Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Síða 45

Víkurfréttir - 15.12.1988, Síða 45
\>iKurt Hjónin fylgjast vel með fréttum af Suðurnesjum. Þau eru m.a. í hópi þeirra fjölmörgu brottfluttu Suðurnesjamanna sem fá Víkur- fréttir sendar heim til sin vikulega. jutUi Sagan hljóðar þannig, að það var á bæ einum í Gerða- hreppi að tvenn hjón áttu heima í tvílyftu timburhúsi. Bráðlega tók að bera á mis- sætti á milli kvennanna, fyrst smá agnúaskapur, sem magn- aðist með hverjum straumi, þar til upp úr sauð. Máttu þær naumast hvor aðra sjá, úti eða inni, án þess að svala heift sinni. Stóðu þær tíðum and- spænis hvor annari og háðu hinar hvössustu deilur með harkalegu orðbragði, svo öll blíða hvarf úr umhverfínu, svo langt sem landareignin náði. Eiginmönnunum þótti hér stefna í óefni, en hvorugur átti hægt um vik að hverfa á braut með sína fjölskyldu en sambýli til frambúðar virtist þó óhugs- andi. Magnaðist ófriðurinn enn og létu þær ekki sitja við orðin tóm, heldur fóru að brjóta og skemma hvor fyrir annari. Komu bændur sér þá loks saman um að leita aðstoð- ar hreppstjóra. Sigurbergur kom nú á vett- vang og varð það fyrst úr að hann heimsótti fjölskylduna á loftinu. Var honum boðið kaffi og ræddi hann undir borðum þetta alvarlega ástand. Hélt hann síðan niður til hinnar konunnar. Þar var einnig hellt upp á könnuna og drakk hreppstjórinn þar kaffi meðan hann rabbaði um mál- ið. Að því loknu fór hann aftur upp og hafði sú á loftinu aftur rjúkandi kaffi og skenkti í bollann hjá yfirvaldinu. Þannig gekk þetta lengi dags, að Sigurbergur hélt áfram að drekka kaffi, ýmist uppi eða niðri. Tók koffeinið smátt og smátt að hafa sínar hressilegu og gleðivekjandi verkanir, þar til fylling stund- arinnar kom upp og þau sett- ust öll þrjú við kaffiborðið. Að þeim sopa niðurrenndum tók- ust konurnar í hendur og sætt- ust fullum sáttum en yfirvaldið lýsti friði og fullum griðum, að fornum sið. Svo er það sagt að það sé lastandi að þjóð vor sé mesta kaffidrykkjuþjóð á Norður- löndum og þó víðar væri leit- að. Helguvíkurmálið kemur upp -Þrætuefnin hafa verið margvísleg í gegnum tíðina og kaffidrykkja ekki alls staðar orðið til sátta, sem komið er. Þú ert hreppstjóri þegar Helguvíkurmálið kemur fyrst upp á yfirborðið. Hafðir þú einhver afskipti af þessu máli? „Helguvíkurdeilan lenti ekki mikið á mér. Það voru að- allega oddvitinn og hrepps- nefndin sem voru að snúast í kringum þetta umrædda mál. Það var alltaf eitthvað um landamerkjadeilur, bæði í Leirunni og annars staðar." Björn var ákveðinn í sinni stefnu -Hvernig var hreppapólitík- in á þessum tíma? „Það voru ekki mikil átök í hreppapólitíkinni. Sjálfstæðis- menn hafa alltaf verið í meiri- hluta utan einu sinni, að menn sem hallast til vinstri voru í valdastól. Fólk hafði misjafnar skoðanir og deilurn- ar bitnuðu mikið á Birni Finn- bogasyni en Björn var fastur fyrir í sinni stefnu.