Víkurfréttir - 15.12.1988, Side 57
\>íKun
juiUt
JÓLABLAÐ1988
Sameining VSFK og VKFKN:
Fyrsta sameiginlega stjðrn-
arkjörið að fara fram
í dag klukkan 17 rennur út
framboðsfrestur til fyrsta sam-
eiginlega stjórnarkjörsins hjá
verkakonum og körlum í
Keflavík og Njarðvík, hjá
Verkalýðs- og sjómannafélagi
Keflavíkur og nágrennis. En
bæði VSFK og VKFKN hafa
samþykkt sameiningu félag-
anna sem verður að veruleika
nú um áramót.
Að sögn Guðrúnar Olafs-
dóttur, fráfarandi formanns
Verkakvennafélagsins, urðu
miklar umræður um málið á
aðalfundi VKFKN, en þar var
samþykkt að allir sjóðir og
aðrar eignir félagsins leggðust
við sjóði VSFK.
-En er þetta ekki öfug þróun
nú á tímum aukinnar kvenna-
baráttu?
„Nei, þess verður gætt að
fulls jafnræðis fylgi varðandi
hlutfall kynja í trúnaðarstörf-
um. Auk þess sem félögin
verða mun sterkari sem ein
sameinuð heild og því er það
undir okkur sjálfum komið
hver þróunin verður," svaraði
Guðrún.
Aður en félögin samþykktu
sameininguna höfðu konur,
bæði í Höfnum og Vatnsleysu-
strönd, gengið til liðs við
VSFK. En þeirra félög, Verka-
lýðsfélag Hafnahrepps og
Verkalýðsfélag Vatnsleysu-
strandarhrepps, sem voru
blönduð félög, gengu fyrir
nokkrum árum sem ein heild
inn í VSFK. Er félagssvæði
VSFK því fyrir Keflavík,
Njarðvík, Hafnir og Vatns-
leysustrandarhrepp. En sér-
stök félög með báðum kynjum
eru í Sandgerði, Garði og
Grindavík.
„Félögin verða sterkari sem ein
sameinuð heild“, segir
Guðrún Olafsdóttir.
Happdrætti
Krabbameinsfélagsins:
Suðurnes
undir lands-
meðaltali
Miðar í hinu árlega happ-
drætti Krabbameinsfélagsins
hafa nú verið sendir inn á hvert
heimili í landinu. Margt glæsi-
legra vinninga er í boði í þessu
happdrætti, en starfsemi fél-
agsins er háð happdrættinu og
byggist allt fræðslustarf á
happdrættisfé því sem aflast.
Fá m.a. skólarnir árlega
fræðslu um tóbaksvarnir og
hefur Krabbameinsfélag Suð-
urnesja verið þar með í ráðum
og lagt þeirri fræðslustarfsemi
lið.
í fyrra var farið að reikna út
(eftir póstnúmerum) hvaða
skil fengjust hverju sinni fyrir
heimsenda miða í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins. Suður-
nes hafa að þessu leyti ekki
komið mjög vel út hlutfalls-
lega miðað við suma aðra
landshluta heldur verið undir
landsmeðallagi. Athyglisvert
er að bæði í hausthappdrætti
1987 og vorhappdrætti 1988
voru Keflavík og Sandgerði að
heita má með hnífjöfn skil,
þau bestu á svæðinu. Njarð-
vík, Vogar og Grindavík
komu næst þeim í vorhapp-
drættinu og voru þessir þrír
staðir með nánast sömu út-
komu. Lestina ráku þá Garð-
ur og Hafnir.
Góðir viðskiptavinir!
Hjá okkur getið þið verslað þegar ykkur
hentar því við höfum opið alla daga
vikunnar til kl. 23.
Við höfum frábært vöruúrval, jólafötin
og jólagjafirnar.
Með jólakveðju,
Sandgerði - Sími 37415
A MORGUN, 16. DES., ER SIÐASTI „SJENS“!
umfram
7,25% vexti
15 mánuðina
Þú getur fengið
verðtryggingu næstu
ef þú leggur strax inn á Afmælisreikning
Landsbankans. í^ands^^^'
Banki allra landsmanna
Leifsstöð - Sandgerði - Grindavík