Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.12.2015, Side 56
Bækur
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.12. 2015
Fyrst verður fyrir ljóðabækur, eftir uppá-
haldsskáld, Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur
og Blýenglar Óskars Árna.
Svo Guðmundur Andri með
Og svo tjöllum við okkur í
rallið, æskuminningar með
pabba hans, Thor Vilhjálms-
syni. Þetta verður persónu-
leg veisla, ekki bara af því að
við erum Vogabúar. Þá er
mikil tilhlökkun hjá mér að
lesa bók Dagnýjar Kristjáns-
dóttur, Bókabörn, og svo
Soffíu Auði um Þórberg
Þórðarson. Ég ólst upp með
Þórbergi,
það var lesið
úr Sálm-
inum um blómið þegar ég
fékk að gista heima hjá
Tobbu vinkonu, dóttur Helga
J. Halldórssonar íslensku-
kennara. Svo er Þórbergur
Skaftfellingur eins og ég. En
um bæði þessi fyrirbæri,
skaftfellsku og Þórberg, er ég að verða meira
og meira hugsi, út í allar áttir.
Steinunn
Sigurðardóttir
Mér sýnist ljóðið vera ansi sterkt í haust, en
ljóðin eru besta loftvogin til að átta sig á tíð-
arandanum. Nokkur ný skáld af yngri kynslóð
gefa út sínar fyrstu bækur í
ár eins og Eydís Blöndal með
Tíst og bast sem virðist
hressileg. Það er mikilvægt
og göfugt að kaupa fullt af
bókum eftir unga höfunda
sem gefa út sjálfir. Það er
fátt skemmtilegra en að vera
ungur höf-
undur og sækja bók í endur-
prentun. Ég ætla að lesa
Sölvasögu unglings sem er
fyrsta bók Arnars Más Arn-
grímssonar, við eigum ekki
mikið af
raunsæis-
sögum úr
samtímanum sem takast á
við unglingsárin á þeim tím-
um sem við lifum einmitt
núna. Svo finnst mér texti og
hugsun Kristínar Ómars-
dóttur alltaf með eðlismassa
á við ljóð þannig að Flækingurinn hennar er
bók sem ég hlakka til að lesa.
Andri Snær
Magnason
HVAÐ LANGAR
HÖFUNDANA AÐ LESA?
Kristín Helga Gunnarsdóttir gladdi ís-lensk börn árum saman með Binnusinni, Móa hrekkjusvíni og fleiri eft-
irminnilegum persónum en rær nú á mið full-
orðinna með bókinni Litlar byltingar –
draumar um betri daga, þar sem hún segir
sögur af tíu íslenskum alþýðukonum.
„Ég skilgreindi bækur mínar aldrei sem
barnabækur því fullorðnir lesa þær líka, með
börnunum sínum, og þá mega þær ekki vera
leiðinlegar fyrir fullorðna. Ég hef reynt að
láta Fíu-sól, Móa hrekkjusvín og þetta lið
sem sópaðist að baki mér höfða til allra en
það má örugglega segja að þetta sé fyrsta
bókin mín sem börn nenna ekki að lesa …“
segir Kristín Helga við Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins um Litlar byltingar.
„Það má líklega segja að þetta sé skrýtin
bók og mér sýnist sumir ekki vita hvar þeir
eigi að staðsetja hana,“ segir höfundurinn.
Konan í krukkunni
Sagan af tilurð Lítilla byltinga er skondin.
„Ég ákvað að skrifa þessa bók og hóf
vinnu við hana 2010. Það kom þannig til að
föðursystir mín í Kaupmannahöfn féll frá en
þar hafði hún búið hálfa ævina. Ég flaug út
og var við útför í Kristjánshöfn en dóttir
hennar kom svo heim um jólin með jarð-
neskar leifar móður sinnar í duftkeri sem
hún hafði vafið innan í kasmírullarpeysu og
troðið ofan í ferðatösku. Við héldum að hún
ætlaði kannski að jarðsetja hana hér á landi
en þar sem konunni hefði ekki liðið vel í
kuldanum hér, heldur þráð að vera einhvers
staðar suður í höfum í hitanum, kom það ekki
til greina á þeirri stundu. Við komumst ekki
að niðurstöðu um jólin svo duftkerið var með
í jólaboðunum og svo fór að við gátum ekki
ákveðið, áður en frænka fór aftur út, hvað
gera skyldi við leifarnar í eilífðinni. Hún bað
mig því að geyma krukkuna.“
Þær Kristín Helga veltu lengi fyrir sér
heppilegum geymslustað en þar sem frænka
heitin hafði verið selskapsdama varð niður-
staðan sú að kerið skyldi standa á borðstofu-
skenk Kristínar Helgu.
