartur má hinsvegar
engan tíma fá, því hann
hótar einfaldlega að létta á
stöðunni með 26. ... Hxc3
og skipta síðan einnig upp á
biskupum og svo... gxh6 og
vera einfaldlega manni yfir
þar sem sókn hvíts væri
runnin út í sandinn.
Önnur hótun svarts er
26. ... gxh6 ásamt Hg6 en
þá eru allir menn svarts
orðnir vel virkir og kóngur-
inn kemst í öruggt skjól á
g8-
26. De2!
Biskupinn á d4 er frið-
helgur vegna mátsins á e7
og hrókurinn á c3 vegna
mátsins á e8. Hvítur hótar
nú 27.Bxf6 og síðan Hxc8
og því næst máti á e7 - t.d.
26....Hb8, 27.Hb3 - Dc7,
28.Hxb8 - Dxb8, 29.Bxf6 -
gxf6, 30.De7 mát.
b) 26....Rc5, 27.Hxc5!
Gleðileg jól
Gott og farsœlt
komandi ár.
Þökkum uiöskiptin á liðna árinu.
Samvinnubankinn og
Samvinnutryggingar
Keflavík
GRÁGÁS HF.
og starfsfólk
sertdir öllum Suðurnesjamönnum
bestu óskir um
GLEÐILEG JÓL, GOTT OG
FARSÆLT KOMANDI ÁR.
Þökkum samskiptin á árinu
sem er aö liða.
KEFLA
VÍKUR
VERKTAKAR
senda starfsmönnum sínum,
viðskiptamönnum og öðrum
Suðurnesjamönnum
bestu óskir um gleðileg jól,
gott og farsælt komandi ár,
með þökk fyrir samstarfið
á árinu sem er að liða.