Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Qupperneq 35
20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Laxatartar
150 g ferskur lax
100 g reyktur lax
1-2 cm engiferrót
1-2 msk ólífuolía
smá gróft salt
½ búnt kóríander (má vera
steinselja)
Takið roðið af og skerið reykta og
ferska laxinn í litla kubba/bita. Hell-
ið olíu í litla skál og rífið engiferið
út í. Saltið smá. Blandið í annarri
skál saman laxinum og hellið olíu
yfir. Stráið kóríander yfir og bland-
ið öllu saman. Betra að láta standa í
ísskáp yfir nótt. Gott með snittu-
brauði og piparrótarsósu eða eitt
og sér. Miðað við 6 manns.
náttúrulegt val
1
2
3
2 dósir grófhökkuð lifrarkæfa
1 pakki beikon
1 pakki sveppir
salt og pipar
rósmarín (má sleppa)
smjör
Takið kæfu úr dósunum með
skeið og hendið hlaupinu. Leggið í
miðjuna á eldföstu móti og mótið
í lengju. Bakið beikon í ofni þar til
mátulega stökkt. Takið út og kæl-
ið og skerið í grófa bita. Skerið
og steikið sveppi í smjöri á pönnu
og kryddið með salti, pipar og
fersku rósmaríni, smátt skornu.
Hellið vökvanum af sveppunum
og raðið til beggja hliða við kæf-
una. Þrýstið beikoni efst í kæfuna.
Hitið í heitum ofni í 10-15 mín-
útur og berið fram volgt. Gott
með rúgbrauði og súrum gúrkum.
Miðað við 6 manns. Þetta mun slá
í gegn.
Volg lifrarkæfa með
beikoni og sveppum
1 stór dós konfektsíld
1-2 epli
½ búnt dill
4 msk majónes
2 harðsoðin egg
Takið konfektsíld og sigtið
allan vökva af, tínið pipar-
kornin burt og þerrið laus-
lega. Saxið niður dillið.
Skrælið eplin og skerið í litla
teninga. Skerið eggin í litla
bita í eggjaskerara. Blandið
öllu saman í skál og hrærið
majones saman við. Bætið
við majonesi ef þurfa þykir.
Geymið í ísskáp yfir nótt
helst. Berið fram með rúg-
brauði. Miðað við 6 manns.
Síldarsalat með dilli
2-3 hausar brokkólí
beikon, eitt bréf
1 dolla sýrður rjómi eða majo-
nes (má blanda 50/50)
smá hvítvínsedik
2 msk agave- eða hlynsíróp
1 rauðlaukur, skorinn smátt
1 poki ristaðar furuhnetur
Skerið brokkólí í litla bita og hend-
ið stilkunum. Blandið saman í sér-
skál sýrðum rjóma, pínu hvítvínse-
diki og sírópi. Bakið beikon í ofni
þar til stökkt og smá brennt. Kælið
og skerið í litla bita.
Setjið í stóra skál brokkólí, lauk
og beikon og hellið blöndunni með
sýrða rjómanum yfir og blandið vel.
Stráið yfir einum poka af ristuðum
furuhnetum. Miðað við u.þ.b. 6-8
manns sem meðlæti með öðru.
Þessi réttur er einstaklega góður
og fer vel með bæði kjöti og fiski.
Hið sívinsæla
brokkólísalat
6 harðsoðin egg
4 msk majones eða 50 ml
smá salt
ein tsk dijonsinnep
½ til 1 tsk karrí
smá rjómi til að þynna
Sjóðið eggin, kælið, takið skurnina af
og skerið varlega hvítuna í tvennt
eftir endilöngu. Takið rauðuna heila
úr og hendið í hrærivélarskál, leggið
egghelminga á disk. Setjið út í rauð-
urnar majones, salt, sinnep, karrí og
rjóma og hrærið þar til maukað og
meðalþykkt. Þynnið með meiri
rjóma ef það er of þykkt og kekkj-
ótt. Smakkið til og kryddið meir ef
ykkur finnst vanta. Á að vera eins
áferð og kökukrem. Setjið í gamal-
dags rjómasprautu og sprautið í
hvern eggjahelming. Þessi réttur
passar vel með öllum smáréttum,
síld og skinku sérstaklega. Fyrir 6.
Djöflaegg Dísu