Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016
Ferðalög og flakk
Utan seilingar
ÖLL ÞEKKJUM VIÐ ÞÁ OG VÆRUM MEIRA EN TIL Í AÐ FERÐAST ÞANG-
AÐ. JAFNVEL MEÐ ÓHEFÐBUNDNUM FARARTÆKJUM. EINA VANDA-
MÁLIÐ ER AÐ ÞESSIR STAÐIR ERU EKKI TIL – OG HAFA MÖGULEGA
ALDREI VERIÐ ÞAÐ. ALLTÉNT EKKI Á ÞESSU TILVISTARSTIGI.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Hér í dag, horfinn á morgun. Bærinn Brigadoon í
Skotlandi var gerður ódauðlegur í samnefndum
söngleik eftir Alan Jay Lerner og Frederick
Loewe, sem fyrst var settur á svið 1947 og skilaði
sér á hvíta tjaldið sjö árum síðar, með Gene Kelly
og Cyd Charisse í broddi fylkingar. Þar er hermt
af tveimur bandarískum túristum sem hafna fyrir
tilviljun í Brigadoon, bæ sem aðeins er sýnilegur í
einn dag á hundrað ára fresti. Ekki er að spyrja að
því, annar gestanna kolfellur fyrir stúlku í bænum.
Þá eru góð ráð dýr. En eins og svo oft áður er
ekki upp á ástina logið. Hún á það til að flytja fjöll.
Ef sá gállinn er á henni.
Brigadoon á sér að vonum ekki stoð í veru-
leikanum, heldur byggist sagan á þýsku ævintýri
um bæ sem bölvun hvílir á. Hún er í því fólgin að
íbúum er aðeins hleypt út, ef þannig má að orði
komast, einu sinni á öld. Nafn bæjarins er talið
dregið af frægri brú í Ayrskíri í Skotlandi, Brig o’
Doon.
Gene Kelly og Cyd Charisse í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Brigadoon frá 1954.
Ástinni eru allir vegir færir
BRIGADOON
Gegnum
kanínuholu
UNDRALAND
Hvernig kemst maður til
Undralands til að hitta Lísu og
félaga hennar? Gegnum kan-
ínuholu. Enginn veit fyrir víst
hvar sú ágæta hola er en talið
er að hún sé við Thames-ána í
Lundúnum, einhvers staðar
milli Folly-brúarinnar og God-
stow. Samt endar maður í iðr-
um Oxfordskíris. Hvernig sem
það má vera. Hversu langt nið-
ur maður fer liggur ekki fyrir
en Lísa sjálf gerir því skóna að
Undraland sé nærri miðju
jarðar.
Einhverjir halda því fram að
Undraland sé í raun Undir-
land; Lísu hafi bara misheyrst
þegar hún var barn. Ætli hún
hafi þá jafnvel endað í Ástralíu?
Allir þekkja sögu Lewis Car-
rolls um Lísu í Undralandi, þar
sem blómin hafa rödd og hús-
gögnin stækka og minnka. Hún
kom fyrst út á því herrans ári
1865. Carroll sótti víst vatnið
ekki yfir lækinn, persónur og
staðir eru byggðir á hans nán-
asta umhverfi en rithöfundur-
inn stundaði nám í Oxford.
Sumir segja að útskurður í
dómkirkjunni í Norður-
Jórvíkurskíri hafi til að mynda
verið kveikjan að kanínuhol-
unni.
Bretar hafa um aldir deilt um
meinta staðsetningu Camelot,
kastala goðsagnarinnar Arthúrs
konungs. Fræg eru til dæmis um-
mæli fræðimannsins Norris J. Lacy
sem sagði að Camelot væri ekki á
neinum tilteknum stað og gæti
raunar verið hvar sem er. Það
hefur þó ekki haldið aftur af sagn-
fræðingum, sem leita áfram af sér
allan grun. Að ekki sé talað um
ferðamálafrömuði en margir stað-
ir haf spyrt sig við Arthúr konung
gegnum tíðina. Með einum eða
öðrum hætti. Í því sambandi má
nefna Winchester, Somerset og
velska bæinn Caerleon.
Flestir fræðimenn líta svo á að
Camelot, þar sem Arthúr sveiflaði
sverðinu Excalibur, gekk að eiga
lafði Guinevere og gerði sér glað-
an dag með Riddurum hring-
borðsins, hafi aldrei verið til. Og
hafi kastalinn verið það sé úti-
lokað að staðsetja hann. Þess ut-
an tengja fjölmargir staðir á Bret-
landseyjum sig við Arthúr sjálfan
og ævintýri hans. Það má alltaf
láta sig dreyma. Ekki síst um al-
mennilegar skylmingar. Teikning Gustave Doré af Camelot, hinum mikla kastala.
Hvar sveiflaði Arthúr Excalibur?
CAMELOT
Hermt er að aðeins börn geti
heimsótt Hvergiland, þar sem
kempur á borð við Pétur Pan,
Skellibjöllu og Krók skipstjóra eru
með lögheimili. En þau gætu eigi
að síður þurft að lygna aftur aug-
unum og ferðast á vængjum já-
kvæðra hugsana ætli þau að kom-
ast á áfangastað.
Hvergiland er hugarfóstur
skoska rithöfundarins J.M. Barrie
og kom fyrst við sögu í leikriti
hans um eilífðarbarnið Pétur Pan
snemma á síðustu öld. Þá hét það
raunar Hvergihvergiland og í fyrri
drögum hét þetta ágæta land
Hvergihvergihvergiland. Á end-
anum varð það einfaldlega Hvergi-
land enda sama hversu oft hvergi
er margfaldað, það verður alltaf
hvergi.
Talið er að Barrie hafi sótt nafn-
ið til Ástralíu, en partur af
óbyggðunum þar nefnist Hvergi-
hvergiland. Lengra nær sú tenging
þó ekki enda myndi Pétur Pan að
líkindum ekki kannast við sig í
óbyggðum Ástralíu. Sumir segja að
Hvergilandið hans líkist einna helst
eyjunni Madagaskar. Sel það ekki
dýrara en ég keypti það. Enda ligg-
ur fyrir að Hvergiland er hvergi
eins, ekki í hugum neinna tveggja
barna.
Pétur Pan og félagar með augum kvikmyndarisans Disneys.
Bara ætlað börnum
HVERGILAND