Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Græjur og tækni Vísindamenn við Oxford-háskólann hafa komist að þeirri niðurstöðu að meðal- manneskjan á Facebook eigi 150 vini. Þar af eru aðeins fjórir þeirra sem stendur raun- verulega ekki á sama um mann og hægt er að treysta. Og ekki nema 14 hafa raunveru- lega samúð með manni ef eitthvað fer úr- skeiðis. Skeytingarlaus Facebook S krefateljarar hafa selst í milljónavís í heiminum undanfarna áratugi enda viðtekin þumalfingursregla að tíu þúsund skref á dag komi heilsunni í lag. Nú er komið á markað smáforrit sem byggir á aðferð sem mögulega er betur til þess fallin að mæla heilsubætandi aðgerðir, Personal Activity Intelligence, PAI, sem mælir hjartslátt fólks í stað skrefafjölda. Um er að ræða smáforrit fyrir snjallsíma og heilsuarmband sem tengt er við símann. Framleiðandi er fyrirtækið Mio Global. Geoffrey A. Fowler, blaðamaður The Wall Street Journal, réðst nýverið í heilsuátak og ber heilsuarmbönd og öpp saman í grein í blaði sínu í vikunni. Niðurstaða hans er sú að PAI gefi mun gleggri mynd af brennslu og þar af leiðandi árangri með hreyfingunni en gamli góði skrefateljarinn. Viðmið skrefateljarans, 10.000 skref á dag, má rekja aftur til markaðsátaks vegna græj- unnar í Japan á sjöunda áratug síðustu ald- ar. Læknar hafa aldrei kvittað upp á þá tölu. Fowler bendir á að þá hafi verið aðrir tímar enda hafi einkatölvan ekki rutt sér til rúms fyrr en löngu síðar með allri þeirri óhollustu sem getur fylgt hömlulausri ást á henni. Ekki sama 10.000 og 10.000 Læknar og heilsufrömuðir hafa lengi fullyrt að öll hreyfing sé holl fyrir líkamann en það segir sig eigi að síður sjálft að það að ganga á jafnsléttu eða niður í móti reynir ekki á mann með sama hætti og að ganga upp í móti. Þess utan gengur fólk auðvitað mis- jafnlega hratt. 10.000 skref eru með öðrum orðum ekki sama og 10.000 skref. Það má líka fara út að hjóla eða skella sér í spinning-tíma og skrefateljarinn haggast ekki. Ekki frekar en þegar maður refsar lóð- unum, tekur kannski löðursveittur 150 kg í bekk. Og rymur vel á eftir. Í þessu felast yfirburðir PAI yfir skrefa- teljarann. Með PAI smáforritinu er áhersla lögð á hjartsláttinn og maður sér því mun á því að ganga upp hæð eða niður brekku. Brennslan er ekki sú sama. Þekkt er að tæki af þessu tagi, svo sem Fitbit, Jawbone, Basis og græjur frá Micro- soft, séu með hugbúnað sem breytir upplýs- ingum í ráð. Jawbone leitar til dæmis að mynstri í venjum notandans. Heilsu- armböndin sem notast við PAI aðferðina ganga ennþá lengra. Freistandi er að segja skrefinu lengra en það á svo innilega ekki við í þessu sambandi. Öllum upplýsingar um hjartslátt er safnað saman og breytt í tölu sem allir eiga auðvelt með að skilja. Notand- inn safnar stigum og því meira sem hann hreyfir sig þeim mun fleiri verða stigin. Rannsóknir hafa þegar sýnt fram á, að sögn Fowlers, að haldi fólk PAI-tölunni sinni reglulega í kringum 100 geti það framlengt líf sitt um að minnsta kosti tvö ár. Sé fólk undir fimmtugu gæti þetta þýtt allt að tíu ár í viðbót. Það er ekki lítið. Öfugt við skrefamælinn byrjar PAI- mæliaðferðin ekki á núlli á hverjum morgni sem þýðir að auðveldlega má vinna upp slugs mánudagsins á þriðjudeginum. Engin PAI eru nákvæmlega eins