Víkurfréttir - 15.12.1988, Side 36
JÓLABLAÐ1988
-Huxley, þú varsl búinn að
rífja upp tímann fram að verk-
smiðjunni í Innri-Njarðvík.
Hvað tók þar við?
„Eftir brunann 1969 var sú
verksmiðja lögð niður og Fisk-
iðjan keypti það sem nýtilegt
var. Tók ég þá að mér Utvegs-
mannafélagið og var með það í
tvö ár, að ég fór að fikta við
verslun.
Kjölur
-Þá erum við komin að Kili?
„Ég var með honum þarna í
Utvegsmannafélaginu" svar-
aði Vilborg og Huxley bætti
við „hún sá um bókhaldið og
var gjaldkeri hvar sem hún
hefur verið.“
-Upp úr þessu stofnið þið
Kjöl og hefjið innflutning og
smásölu. Var það aða/lega á
smíðavið?
„Egill Þorsteinsson var með
okkurí þessufyrstuárin ogvið
fluttum inn nánast hvað sem
við gátum náð í,“ svaraði
Huxley
-Er Kjölur í dag á tveimur
stöðum?
Vilborg: „Við erum búin að
vera það í nokkur ár, hér og í
Reykjavík. Vorum þar fyrst á
Vesturgötunni, síðan í Borgar-
túni og nú að Hverfisgötu 37.“
-Hefur Ólafur sonur ykkar
séð unt Reykjavíkurdeildina?
Þessu svarar Vilborg á
þennan máta: „Olafur hefur
verið með okkur lengi. Hann
kom inn í þetta smátt og
smátt. Hann er einnig með
annað fyrirtæki sem hann rek-
ur sjálfur og heitir það Vang-
ur.“
-Hver er munurinn á Kili I
Keflavík og Kili í Reykjavík?
Hér urðu þau bæði fyrir svör-
um. „Þetta er alveg sama
fyrirtækið. Við förum nú bráð-
um að draga okkur úr þessu og
hætta.“
-Er það?
„Já, við stefnum að því,“
svarar Vilborg. „Verði maður
lengi í svona fyrirtæki gæti
maður orðið dragbítur á það.
Það gæti orðið gamalt, bara
vegna þess að maður er orðinn
gamall," bætir Huxley við.
Vilborg: ,,Það gæti orðið
verra fyrir þá ungu að vera
með þessa gömlu í eftirdragi."
Huxley: „Þetta verður allt
að endurnýjast."
Erlendar bréfaskriftir
-Vilborg, ef ég man rétt þá
sást þú um allar erlendar bréfa-
skriftir?
„Jú. en Huxley lagði þetta
nú í hendurnar á mér.“
„Hún er svo mikill mála-
maður,“ bætti Huxley inn í
umræðuna.
Nú rifjaði blaðamaður upp
fyrir þeim hvernig skrifstofan
hjá Kili hefur verið í gegnum
árin. Vilborg með erlendu
bréfasamböndin á sinni könnu
þrátt fyrir háan aldur; þá var
Ólafur að vísu ekki kominn
inn í fyrirtækið. Skrifstofan á
Víkurbrautinni er enn í sama
horfi og í upphafi, engar tölv-
ur eða annað sem menn telja
nú frumskilyrði fyrir skrifstof-
VERKTAKAR
senda starfsmönnum sínum,
viðskiptamönnum og öðrum
Suðurnesj amönnum
bestu óskir um gleðileg jól,
gott og farsælt komandi ár,
með þökk fyrir samstarfið
á árinu sem er að líða.
V erslunarbanki
f
Islands hf.
Útibú - Keflavík
óskar viðskiptavinum sínum og
öðrum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla
og farsœls komandi árs,
og þakkar viðskiptin á árinu
sem er að líða.
ur. í framhaldi af þessu kom
spurningin, hvernig þetta gæti
þó gengið?
Fyrir svörum varð fyrst
Huxley: „Tölvurnar eru ekki
nema fyrir stór fyrirtæki. Varð-
andi tungumálin, þá er Vilborg
góð í þeim. Alveg fullkomin í
ensku, þýsku og noiðurlanda-
málunum og slarkfær í frönsku".
-Vilborg, kom þessi tungu-
málakunnálta á menntaskóla-
árunum?
„Já, ég lærði þetta í mennta-
skólanum. Þar fékk ég ágætis
kennslu. Býr maður alltaf af
því hvað við höfðum góðan
kennara þar. Síðan tók ég
frönskunámskeið í Reykjavík
og aftur hér síðar í öldunga-
deildinni. Hefði þátttakan ver-
ið meiri hérna hefði ég haldið
áfram og væri þar sennilega
ennþá."
-Þú ert þá ekkert á því að
hœtta að læra?
„Nei, alls ekki.“
-Ætlið þið nú að setjast í
helgan stein?
Vilborg var fljót að svara
því neitandi og Huxley sam-
sinnti því og sagði að þá væri
maður fljótur að fara. „Ég er
viss um að hann myndi trénast
allur upp“ sagði Vilborg þá.
-Miðað við það sem égþekki
til ykkar, þá farið þið ekki nú
að setjast niður og horfa fram-
an í hvort annað eftir svona at-
hafnasama œvi?
Svaraði hún strax að þau
yrðu að fara í eitthvað. „Ann-
að væri sama og uppgjöf"
sagði liann. Síðan sagði Vil-
borg: „Hitt er svo annað mál
að það væri hægt að draga úr
ýmsu og hafa meiri fristundir
til aðgeraþaðsem manni lang-
ar til. Ég tel mig ekki svo
gamla að ég geti ekki farið út í
ýmislegt annað s.s. ýmiskonar
nám, sem gefur lífinu gildi og
einhver áhugamál. Tíminn
flýgur áfram ef maður hefur
nóg að gera.“
Innflutningur
-I hverju er innflutningurinn
hjá Kili aðallega fólginn?
„Eldhústækjum, eldhúsinn-
réttingum, klæðningum, raf-
magnsofnum, hitakútum og
mörgu fleiru,“ svaraði Huxl-
ey.
-Seljið þið innflutninginn
beint til neytenda í smásölu eða
er honum dreift til annarra
verslunarfy rirtœkja?
„Það er hvorutveggja“ svar-
aði Huxley. Vilborg bætti við
að ýmsir aðilar keyptu af þeim
til endursölu, s.s. rafvirkjar,
kaupmenn, kaupfélög ogýms-
ir aðrir út um allt land. Hafa
vörur þessar fengið mjög góða
dóma.
Hálfgerður bakkgír
-Hvernig er að vera kaup-
maður I dag? Er það verra en
þegar þið voruð að byrja?
Þessu svarar Huxley á þenn-
an hátt: „Það er eiginlega ekki
hægt að vera kaupmaður í dag.
Það er allt orðið eitthvað á
\)tmr<
skjön.“
-Verðið þið þá vör við ein-
hvern samdrátt núna? spyr ég
hann.
„Feikimikill samdráttur.
Það er eins og allir séu komnir
í hálfgerðan bakkgír. Fólkið er
orðið hrætt.“
-Nú eruð þið búin að stunda
þennan rekstur all lengi. Hefur
komið svona sltemur kafli áður?
Vilborg: „Einhvern veginn
finnst manni þetta vera það
versta sem komið hefur.“
-Ef við horfum tilframtíðar-
innar, hvað haldið þið að við
eigum eftir að vera lengi íþessu
eða haldið þið að við vinnum
okkur fljótlega upp úr þessu?
Huxley: „Ég gæti vel trú-
að að þetta stæði svona í tvö
eða þrjú ár. Miða ég þar við
fiskinn. Hann verður að auk-
ast og við verðum að fá þau
mál í lag.
-Hvað finnst ykkur um þenn-
an hugsunarhátt sem ríkjandi er
gagnvart sjávarútvegi? Sumum
finnst nánast eins og þetta sé
tómur óþarfi að stunda sjávar-
útveg. Hajftð þið ekki heyrt
það?
Þessu svarar Huxley á þenn-
an hátt: „Þegar vel gengur líta
margir á sjávarútveginn sem
aukaatriði, en þegar herðir að
snúa menn spilunum við.“
Vilborg bætir við: „Við
verðum nú að vera bjartsýn.
Það hlýtur að rofa til aftur, en
það tekur sinn tíma.“
Huxley: „Þetta verðurerfítt,
einkanlega ef ríkisstjórnin get-
ur ekki komið sér saman um
aðgerðir. Það verður að hafa
stjórn á heimilinu, hvort sem
um er að ræða ríkisstjórnar-
heimilið eða eitthvert annað.
Ráðamenn hafa verið of blind-
ir fyrir vandanum og ekki séð
hann í tíma.“
Keflvíkingar
-Lítið þið á ykkur sem Kefl-
víkinga?
„Ég hefalltaf kunnað vel við
mig hérna, þó svo að mínir
nánustu séu í Reykjavík og
hefði því getað breytt til. Um
það hef ég ekki kært mig.
Hér hef ég alltaf kunnað vel
við mig en undir niðri er ég
alltaf Reykvíkingur" svaraði
Vilborg.
Huxley svaraði þessu, að
hann liti alltaf á sig sem Kefl-
víking.
Ferðalög
„Við erum búin að ferðast
mikið um heiminn eins og t.d.
þegar hann varð fimmtugur.
Þá fórum við til Indlands og
Tíbet. Það var alveg stórkost-
legt en ferðalagið þar stóð yfir í
mánuð og síðan dvöldum við í
annan mánuð í Evrópu. Strax
1934 fórum við um Evrópu,
Þýskaland, Tékkóslóvakíu,
Frakkland og víðar. Við höf-
um alltaf haft mjög gaman af
því að ferðast og fræðast, enda
afskaplega lærdómsríkt og
gefur manni mikið“ var svar
Vilborgar við lokaspurning-
unni sem hljóðaði á þá leið,
hvort þau hefðu ferðast mikið.
Hér skaut Huxley því inn í
að „það er ánægjulegt og fróð-
legt að fara til landa, sem mað-
ur þekkir ekki, ferðast þar um
og kynnast löndum og þjóð-
um.“ Vilborg tók þarna upp
þráðinn og bætti um betur:
„Við höfum engan áhuga á að
fara til sólarlanda og liggja í
sól.“