Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Page 12

Víkurfréttir - 15.12.1988, Page 12
wicur JÓLABLAÐ 1988 S. Björgvinsson hf.: Verslun og viðgerðir S. Björgvinsson er nýtt fyr- irtæki, sem opnað hefur versl- un við Hafnargötu í Keflavík. Eigendur eru þeir Steinar Björgvinsson og Sigurður Björgvinsson og verða þeir með viðgerðir og söiu á tækj- um fyrir skrifstofur og fyrir- tæki. Eru þeir félagar með um- boð fyrir Sharp og hafa m.a. til sölu búðarkassa, ljósritunar- vélar, faxtæki, sírrkerfi og Steinar Björgvinsson og Sigurður Björgvinsson. Ljósm.: hbb. einnig eru þeir í S. Björgvins- I vogum íýrir fiskvinnslufyrir- son hf. með viðgerðir á tölvu- | tæki á Suðurnesjum. Hefurðu velt því fyrir þér hverjir eru KOSITR ÓKOSTIR þess að versla hér á Suðurnesjum? Kostirnir er þessir: 1. Hér eru fjölmargar verslanir með nánast allan þann varning sem við þurfum. 2. Þú sparar þér ferðakostnað. Reykjanesbrautin hefur hingað til ekki heldur verið talin mjög „skemmtileg14. 3. Verð í verslunum á Suðurnesjum er fyllilega samkeppnisfært við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Verðkannanir eru þar órækasta vitnið. 4. Aukin verslun eykur veltuhraða og eflir verslun hér og gerir hana þar með færari að veita góða þjónustu. 5. Þú styður ekki aðeins við bak verslananna sjálfra, heldur og alls bæjar/ sveitarfélagsins - þar með talið þitt eigið - þar sem aukin velta færir því meiri tekjur af versluninni. Þetta kemur þérogokkur öllum tilgóða,t.d. í framkvæmdum hjá bæjar/sveitarfélaginu. 6. Vöruúrval er gott, í langflestum tilfellum ekki síðra en annars staðar. Ef varan er ekki til staðar er hægt að útvega hana með stuttum fyrirvara. 7. Þín viðskipti halda uppi atvinnu. Þú velur hvort sú vinna er unnin í heimahéraði eða annars staðar. Okostirnir eru: í þeirri hörðu samkeppni sem nú er í allri verslun, t.d. á höfuðborgarsvæð- inu, er gripið til margvíslegra gylliboða. Hugleiddu nú hvers virði það er að hafa góða verslunarþjónustu á Suðurnesjum og hvaða áhrif þaðhefur á búsetu hérna, ef þessi þjónusta flyst í auknum mæli til annarra byggðarlaga. Lesandi góður. Við ætlum að láta þér eftir, að tína til þá ókosti sem þér finnst samfara því að versla hér á Suðurnesjum. Ef þú telur þig geta fengið betri vöru, verð og þjónustu utan bæjarmarkanna, veltu því þá fyrir þér hvort ferð þangað sé þess virði. VERSLUM HEIMA Bæjaríulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Keflavík: Harðorð bókun f HK-málinu Eftirfarandi bókun lögðu þau Garðar Oddgeirsson og Stella Björk Baldvinsdóttir, bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins, fram á fundi bæjarstjórnar Keflavíkur síðasta þriðjudag: „Undanfarna mánuði hafa mál- efni HK mjög verið til umfjöllun- ar. Menn hafa sameinast um að- gerðir tii að reyna að halda skipum félagsins i Keflavík. Má þar til nefna alla þingmenn svæðisins, sveitastjórnamenn og miklu fleiri aðila. Flestum sem nálægt þessu máli hafa komið hefur litist mjög illa á þann kost sem stjórn HK virðist hafa einblínt á, það er skipti á tog- urum HK, Aðalvík