„Þarna stóð þessi græna krukka í eitt ár
og varð kveikjan að ótal sögum og upprifj-
unum á gömlum sögum og leyndarmálum,
bæði af konunni í krukkunni og öðru fólki,
ekki síst öðrum konum sem eru farnar. Þá
fann ég hve mig langaði að skoða síðustu öld
með tilliti til alþýðukvenna; stóru stundirnar,
þær góðu og þær erfiðu; hugsaði um allar
þessar Siggur, Gunnur og Stínur sem eru
farnar. Ég átti nóg af slíkum konum í mínu
baklandi og þegar ég fór að hugsa um lang-
ömmur, ömmur, frænkur og mömmur fannst
mér þær eiga skilið að fá svigrúm sem
fulltrúar liðinnar aldar. Ég velti því fyrir mér
hvernig við erum afleiðingar af því sem áður
var. Ástæðan fyrir því að ég einblíndi svona á
konurnar er að tíðarandinn hefur, hvort sem
okkur líkar betur eða verr, markað konunni
skýran ramma í karlasamfélaginu, jafnvel hér
LITLAR BYLTINGAR – DRAUMAR UM BETRI DAGA
Þetta eru ekki
frægu konurnar
ÍSLENSKAR ALÞÝÐUKONUR ERU Í AÐALHLUTVERKI Í NÝRRI SKÁLDSÖGU
KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR, LITLAR BYLTINGAR – DRAUMAR
UM BETRI DAGA. PERSÓNURNAR BYGGIR HÚN Á FORMÆÐRUM SÍNUM.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Það má segja að ég sé alin upp við ferskeytluna, en pabbikenndi okkur systkinunum að kveðast á og ég hef verið aðsemja síðan ég man eftir mér, segir Sigríður Ólafsdóttir, fyrr-
verandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem sendi í haust frá sér
fyrstu ljóðabókina, Bikarinn tæmdur. Faðir hennar, Ólafur Tryggva-
son, þekktur húðsjúkdómalæknir í Reykjavík, var hagmæltur og ein
bók kom út með ljóðum hans, reyndar ekki fyrr en daginn eftir að
hann lést.
Sigríður hefur mest ort með hefðbundnum bragarhætti en í bók-
inni er einnig óhefðbundinn kveðskapur. „Ég fór á ljóðanámskeið fyr-
ir allmörgum árum í Endurmenntunarstofnun Háskólans og hélt þá
að þar yrði fjallað um reglur bragfræðinnar en áherslan var hins
vegar nánast eingöngu á óhefðbundnum kveðskap sem ég kynntist
þarna fyrst persónulega, ef svo mætti segja.“
Námskeiðin urðu tvö og hópurinn sem þau sat stofnaði ljóðahóp
ásamt kennaranum, Þórði Helgasyni. „Við erum sex sem myndum
kjarnann úr þessum hópi og fjögur okkar eru að gefa út bók núna.
Það kalla ég góð afköst hjá hópnum! Auk mín er Sigrún Haralds-
dóttir að senda frá sér ljóðabók, Ása Marin skáldsögu og Steindór
Ívarsson gaf út ljóðabók.“
Sigríður orti í fjöldamörg ár ofan í skúffuna og flíkaði lítt kveð-
skap sínum. Segir það líklegast hafa stafað af feimni eða kannski
hræðslu við gagnrýni. „Ég fór svo að skríða upp úr skúffunni þegar
ég var í Héraðsdómi. Valtýr Sigurðsson, kollegi minn, sem er mikill
söngmaður, fór þess á leit við mig að ég semdi texta við lag fyrir síð-
ustu sameiginlegu árshátíð dómara og sýslumanna, þegar aðskilnaður
dómsvalds og framkvæmdavalds var framundan. Ég tók reyndar
dræmt í það í fyrstu en gerði það svo og Valtýr söng lagið á árshá-
tíðinni. Boltinn fór þá að rúlla og ég var beðin um að semja ýmsa
texta fyrir afmæli og fleiri tækifæri. Ég held því þess vegna fram að
Valtýr beri ábyrgð á þessu!“ Umrætt ljóð er í bókinni.
Bókina kallar Sigríður Bikarinn tæmdur. Má skilja nafnið sem svo
að ljóðabikar hennar sé tæmdur?
„Ég valdi ljóðin í þessa bók þannig að hún yrði sýnishorn af því
sem ég hef gert í gegnum tíðina. Þar sem ég var að verða sjötug
fannst mér líklegt að þetta væri tæming á bikarnum og þannig kom
nafnið á bókinni til, en maður veit aldrei. Ég er að minnsta kosti
ekki með nein plön um frekari útgáfu. Þurfti samt að koma þessu frá
mér; fannst ég komin með ritstíflu og gæti ekki haldið áfram fyrr en
ég lyki við bókina.“ skapti@mbl.is
BIKARINN TÆMDUR
Hef samið síðan ég var barn
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR STARFAÐI SEM DÓMARI VIÐ BORGARDÓMARAEMBÆTTIÐ Í REYKJAVÍK OG SÍÐAN HÉR-
AÐSDÓM REYKJAVÍKUR Í FJÓRA ÁRATUGI. HÚN HEFUR ORT SÍÐAN HÚN MAN EFTIR SÉR OG SIGRÍÐUR HÉLT UPP
Á SJÖTUGSAFMÆLIÐ Í HAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA FRÁ SÉR FYRSTU LJÓÐABÓKINA, BIKARINN TÆMDUR.
Sigríður Ólafsdóttir fyrrverandi dómari orti í mörg ár fyrir skúffuna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg