Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1988, Page 58

Víkurfréttir - 15.12.1988, Page 58
JÓLABLAÐ 1988 Eini tíminn 99 til afslöpp- unar er í bílnum úú - segir keflvíski KR-ingurinn og fyrsti landsliðsmaður Keflavíkur í handbolta - Einvarður Jóhannsson Pantið jólaklippinguna tímanlega Opið í hádeginu desember Asdís Pálmadóttir hárgreiðslumeistari Marta Teitsdóttir hárgreiðslumeistari Jáhunn Oladóttir hárgreiðslumeistari Svala Úlfarsdóttir (jóla)sveinn Hárgreiöslustofan £L a<jcn5 Tímapantanir í síma 14848 Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiplin. góður matur - á góðu verði. Munið að panta snitturnar tímanlega fyrir jól. Heitar vöfflur m/rjóma. Alltaf gott með kaffinu. Lítið við í leiðinni. MATSTOFAN ÞRISTURINN Hólagötu 15 - Sími 13688 Einvarður .lóhannsson varð í sumar sem leið fyrsti landsliðs- maðurinn í handknattlcik sem Keflvíkingar eignast. Skemmti- legt er til þess að vita að við skulum loksins eiga mann í fremstu röð handknattleiksins, ekki síst þar sem landsliðið er á meðal þeirra bestu í heimi. Einvarður hefur allt frá unga aldri lagt mikla stund á íþróttir og jafnan verið í fremstu röð. Þeir sem þekkja hann vita að honum líður best þegar hann æf- ir mest. Það kom því engum á óvart að leið hans skyldi liggja á íþróttabraut F.S. og þaðan beint á Laugarvatn, þar sem hann lauk íþróttakennaraprófi frá ÍKÍ sl. vor. Eftir að Einvarð- ur var valinn í U-21 landsliðið í sumar hellti hann sér af fullum krafti í handboltann og skömmu síðar ákvað hann að ganga til liðs við KR-inga og spila „al- vöru“ handknattleik í vetur með reyndum leikmönnum undir stjórn eins besta handknatt- leiksþjálfara Islands. íslandsmeistari í körfu Einvarður hóf íþróttaiðkun sína, eins og svo margir aðrir, í fótboltanum hjá UMFK, 6 ára gamall. Fótboltann lét hann duga fyrstu árin, en smitaðist síðan af körfuboltadellu af Gunnari bróður sínum, nú: verandi formanni KKRK. 1 körfuboltanum varð Einni, eins og vinir hans kalla hann, síðan Islandsmeistari mörgárí röð og var Keflavíkurliðið í þessum árgangi nærósigrandi. Einvarður ákvað síðan af illri nauðsyn að hætta körfubolta- iðkun sinni á ,,toppnUm“ eins og hann orðaði það, en hann var þá fyrirliði drengjalands- liðs íslands. Önnur íþrótt, handknattleikurinn, var orðin yfirsterkari í honum. „Ég byrjaði 12-13áraaðæfa handboltann ásamt nokkrum félögum mínum úti í Sand- gerði undir stjórn Guðmund- ar Arna Stefánssonar, sem þá lék með og þjálfaði Reyni, en situr nú og stjórnar Hafnar- firði. Þá fór ég beint af körfu- boltaæfingum út á Sandgerðis- veg og húkkaði bíl út eftir.“ íþróttahúsið annað heimili hans •Einvarður gerði stuttan hjá Reyni, því IBK byrjaði árið eftir með handknattleiksæf- ingar í nýja íþróttahúsinu í Keflavík. Það hús átti á næstu árum eftir að verða hans ann- að heimili, og hafði mamma hans oft á orði að nær væri að leita hans þar en heima hjá sér. Einvarður var öllum stundum á æfingum og lagði stund á all- ar íþróttir sem hann komst yfir. Á veturna stundaði hann körfubolta, handbolta og fót- bolta samhliða og greip gjarn- an í badmintonspaðann ef lítið var að gera. Eftir að hann byrj- aði í F.S. bættist íþróttanámið ofan á hefðbundnar æfingar og viðveran í íþróttahúsinu jókst. Á sumrin fóru svo allar frístundir í fótboltaiðkun og körfubolta. Eftir að hafa lokið námi á íþróttabraut F.S. tókst Ein- varði að komast inn í íþrótta- Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja auglýsir Enski skyggnilýsingamiðillinn Dorothy Kenny starfar hér á vegum félagsins frá 9.-31. jan. n.k. Miðasala á einkafundi verður í húsi félagsins að Túngötu 22, Keflavík, sunnudag- inn 18. des. n.k. kl. 14-18. Stjórnin kennaraskólann á Laugar- vatni, og þá fyrst komst hann almennilega á kaf í íþróttirn- ar. Keflavík-Laugarvatn- Keflavík, 5 X í viku „I skólanum var maðurallt- af nokkra tíma á dag í íþrótta- salnum, svo var tekinn sund- sprettur, og svo byrjaði ég að æfa blak með HSK auk þess sem ég hafði félagaskipti úr IBK í körfuboltanum, til þess að geta spriklað með HSK í 1. deildinni, svona rétt til að halda kunnáttunni við. Síðan keyrði ég heim 2-3 og allt upp í 5 sinnum í viku, 150 km leið, til þess að æfa og keppa með IBK í 2. deildinni í handboltan- um.“ -En hvernig líkaði svo vistin á Laugar'yatni? „Þar var mjög gött að vera og ég tel að tvímælalaust ætti að halda skólanum þar og byggja upp „super“-aðstöðu. Menntunin hefur hins vegar verið stöðnuð um árabil enda íhaldssamir menn við stjórn- völinn. Hins vegar hefur ánægjuleg þróun verið að eiga sér stað núna á allra síðustu ár- um og með nýjum kennurum og lengingu skólans er námið að verða markvissara og betra." Erfitt að skilja við ÍBK Eftir að Einvarður útskrif- aðist frá ÍKÍ var hann valinn í U-20 landslið íslands í hand- bolta og það val varð til þess að hann tók stóraákvörðun varð- andi alla sína íþróttaiðkun. Hann ákvað að taka fyrir eina íþrótt, nokkuð sem hann hefur aldrei verið frægur fyrir, og pað sem meira var, hann ákvað að segja skilið við ÍBK og ganga til liðs við KR. „Þetta var spurning um að bindast einni íþrótt í staðinn fyrir margar. Ég hef mest gam- VIÐTAL: GVK - MYNDIR: PKET.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.