og Bergvík, í staðinn fyrir Drangey sem er svo- kallaður frystitogari. Nú í síðustu viku var iagt fram milliuppgjör HK (fyrir fyrstu 8 mánuði 1988). Sýnir milliuppgjör- ið aðstaða HK er miklu mun verri en áður var talið. Það varð til þess að útgerðarfélagið Eldey hf. féll frá tilboði sínu i hlut SÍS í H.K. Því hafa aftur hafíst áætlanir stjórnar HK um áðurnefnd skipa- skipti við Sauðkræklinga. Við bæjarfulitrúar Sjálfstæðis- flokksins bendum á ábyrgðstjórn- ar HK og sérstaklega ábyrgð full- trúa Keflavíkurbæjar í stjórn HK. Einnig bendum við á ábyrgð bæj- arstjóra sem eftiriitsmanns eigna bæjarsjóðs. Við krefjumst þess aðhagsmun- ir HK verði látnir sitja í fyrirrúmi. Þetta teljum við að best verði tryggt á eftirfarandi hátt. 1. Að togarar félagsins verði boðnir til sölu á frjálsum markaði. Þannig og á þann eina hátt er tryggt að HK fái besta mögulega verð fyrir skipin. Einnig gefur þetta aðilum á Suðurnesjum möguleika að bjóða í togarana. 2. Verði um að ræða skipaskipti þau sem áður hefur verið rætt um, þá bendum við á að þau hafa verið tortryggð af fjölda manna ogsum- ir taiið að um undanskot eigna úr fallandi fyrirtæki sé að ræða. Verði þessi kostur valinn þá ítrekum við áðurnefndar ábyrgðir stjórnar HK, sem ber að hafa hag HK ávallt nr. 1. Sérstaklega bend- um við á ábyrgð fulltrúa bæjar- sjóðs í stjórn HK svo og bæjar- stjóra." Minni hlutinn í Keflavík: Vill Helguvíkina utan Landshafn- arsamkomu- lagsins Bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar Keflavíkur lögðu fram eftirfarandi tillögu á fundi stjórnarinnar í síðustu viku, er til umræðu var sam- komulag Keflavíkur og Njarð- víkur um rekstur Landshafn- arinnar: „Það er skoðun okkar að þetta samkomulag eigi ein- ungis að fjalla um eignir og skuldbindingar Landshafnar Keflavík-Njarðvík, enda eðli- legt að bæjarfélögin reki þær hafnir sameiginlega. Við erum þvi hinsvegar and- víg að samkomulag náist yftr öll önnur hafnarmannvirki innan lögsagnarumdæmis bæjarfélaganna þ.m.t. þeim sem seinna kunna að verða byggð, eins og segir í 1. m.gr. samkomulagsins. Við teljum óþarft og ótímabært að flækja hugsanlegar framkvæmdir í Helguvík inn í þetta sam- komulag og greiðum þ.a.l. ekki atkvæði að óbreyttu.“ Undir þetta skrifuðu þau Magnús Haraldsson, Hjördís Árnadóttir, Garðar Oddgeirs- son og Stella Björk Baldvins- dóttir. Var tillaga þessi felld með 5 atkvæðum gegn 4. Frístund í Hólmgarði: Vídeoupptökuvél á 300 krónur Nú stendur yfir happdrætti á vegum Frístundar í Hólm- garði. Að sögn eins eigenda Frístundar, Ástþórs B. Sig- urðssonar, þá gengur happ- drættið þannig fyrir sig, að í hvert skipti sem tekin er myndbandsspóla, tekur við- komandi viðskiptavinur þátt í happdrættinu. Á gamlársdag verða dregin út ein verðlaun úr leigunótum, og mun hinn heppni viðskiptavinur hljóta Orion videóupptökuvél í vinn- ing. Eru viðskiptavinir Frí- stundar í Hólmgarði því beðn- ir að geyma leigunóturnar fram yfir áramót, þegar ljóst verður hvaða númer hefur hlotið vinninginn.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.