Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Page 28
Heimili
og hönnun *Linda Jóhannsdóttir, sem hannar vinsælar mynd-ir undir heitinu Pastelpaper, hefur sent frá sérnýja línu af veggverkum sem kemur í takmörk-uðu upplagi. Hver mynd er árituð og númeruð,prentuð á 300 g hágæða munken-pappír. Einnig hefur Linda hafið framleiðslu á mynda-standi úr messing sem er fullkominn undir póst-
kort eða litla mynd, þannig er auðvelt að breyta um mynd.
Vörurnar fást í Hrími, Snúrunni og á www.tinytresor.is.
Nýjungar frá Pastelpaper
Jólaskeið ERNU 2015 og
servíettuhringur ársins
Verð 21.500,-
Verð 12.500,-
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
Í fyrsta sinn frá 1974
er jólaskeiðin
skreytt báðum megin.
Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði
og myndskreytt af Hildi Ingu Björnsdóttur, myndlistarmanni.
GULL- OG SILFURSMIÐJA
S
tíllinn á heimilinu er afar persónulegur og end-
urspeglar líf okkar, sem sagt kaótískur, hlýleg-
ur, líflegur og litríkur. Ég hef alltaf hrifist af
gömlum munum með sál en í þeim búa minn-
ingar sem gera mikið fyrir andann á heimilinu, hver
hlutur á sér sína sögu. Margt af því sem er hér er frá
ömmu minni og afa sem byggðu húsið árið 1952,“ út-
skýrir Bergþóra. Bergþóra og Gústi, sem búa ásamt
börnum sínum fjórum, segja gott skipulag nauðsynlegt
á stóru heimili.
„Góðar hirslur eru lykillinn að því að halda öllu gang-
andi og í sæmilegri röð og reglu, hver hlutur á sér sinn
stað alla jafna. Við útbjuggum t.d. aukahirsluherbegi úr
horni uppi sem nýttist okkur ekkert nema þá bara sjón-
rænt og græddum þar með auka hillu- og skápapláss
sem er líka nýtt sem leikherbegi þegar það á við.“
Bergþóra og Gústi kynntust fyrir einu og hálfu ári og
í tilhugalífinu skiptust þau á um að gefa hvort öðru hluti
keypta í Góða hirðinum eða öðrum nytjamörkuðum. „En
sem betur fer gripu örlögin í taumana áður en við þurft-
um að leigja okkur bílskúr í Breiðholti fyrir allt tilhuga-
lífið og ég varð ólétt. En söfnunarárátta okkar beggja
varð til þess að við höfum þurft að grisja heimilið ein-
faldlega til þess að komast fyrir innan veggja þess. Á
síðasta ári hef ég því þurft að láta mér nægja að keyra
framhjá Góða hirðinum og takmarka Pinterest-notkun
en auðvitað fell ég í freistni einstaka sinnum og þá eru
verslanirnar Hrím, Epal, Finnska búðin og Portið í
miklu uppáhaldi,“ svarar Bergþóra aðspurð hvar parið
versli helst inn á heimilið.
Varðandi innblástur nefnir hún meðal annars íslenska
náttúru. „Ég sæki innblástur víða, ég leita mikið í nátt-
úruna, ekki vegna þess að ég sé þessi dæmigerða úti-
vistartýpa (ég hef aldrei sofið í tjaldi) heldur elska ég
litina og mýktina í íslenskri náttúru,“ útskýrir Bergþóra
og bætir við að hún heillist af andstæðunum og áferð-
inni í náttúrunni, sem hún notar jafnframt í myndunum
sínum undir heitinu Minni.
ALLTAF HRIFIST AF GÖMLUM MUNUM MEÐ SÁL
Hver hlutur á sér sögu
BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR OG TEXTÍLHÖNNUÐUR, OG
GÚSTI GARÐARSSON KOKKUR HAFA BÚIÐ SÉR OG BÖRNUM SÍNUM FALLEGT HEIMILI
Í GERÐUNUM Í REYKJAVÍK Í HÚSI SEM AMMA OG AFI BERGÞÓRU BYGGÐU ÁRIÐ 1952.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Bergþóra segir borðstofuborðið vera þann stað þar sem fjölskyldan eyðir
hvað mestum tíma, matseldin teygir sig stundum þangað. Þar föndra þau
og vinna eftir því sem við á og njóta þess að vera stór fjölskylda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldhúsið er bjart og opið
en þar fá jafnframt fallegir
smáhlutir að njóta sín.
Falleg hilla þar sem vel valdir hlutir eiga sinn stað. Kertum komið fallega fyrir á trébakka.
* Ég sæki innblástur víða, ég leita mikiðí náttúruna, ekki vegna þess að ég séþessi dæmigerða útivistartýpa heldur elska
ég litina og mýktina í íslenskri náttúru.
Systurnar Ragnheiður Björt, sjö ára, og
Þórey Ágústa, sex mánaða, við jólatréð.
Forstofan er
rúmgóð og
skemmtilega
innréttuð.