Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Ferðalög og flakk Utan seilingar ÖLL ÞEKKJUM VIÐ ÞÁ OG VÆRUM MEIRA EN TIL Í AÐ FERÐAST ÞANG- AÐ. JAFNVEL MEÐ ÓHEFÐBUNDNUM FARARTÆKJUM. EINA VANDA- MÁLIÐ ER AÐ ÞESSIR STAÐIR ERU EKKI TIL – OG HAFA MÖGULEGA ALDREI VERIÐ ÞAÐ. ALLTÉNT EKKI Á ÞESSU TILVISTARSTIGI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hér í dag, horfinn á morgun. Bærinn Brigadoon í Skotlandi var gerður ódauðlegur í samnefndum söngleik eftir Alan Jay Lerner og Frederick Loewe, sem fyrst var settur á svið 1947 og skilaði sér á hvíta tjaldið sjö árum síðar, með Gene Kelly og Cyd Charisse í broddi fylkingar. Þar er hermt af tveimur bandarískum túristum sem hafna fyrir tilviljun í Brigadoon, bæ sem aðeins er sýnilegur í einn dag á hundrað ára fresti. Ekki er að spyrja að því, annar gestanna kolfellur fyrir stúlku í bænum. Þá eru góð ráð dýr. En eins og svo oft áður er ekki upp á ástina logið. Hún á það til að flytja fjöll. Ef sá gállinn er á henni. Brigadoon á sér að vonum ekki stoð í veru- leikanum, heldur byggist sagan á þýsku ævintýri um bæ sem bölvun hvílir á. Hún er í því fólgin að íbúum er aðeins hleypt út, ef þannig má að orði komast, einu sinni á öld. Nafn bæjarins er talið dregið af frægri brú í Ayrskíri í Skotlandi, Brig o’ Doon. Gene Kelly og Cyd Charisse í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Brigadoon frá 1954. Ástinni eru allir vegir færir BRIGADOON Gegnum kanínuholu UNDRALAND Hvernig kemst maður til Undralands til að hitta Lísu og félaga hennar? Gegnum kan- ínuholu. Enginn veit fyrir víst hvar sú ágæta hola er en talið er að hún sé við Thames-ána í Lundúnum, einhvers staðar milli Folly-brúarinnar og God- stow. Samt endar maður í iðr- um Oxfordskíris. Hvernig sem það má vera. Hversu langt nið- ur maður fer liggur ekki fyrir en Lísa sjálf gerir því skóna að Undraland sé nærri miðju jarðar. Einhverjir halda því fram að Undraland sé í raun Undir- land; Lísu hafi bara misheyrst þegar hún var barn. Ætli hún hafi þá jafnvel endað í Ástralíu? Allir þekkja sögu Lewis Car- rolls um Lísu í Undralandi, þar sem blómin hafa rödd og hús- gögnin stækka og minnka. Hún kom fyrst út á því herrans ári 1865. Carroll sótti víst vatnið ekki yfir lækinn, persónur og staðir eru byggðir á hans nán- asta umhverfi en rithöfundur- inn stundaði nám í Oxford. Sumir segja að útskurður í dómkirkjunni í Norður- Jórvíkurskíri hafi til að mynda verið kveikjan að kanínuhol- unni. Bretar hafa um aldir deilt um meinta staðsetningu Camelot, kastala goðsagnarinnar Arthúrs konungs. Fræg eru til dæmis um- mæli fræðimannsins Norris J. Lacy sem sagði að Camelot væri ekki á neinum tilteknum stað og gæti raunar verið hvar sem er. Það hefur þó ekki haldið aftur af sagn- fræðingum, sem leita áfram af sér allan grun. Að ekki sé talað um ferðamálafrömuði en margir stað- ir haf spyrt sig við Arthúr konung gegnum tíðina. Með einum eða öðrum hætti. Í því sambandi má nefna Winchester, Somerset og velska bæinn Caerleon. Flestir fræðimenn líta svo á að Camelot, þar sem Arthúr sveiflaði sverðinu Excalibur, gekk að eiga lafði Guinevere og gerði sér glað- an dag með Riddurum hring- borðsins, hafi aldrei verið til. Og hafi kastalinn verið það sé úti- lokað að staðsetja hann. Þess ut- an tengja fjölmargir staðir á Bret- landseyjum sig við Arthúr sjálfan og ævintýri hans. Það má alltaf láta sig dreyma. Ekki síst um al- mennilegar skylmingar. Teikning Gustave Doré af Camelot, hinum mikla kastala. Hvar sveiflaði Arthúr Excalibur? CAMELOT Hermt er að aðeins börn geti heimsótt Hvergiland, þar sem kempur á borð við Pétur Pan, Skellibjöllu og Krók skipstjóra eru með lögheimili. En þau gætu eigi að síður þurft að lygna aftur aug- unum og ferðast á vængjum já- kvæðra hugsana ætli þau að kom- ast á áfangastað. Hvergiland er hugarfóstur skoska rithöfundarins J.M. Barrie og kom fyrst við sögu í leikriti hans um eilífðarbarnið Pétur Pan snemma á síðustu öld. Þá hét það raunar Hvergihvergiland og í fyrri drögum hét þetta ágæta land Hvergihvergihvergiland. Á end- anum varð það einfaldlega Hvergi- land enda sama hversu oft hvergi er margfaldað, það verður alltaf hvergi. Talið er að Barrie hafi sótt nafn- ið til Ástralíu, en partur af óbyggðunum þar nefnist Hvergi- hvergiland. Lengra nær sú tenging þó ekki enda myndi Pétur Pan að líkindum ekki kannast við sig í óbyggðum Ástralíu. Sumir segja að Hvergilandið hans líkist einna helst eyjunni Madagaskar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Enda ligg- ur fyrir að Hvergiland er hvergi eins, ekki í hugum neinna tveggja barna. Pétur Pan og félagar með augum kvikmyndarisans Disneys. Bara ætlað börnum HVERGILAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.