Víkurfréttir - 15.12.1988, Blaðsíða 23
MÍKUK
{UUU
„Þetta var náttúrulega mik-
ið stærra en nokkuð mót sem
ég hef keppt á og mikið harð-
ari keppni. Þarna kepptiég við
menn sem voru alveg eins og
ég, þ.e. vantaði á hendi. Það
var nákvæm flokkun á þátt-
takendum, þannig að allir
væru í eins styrkleikaflokki.
JOLABLAÐ1988
Geir með verðlaunapening þann er hann hlaut fyrir 100 m bringusund á OL.
fatlaðra í Seoul í sumar. Ljósmyndir: hbb.
Ég var nokkuð trekktur á
taugum fyrir bringusundið,
því ég vissi að þetta ætti eftir að
verða hörkukeppni."
-Hvað var gert í frítímum á
leikunum?
„Það var lítið um frítíma, ég
rétt svo hafði tíma til þess að
skrifa Siggu systur í Éþíópíu
póstkort. Það var farið í skoð-
unarferðir undir lok heim-
sóknarinnar til Seoul. Það var
ódýrt að versla þarna og ég
prúttaði á fullu.“
-Hvernig finnst þér áhugi
fatlaðra Suðurnesjamanna
vera fyrir íþróttum?
„Hann er ekki alveg nógu
góður. Við reyndum að stofna
íþróttafélag fatlaðra en það
datt upp fyrir vegna lélegrar
þátttöku. Það er vonandi að
fatlaðir drífi sig nú í íþróttirn-
ar, því þeir hafa gott af þessu.
Það þarf ekki endilega að
keppa, heldur bara að hreyfa
sig.“
-Hefur sundíþróttin haft
mikil áhrif á þig?
„Sundið hefur bæði haft
áhrif á líkama og sál, mikið
líkamlega. Að ráðleggingu
lækna, þá átti ég að fara í end-
urhæfingu hjá Þroskahjálp, en
sú rálegging hefur týnst í rusli
eftir að ég byrjaði að æfa
sund.“
-Nú veit ég að þú hefur fleiri
áhugamál en sundíþróttina?
„Já, ég og Sigga systir erum
með ljósmyndadellu. Hún
smitaði mig. Við höfum komið
okkur upp myrkraherbergi,
þar sem við framköllum okkar
myndir sjálf.“
-Hvernig er að vinna með
myndavélina, þegar þú hefur
aðeins aðra hendina til þess að
vinna með?
„Ég er með rafeindamynda-
vél, fékk mér handfang af
stóru flassi sem er skrúfað
undir myndavélina og tengdi
afsmellarann yfir í handfang-
ið. Ég tek töluvert af myndum
í svart/hvítu og kaupi 30
metra filmur, sem ég þræði síð-
an sjálfur. Ég hef því miður
haft lítinn tíma í þetta undan-
farið en ég ætla að stúdera
þetta í jólafríinu mínu frá skól-
anum. Ég er kominn með tæk-
in sem til þarf í þessa dellu og
þá er bara að læra af reynsl-
unni.“
-Þú ert einnig með tölvu-
dellu?
„Já, ég hef mikinn áhuga á
tölvum og er að læra í sam-
bandi við tölvur og fer örugg-
lega út í kerfisfræði. Ljós-
myndunin er bara áhugamál,
ég fer ekki að leggja hana fyrir
mig.
Ég byrjaði á því að tölvu-
væða fyrirtækið hjá pabba og
sé einnig um gerð reikninga
fyrir hann. Dellurnar eru að
heltaka mig.“
-Svo við snúum okkur aftur
að sundinu. Þú starfar mikið
með sunddeildinni í Njarðvík
og það er mikið að gera hjá
ykkur þessa dagana?
„Ég keppi mikið með
UMFN, hvort sem ermeðfötl-
uðum eða ófötluðum. Við er-
um líka að fara af stað með
fjáraflanir vegna æfingabúða
sem við erum að fara í, jafnvel
erlendis. Eins og þú veist, þá er
aðstaðan til æfinga í Njarðvík
ekki góð og þess vegna æfum
við yfirleitt á Keflavíkurflug-
velli.“
-Eitthvað að lokum?
„Ég vil bara koma á fram-
færi þakklæti til þjálfara míns.
Friðriks Ólafssonar. Hann er
að hætta þjálfun hjá okkur
núna. Hann hefur verið mér
góður. Ég vona að það eigi eft-
ir að ganga eins vel hjá Eðvarði
Þór. Þá ætla ég að fá að lauma
kveðju til Siggu systur í Eþí-
ópíu, því ég veit að hún fær
blaðið sent,“ sagði Geir Sverr-
isson sundkappi að lokum.
ÁLAFOSSBÚDIN
I0AVÖLLUM 14b - KEFLAVfK - SÍMI 12791
Útivistar-
og skíða-
fatnaður
\n/fí
bizerto
sport
POSTULfN, M.A.
matar- og kaffistell frá
ISLENSKAR ULLARVÖRUR. M.A. TEPPI.
PEYSUR, VETTLINGAR OG HÚFUR.
KOPARVÖRURí
MIKLU ÚRVALi
M.A. Gamlir munir
3-500 ára.
0PNUNARTILB0Ð:
Leðurjakkar frá kr. 13.600
T0PP-GÆÐAVARA
0PIÐ ALLA VIRKA DAGA 9-18
0G LAUGARDAGA I DESEMBER