Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015 * Vel stæð þjóð með afgang á fjárlögum á ekkiað sætta sig við heilbrigðiskerfi sem sífelltberst í bökkum. Engilbert Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir, í Læknablaðinu. Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is Á Ísafirði eru sterkar og skemmtilegar jólahefðir.Þetta höfuðból Vestfjarða státar af því, einnfárra kaupstaða á landinu, að hafa raunveruleg- an miðbæ í líkingu við það sem flestir sjá fyrir sér að slíkur eigi að vera. Silfurtorg er miðpunktur bæjarins og þar er jólatré bæjarins auðvitað komið fyrir. Kveikt var á ljósum þess einn sunnudaginn nú á aðventunni við hátíðlega athöfn þar sem fjöldi fólks var samankominn, eins og sést á þessum myndum Sigurjóns J. Sigurðs- sonar, ljósmyndara Morgunblaðsins vestra. Lengi vel tíðkaðist að jólatréð kæmi frá Hróarskeldu í Danmörku, vinabæ Ísafjarðar, en síðustu árin hefur á torginu verið tré sem er gjöf Húsasmiðjunnar til Ísfirð- inga. Þegar kveikt var á ljósum Ísafjarðartrésins léku og sungu jólasveinar, lúðrasveit og barnakór og seldar voru veitingar og ýmsir jólamunir til styrktar tónlistar- skóla bæjarins. Margir notuðu þetta tækifæri til að hefja jólainnkaupin en á Ísafirði er fjölbreytt úrval verslana. Þær eru, líkt og í öðrum landsins bæjum, opn- ar langt fram á kvöld á aðventunni og þar má gera reyf- arakaup. Af öðrum föstum liðum á Ísafirði má geta þess að hefðin fyrir því að hafa skötu á borðum á Þorláksmessu er hvergi sterkari en á Vestfjörðum. Margir telja raunar að siðurinn eigi rætur sínar þar – og næsta miðvikudag mun því angan af þessu sjávarfangi leggja fyrir vit allra þeirra sem leið eiga um göturnar á eyrinni við Skut- ulsfjörð. ÍSAFJÖRÐUR Sungið á Silfurtorgi ÁÐUR VAR JÓLATRÉ ÍSFIRÐINGA FRÁ HRÓARSKELDU Í DANMÖRKU EN ER NÚ ÚR HÚSASMIÐJUNNI. ÞAÐ VAR LÍF OG FJÖR Í BÆNUM ÞEGAR KVEIKT VAR Á LJÓSUM ÞESS. Jólasveinarnir sungu svo undir tók í vest- firsku fjöllunum. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna, sem öll eru farin að hlakka til. Fallegar jólaskreytingar í gluggum húsa í Hæstakaupstað á Ísafirði. Fjölmenni var í miðbænum, einum mjög fárra slíkra á Íslandi. UM ALLT LAND YÐARFJÖRÐUR r Reyðarfjörður að takaNú myndá s Fortitude á nýjan mábæjarins á Svalbarðale em ógnvænlegir ðir gerast. Upptökur arri þáttaröðinni st í febrúar. Búið er ggja utan á Tærgesen- og færa verslunarhús Svalbarðastíl, segir á rfrett.is. AKRANES Fyrsta áfanga í umhver við vitann á Breiðinni á þessum áfanga var ger ð um og útsýnispalli. Það var Skóflan ABYGGÐ ldórsson, skóla- taka vel í hugmyndina fulltrúum íþróttafræða VATNSDALUR Bændurnir Magnús Jósefsson Á ti S 34 kíló eftir ær tveggja v .etra og eldri Þetta var á árshátíð búgreinafélaganna í Austur-Húnavatnssýslu þar sem bændur fengu verðlaun rir árangur í ræktun, segir feykir.is. LANDEYJAR Héraðsbókasafni Rangæinga barst á dögunum bókagjöf frá Símoni Oddgeirssyni í Dalseli í Landeyjum. Úr safni hans kom Íslenskt fornbréfasaf frá 834-1589, sem eru bindi, Íslandsárbæku ritum, Manntal á Ís ýti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.