en form- úlan tekur með í reikninginn aldur notand- ans, kyn, hjartslátt í hvíld og hámarki og sitthvað fleira. Ekki þarf að gangsetja arm- bandið sérstaklega, sé maður á hreyfingu skynjar það hana. Sér heilsurækt í öðru ljósi Fowler hefur prófað tækið við ýmsar æfing- ar og komist að forvitnilegum niðurstöðum. Þannig fékk hann ekki nema 7 PAI-stig fyrir klukkustundarlanga göngu, sem taldi 6.000 skref en 56 PAI-stig fyrir hressilegan hjól- reiðatúr. Karlanginn viðurkennir að hann hafi verið dottinn úr formi, þegar átakið hófst, en PAI hafi beinlínis hjálpað honum að taka sig á. „Eftir að hafa fylgst með hreyfingu minni gegnum tækið hugsa ég með allt öðrum hætti um það að koma mér í form,“ segir hann. Framkvæmdastjóri Mio, Liz Dickinson, segir heilsuarmböndin sem tengjast PAI smáforritinu einmitt upplögð fyrir fólk sem hefur gengið illa að koma sér í form eða halda sér í formi, vegna þess að tækið lagar sig að ástandi og þörfum hvers og eins. „Það mun ekki hvetja mann til að gera hluti sem maður ræður ekki við,“ segir Dick- inson. Þess má geta að PAI er sprottið upp úr einni elstu heilsurannsókn sem um getur, Hunt-rannsókninni, þar sem fylgst var með heilsu sextíu þúsund Norðmanna í tvo ára- tugi. Það er einmitt norskur prófessor, Ulrik Wisløff, sem lagði drög að heilsuforritinu sem PAI byggist á. Gott að fara yfir 100 PAI vilji fólk létta sig Spurður um galdratöluna, 100, segir Wisløff allt benda til þess að hún henti öllum en ennþá sé of snemmt að segja til um hvort það skipti máli fyrir heilsuna til lengri tíma litið og þar af leiðandi lífslíkur manna að fara yfir hana, það er upp í 130 eða 150 PAI. Vilji fólk á hinn bóginn losa sig við einhver aukakíló geti þó til skamms tíma verið gott að fara eitthvað yfir hundraðið. Hlustið á hjartað en ekki fótatakið AÐFERÐ SEM KALLAST PERSONAL ACTIVITY INTELLIGENCE, EÐA PAI, NÝTUR NÚ SÍVAXANDI VINSÆLDA EN HÚN MÆLIR HJARTSLÁTT VIÐ HREYFINGU Í STAÐ ÞESS AÐ TELJA SKREF OG SKILAR FYRIR VIKIÐ NÁ- KVÆMARI UPPLÝSINGUM OG MÖGULEGA BETRI ÁRANGRI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is PAI tekur með í reikninginn aldur notandans, kyn, hjartslátt í hvíld og hámarki og sitthvað fleira. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Samkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin. Meðan fólk er rétt að venjast til- hugsuninni um sjálfkeyrandi bif- reiðir eru sjálfkeyrandi barnakerr- ur á leið á markað. Kerran, sem er sambland af kerru og vagni, kallast „Smartbe“ og er drifin áfram af mótor. Hug- búnaðurinn í kerrunni, með inn- byggðum skynjurum, virkar þannig að kerran forðast allar hindranir, beygir fram hjá þeim, og eltir for- eldrið, eða þann sem fer með stjórn kerrunnar, og heldur sig ná- lægt því. Ef mamma eða pabbi ákveða að skokka í hina áttina fer vagninn þá leið. Ef foreldrið stopp- ar stoppar Smartbe-kerran líka. Kerruna má að sjálfsögðu líka keyra áfram með eigin handafli en það getur komið að góðum notum að hafa mótorinn til að hjálpa sér í erfiðustu brekkunum. Þess má geta að vagninn inniheldur ýmis auka- þægindi svo sem að hita pela og spila vögguvísur. NÚTÍMINN Í BARNAUPPELDI Sjálfkeyrandi barnakerra Það lítur út fyrir að vera þægilegt að skokka með Smartbe.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.