“ Ekkert lögtak í 35 ár Sigurbergur hefur aldrei ætlað neinum manni illt. Hreppstjóranum bar að inn- heimta opinber gjöld og á 35 ára ferli sem hreppstjóri þurfti Sigurbergur aldrei að gera lögtak hjá fólki. „Það var alltaf hægt að semja,“ sagði Sigurbergur. -Hvernig var það, nú var hreppstjórinn lögregla byggð- arlagsins. Hvað gerðir þú ef stinga þurfti mönnum inn? „Eg fór með þá sem setja þurfti inn heim til mín. Ef um aðkomumenn var að ræða, þá leitaði ég til lögreglunnar í Keflavík, sem þá sá um að vista mennina, en sem betur fer þá kom ekki oft til þess.“ Skemmtilegt að umgangast börn Nú, þegar við Sigurbergur höfum rabbað saman í dágóð- an tíma, er ekki úr vegi að leggja nokkrar spurningar fyr- ir eiginkonu hans, Asdísi Káradóttur. Eg veit það að Asdís hefur fengist við skáldskap og hafa birst ljóð eftir hana á prenti. - En hvenær giftuð þið hjónin ykkur? „Við vorum gefin saman 13. desember 1930 í Útskála- kirkju af sóknarprestinum, séra Eiríki Brynjólfssyni". -Þið eignist tvö börn. „Já, við hjónin eignuðumst tvö börn. Kára, sem nú er læknir á Reykjalundi, og Sigrúnu, barnakenmara í Reykjavík. Við eigum líka uppeldisdóttur, Valgerði, sem starfar sem gjaldkeri í Spari- sjóði Vélstjóra.“ -Eg veit að þið hjónin halið mikið dálæti á börnum. Var ekki oft gestkvæmt hjá ykkurí Garðinum? „Jú, það var oft gestkvæmt .og fjöldi barna dvaldist hjá okkur bæði á Hofi og á Garð- skaga. A sumrin voru oft nokkur börn í einu. Það er ákaflega skemmtilegt að um- gangast börn og þau hafa ver- ið mikill gleðigjafi í lífi okkar". Orustuþota ferst á Garðskaga Ég beini spurningum mín- um aftur til Sigurbergs, sem hefur verið að lesa gögn frá því á vitavarðarárunum. Það kem- ur til tals hjá okkur, þegar or- ustuþota hrapaði í flæðarmál- inu úti á Garðskaga um 1960. Ég bað Sigurberg að lýsa at- burðarásinni. „Það komu tvær orustuþot- ur úr austurátt og stefndu á vitann. Önnur þeirra var tals- Sigurbergur blaðar í dagbók- inni yfir miðanir sem teknar voru frá radíóvitanum á Garð- skaga. vert lægri en hin og þegar þær nálguðust sá ég í hvað stefndi, því önnur vélin smaug rétt yfir húsþökin í Út-Garðinum, fór rétt yfir fjörukambinn og skall í sjóinn". -Hvar varst þú staddur þegar þetta átti sér stað og hvernig leit þetta út fyrir þér? „Ég var staddur úti á túni, þegar þetta átti sér stað, og varð nokkuð bilt við þegar ég sá vélarnar koma og þetta var áhrifamikil stund. Orustuþot- an skall fyrst í sjónum, fór upp aftur og síðan beint niður á Krpsstanga. Ég setti þegar af stað björg- unarleiðangur og varnarliðið var mætt á staðinn eftir fáein- ar mínútur til þess að bjarga tækjum úr flugvélinni. Flug- maðurinn mun hafa skotiðsér út í fallhlíf yfir Ósabotnum í Höfnum en vélin átti að fara í hafið út af Grindavík, eftir að ljóst var að hún gat ekki lent vegna bilunar." -Var ekki hætta á því að vél- in lenti á vitanum? „Það var lítil hætta á því, þarsem hún varnokkuðsunn- an við húsið.