Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Ég held að það væri alveg hægt að gera hvort
tveggja. Selja í matvörubúðum og Ríkinu. Þá
væri kannski lítið úrval í matvörubúðum
þannig að þú gætir nýtt það ef það er langt í
næstu áfengisverslun. Annars er Ríkið mjög
þægilegt og mikið úrval þar.
Hlynur Halldórsson
Ég veit það ekki. Ég er hræddur um að úrval-
ið myndi minnka við það.
Gunnar Gunnarsson
Nei, ég er alveg á móti því.
Þórhalla Haraldsdóttir
Prentun
Landsprent ehf.
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Já. Mér finnst að þetta eigi að vera jafn-
aðgengilegt öllum á landinu.
Erna Dögg Úlfhéðinsdóttir
Morgunblaðið/Styrmir Kári
SPURNING VIKUNNAR: FINNST ÞÉR AÐ SELJA EIGI ÁFENGI Í MATVÖRUBÚÐUM?
Guðrún Hannes-
dóttir byrjaði ekki að
yrkja fyrr en á miðjum
aldri en hefur nú sent frá
sér fimm ljóðabækur.
Ljóðin eru órímuð og
einföld við fyrstu sýn. „Ég
ætla að halda ótrauð
áfram. Það er þannig
með ljóðlistina að þegar
maður hefur eitt sinn
ánetjast henni verður
ekki aftur snúið.“ 50
ÚR BLAÐINU
Hvað geturðu sagt okkur um þennan nýja
Spaugstofuþátt, Andspyrnuhreyfinguna?
„Hann fjallar um nokkur gamalmenni sem leiðist þófið og
taka til óspilltra málanna. Tilgangurinn mun vera að upp-
lýsa í eitt skipti fyrir öll hvað þjóðin lærði af hruninu. Þetta
eru eldri týpurnar úr Spaugstofuþáttunum, eins og Sig-
finnur, Þórður húsvörður og fleiri góðir menn. Mitt hlut-
verk í þættinum er aðallega að vera leiðsögumaður og fara
með túrista í lundabúðir og fleira. Andspyrnuhreyfingin er
þáttur í anda klassísku Spaugstofuþáttanna eins og þeir
voru á milli 1990 og 2000.“
Hverjir koma fram?
„Við fimm sem lengst af mynduðum Spaugstofuna; Sig-
urður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Karl
Ágúst Úlfsson og ég. Og svo er Laddi með okkur.“
Er þetta svanasöngur Spaugstofunnar í
sjónvarpi?
„Ég veit það ekki. Satt best að segja. Ríkissjónvarpið bað um
þennan þátt sem hala við þessa heimildarþætti um Spaugstofuna
sem sýndir hafa verið í vetur. Það er ómögulegt að segja hvað ger-
ist í framtíðinni. En ætli sé ekki komið nóg! Alla vega í sjónvarpi.
Við erum ennþá að sýna leiksýninguna okkar, Yfir til þín, í Þjóð-
leikhúsinu. Hún hefur fengið fínar viðtökur og verið uppselt.
Næstu sýningar verða 28. janúar og 1. febrúar. Við höldum áfram
með hana eins lengi og það er eftirspurn.“
Nú eru allmörg ár síðan þú varst síðast á ferðinni
með Spaugstofunni. Hvernig var að koma aftur?
„Það var eins og ég hefði aldrei farið. Þetta er alveg sami andinn
og áður og ég var fljótur að komast inn í þetta.“
Hvað ertu annars að fást við þessi misserin?
„Ég lauk leiðsögumannsprófi í fyrravor og hef verið að vinna
hjá Grey Line síðan. Þeir eru með mikið úrval af ferðum og ég
hef verið að fara með túrista um Reykjavík, Gullna hringinn og
suðurströndina, svo dæmi sé tekið. Það er brjálað að gera, allt
árið um kring.“
Ertu eitthvað að spauga við túristana?
„Maður reynir að vera gáfulegur og miðla upplýsingum um
land og þjóð en auðvitað slær maður á léttari strengi inn á
milli. Þetta er bara eins og hver annar performans. Og
stundum í átta tíma, eins og Gullni hringurinn.“
Það er bara eins og grísku harmleikirnir?
„Já, það má segja það. Og maður tuðandi allan tím-
ann.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
RANDVER ÞORLÁKSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Klassísk
Spaugstofa
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Svanhvít Þóra Sigurðardóttir
stofnaði ásamt skólasystur
sinni Maiken Bille merkið Mai
Svanhvit sem hún mun
kynna á tískuvikunni í Kaup-
mannahöfn í febrúar.
Fyrsta lína þeirra er innblásin af
íslenskri náttúru og skandinav-
ískum mínimalisma. Tíska 36
Það dreymir marga um einfaldara líf og það þarf að
skera niður á fleiri stöðum en í mataræðinu í byrjun
árs. Í þessu eins og öðru er gott að
vera staðfastur en hér koma
sex góð ráð fyrir fjölskyldur,
ráð sem hjálpa til við að
mynda góðar venjur,
minnka draslið á
heimilinu og róa
hugann um leið.
Fjölskyldan 30
Vala Valþórsdóttir og Rún-
ar H. Bridde hafa komið
sér upp fallegu heimili
í Kópavogi. Vala og Rúnar
halda upp á vandaðar
hönnunarvörur frá ýmsum
tímabilum og segja heim-
ilisstílinn mínimalískan og
einfaldan. Heimili og
hönnun 24
Randver Þorláksson er meðal leikenda í glænýjum Spaug-
stofuþætti. Andspyrnuhreyfingunni, sem sýndur verður í
Ríkissjónvarpinu í kvöld, laugardag, kl. 19:45.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Í fókus