Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 49
20.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Black Marrow – Íd í Borgarleikhúsinu á
Listahátíð í Reykjavík
Eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet.
„Verkið fjallar um samband mannsins við nátt-
úruna og eðlishvatir mannsins sem hafa verið
iðnvæddar. […] Líkt og í fyrri samstarfsverkum
Ernu og Jalet, þá var sviðsmynd, búningar og önn-
ur umgjörð gríðarstór hluti verksins og mjög vel
úr garði gerð. Sköpuð var furðuveröld á sviðinu
þar sem súrrealískir hlutir áttu sér stað.“
FURÐUVERÖLD SKÖPUÐ Á SVIÐINU
„Í upphafi verksins beinist athygli áhorfandans að Tyminski sjálfum þar sem hann einbeitir sér að
einum líkamsparti í einu. Uppbyggingin leiðir smám saman til þess að sviðsmunir fléttast inn.“
Danssýningar ársins
SAMANTEKT MARGRÉTAR ÁSKELSDÓTTUR YFIR BESTU DANSSÝN-
INGAR ÁRSINS LEIÐIR Í LJÓS AÐ ÞÆR INNIHALDA DJARFAR HUGMYNDIR
OG GRÓTESKU, TÓNLISTARGJÖRNING, LÁTA REYNA Á ÞANÞOL LÍKAMANS
OG SKAPA FURÐUVERÖLD ÞAR SEM SÚRREALÍSKIR HLUTIR GETA GERST.
MEÐ ÞÖKK Í HUGA
Sinfóníutónleikar í Eldborg Hörpu bbbbm
Philharmonia Orchestra lék verk eftir Smetana, Rakhmaninoff og Dvorák. Daniil
Trifonov píanó. Stjórnandi: Jakub Hruša. 18. október.
„Reyndar stóð öll hljómsveitin undir væntingum, svo vægt sé til orða tekið. […]
Novgorod var jafnt fimur sem fjölbreyttur í túlkun; augljós virtúós á uppleið. […]
En almennt sá töfrandi sambland fagmennskrar fágunar og innlifaðrar ástríðu um
að hleypa hljómkviðu tékkneska meistarans á sópandi flug undir skilvirkri stjórn
ungs landa hans, Jakubs Hruša, er var greinilega öllum hnútum kunnugur.“
„Frábær spilamennska vægast sagt – og hefði sannarlega verðskuldað fagnað á fæti.“
Klassískir tónleikar ársins
ÞEGAR HORFT ER YFIR ÞÁ GAGNRÝNI SEM KLASSÍSKIR TÓNLISTARRÝNAR
MORGUNBLAÐSINS, INGVAR BATES OG RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON,
HAFA SKRIFAÐ Á ÁRINU SEM SENN ER AÐ LÍÐA MÁ SJÁ AÐ JAFNT
EINLEIKARAR SEM TÓNLISTARHÓPAR HAFA FARIÐ Á KOSTUM.
„ÞÚ SÖNGST Á TINDI HEKLU HÁM …“
Kórtónleikar í Eldborg Hörpu bbbbb
The King’s Singers söng lög af ýmsu tagi. 16. september
„[…] skiluðu hæfileikar, ögun og þrotlausar æfingar sínu svo varla
varð á betra kosið. Enda reif eftirminnileg frammistaða sexmenninganna
þegar í upphafi hlustendur rækilega upp úr skónum fram að fagnaði á
fæti í tónleikalok. Enn ein fjöður í ómvistarorðspor Eldborgar, er skilaði
órafmagnaðri barkalist þeirra félaga til yztu kima, þótt halda mætti að
fyrra bragði salinn í stærsta lagi fyrir jafnviðkvæma hópsöngsgrein.“
BEZT ALLRA HEIMA
Kammertónleikar í Norðurljósum Hörpu á vegum
Kammermúsíkklúbbsins bbbbb
Coull Quartet lék verk eftir Hafliða Hallgrímsson og Debussy. 1. nóvember.
„Vakti ekki sízt forvitni fyrsta framkoma Coull kvartettsins á Íslandi er
frumflutti hér nýja endurskoðun Hafliða Hallgrímssonar á 1. og 2. kvartetti
hans, enda kvað fereykið löngu hokið af reynslu eftir 41 árs starfsferil og
virt að sama skapi með yfir 30 geisladiska á sinni könnu. Túlkunin var […]
gegnsýrð æskuþrótti af því tagi sem bezt fer flutningi vandaðrar tónlistar.“
Í FYRRI HÁLFLEIK MEÐ JOHANN SEBASTIAN BACH
Einleikstónleikar í Norðurljósasal Hörpu á vegum
Kammermúsíkklúbbsins bbbbm
Bryndís Halla Gylfadóttir lék verk eftir J.S. Bach. 25. janúar
„Afar vel lesin og einbeitt lauk Bryndís Halla heildarflutningi svítna fyrir
einleiksselló eftir J.S. Bach með máski full holdlegum brag, en heildarflutn-
ingur svítnanna sex er jafnan stóráskorun og stórafrek. Tónhvíld lista-
mannsins nú um stundir er verðskulduð þá ferillinn er hálfnaður, en næstu
atrennu við svítur Bachs í seinni hálfleik er beðið með eftirvæntingu.“
MILLI STJARNA OG HIMNA
Einleikstónleikar í Hallgrímskirkju á Kirkjulistahátíð bbbbb
Olivier Latry lék verk eftir m.a. Mobberley og Stravinskíj. 20. ágúst.
„Stórbrotnir einleikstónleikar Oliviers Latry, konsertvirtuóss og org-
anista við Notre Dame í París. Fágætt úrval franskrar kirkjutónlistar, auk
ægifagurra elektrónískra hljómaklasa í verki James Mobberley, „Krítískur
massi fyrir orgel og segulband“, lyfti andanum gegnum þekju til him-
intungla. Á bónustónleikum fylgdi heiðinn seiður „Vorblóts“ Stravinskíjs
fyrir orgel í þjóðarhelgidómnum, minningarkirkju Hallgríms Péturssonar.“
Liminal – Íd í Borgarleikhúsinu bbbbm
Eftir Karol Tyminski í samvinnu við dansara verksins.
„Í verkum sínum skoðar Tyminski sjálfan líkama dans-
arans og svið tilfinninga í gegnum hreyfingu auk þess að
fjalla um mannlegt ástand. Hreyfingin sem slík er að
vissu leyti umfjöllunarefni og í gegnum sjálfsskoðun
dansaranna beinist athyglin að líkamanum og takmörk-
unum hans.“
TAKMARKANIR LÍKAMANS TIL SKOÐUNAR
Splendour – Sýnt í Gamla bíói á Lókal og RDF
Eftir Stinu Nyberg.
„Sjö gráklæddar manneskjur dansa með vélrænum hreyfingum
við teknótónlist. Samband líkama og hljóðs er einstakt. Dansinn
minnir á hljóðfæraleik þar sem tónmyndunin er undirbúin með
hreyfingum sem koma sekúndubroti á undan tóninum eins og dans-
ararnir skapi hljóðin með hreyfingum sínum. Enga hnökra var að
finna á uppfærslunni, dansararnir voru frábærir og sýningin sterk.“
VÉLRÆNT VIÐ TEKNÓTÓNLIST
Milkywhale – Sýnt í Tjarnarbíói á Lókal og RDF
Eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur.
„Það var frábært að sjá hversu vel [Melkorku] tókst til að
fanga athygli áhorfenda með óvæntum uppákomum og öruggri
sviðsframkomu. Öll umgjörð verksins var vel úr garði gerð.
[…] Milkywhale var án efa hápunktur tónlistargjörninga Mel-
korku, hressilegt og skemmtilegt verk sem vonandi verður sett
á svið sem víðast.“
HÁPUNKTUR TÓNLISTARGJÖRNINGA MELKORKU
Schönheitsabend – Sýnt í Tjarnarbíói á
Lókal og Reykjavík Dance Festival
Eftir Florentinu Holzinger og Vincent Riebeek.
„Schönheitsabend er erótískt og vægast sagt
gróteskt verk þar sem sýnendum er ekkert heil-
agt. Verkið er einstaklega vel unnið, vekur upp
sterkar spurningar um samfélagið og heldur
áhorfandanum við efnið allan tímann.“
ERÓTÍSKT OG GRÓTESKT