“ Mikill félagsmálaáhugi Þau hjónin Sigurbergur og Ásdís hafa fengist við ýmis fé- lagsmál. Sigurbergur var for- maður U.M.F. Garðars í tutt- ugu ár. Ásdís vann að stofnun björgunarsveitar og var í Slysavarnadeild kvenna í Garði. Einnig í Kvenfélaginu Gefn í Garði, auk þess sem hún var lengi í skólanefnd Gerðaskóla ojg varamaður í sóknarnefnd Utskálakirkju til nokkurra ára. Sigurbergur var einn af stofnendum Ungmennafélags- ins Garðars og var sem for- maður þess félags í ein 20 ár. Hvað var gert spennandi í Garðari? „I félaginu höfðum við íþróttanámskeið og rákum unglingaskóla í ellefu ár. Fljótlega eftir að U.M.F. Garðar var stofnað, var farið að vinna að stofnun bóka- safns. Annaðist ég innkaup á bókum fyrir safnið. Ef félagið hætti starfsemi, þá áttu allar bækur að ganga til hreppsins. Ungmennafélagiðstóðeinn- ig fyrir sundkennslu og var þá kennt í sjónum. Við náðum oft í góða mejin til þess að kenna við unglingaskólann,“ sagði Sigurbergur. Það má geta þess hér að Sig- urbergur var einn af stofnend- um íþróttabandalags Suður- nesja, sem varð 40 ára í fyrra. Mikill áhugi á starfí björgunarsveitar Ásdís starfaði mikið að slysavarnamálum í Garðinum ásamt manni sínum. Hún vann dyggilega að stofnun björgunarsveitar í Garði, sem var formlega stofnuð í sam- komuhúsinu 23. mars 1969, en sveit hafði þó starfað frá árinu 1935. Hlaut sveitin nafnið Ljóssveinar en því var síðar breytt í Ægir. „Piltarnir voru mjög sam- viskusamir og fórnfúsir og sýndu mikinn áhuga á starfi björgunarsveitarinnar. Það ríkti mikill einhugur með mönnum“. -Hvað voru margir við- staddir stofnun Ljóssveina? „Það voru 39 stofnfélagar og gestir. Fyrsti formaður var Valur Kristinsson." JÓLABLAÐ 1988 Ásdís Káradóttir og Sigur- bergur Þorleifsson voru gerð að heiðursfélögum SVFÍ á 50 ára afmæli félagsins árið 1978. Einnig var Ásdís gerð að heið- ursfélaga kvenfélagsins Gefn- ar árið 1977. „Það var mjög þroskandi að starfa að þessum málum", sagði Ásdís um þau félagsmál, sem þau hafa fengist við um ævina. Síðustu árin í Garðinum Það er farið að líða undir lok þessa spjalls okkar og því ekki úr vegi að spyrja hvernig það sé að flytja úr kyrrðinni í Garð- inum og í ys höfuðborgar- svæðisins? „Eftir að ég varð sjötugur ár- ið 1975, tók Ásdís við vitavörsl- unni í tæp tvö ár, þar til sú ákvorðun er tekin að flytja til Kópavogs. Við vorum alltaf í nánu sambandi við fólkið í byggðar- Iaginu meðan við bjuggum í Garðinum.“ Nýr kapítuli „Það hefst nýr kapítuli í lífí okkar þegar við flytjum úr Garðinum og hættum störf- um. I Garði er miklu nán- ara samband við umhverfið og fólkið, en hér fer vel um okk- ur,“ sagði Ásdís. „Við gleðjumst yfir vel- gengni Garðbúa og framför- um. Frá því við fórum, þáhöf- um við verið í Garðinum á sumrin, á fæðingarstað Sigur- bergs, Hofi, og höfum þvíekki slitið tengsl okkar við byggðar- lagið“, sagði Ásdís Káradótt- ir að lokum og Sigurbergur bætti við: „Við tökum þátt í félagsstarfi aldraðra hérna og höfum mætt hlýju og velvild. Það er mikið gert fyrir eldri borgarana hér í Kópavogi.“ Það hefur verið ánægjulegt og fróðlegt að sitja þessa dags- stund með þeim hjónum og ræða lífið í Garðinum. Það er komið kvöld og því kominn tími til að kveðja þau hjón, Sigurberg Þorleifsson og Ás- dísi Káradóttur. Viðtal Og ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson Við vígslu miðunarstöðvar björgunarsveitarinnar á Garðskaga. F.v.: Ásdís, Matthías Á. Mathiesen þáverandi samgönguráðherra, og Sigurbergur.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.