Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 34
Tíska AFP *Grace Coddington, sem starfað hefur yfir 25 árhjá bandarísku útgáfu tískutímaritsins Vogue,hefur sagt starfi sínu lausu sem listrænn stjórn-andi þekktasta tískublaðs heims. Coddingtonmun þó koma að nokkrum tískuþáttum á árinu. Ekki er vitað hver tekur við starfi hennar. Grace Coddington yfirgefur Vogue H vað er það sem heillar þig við tísku? Það sem heillar mig mest er að hver og einn hefur sinn stíl. Maður stjórnar því algjörlega hversu mik- ið eða lítið maður fylgir helstu tískustraumum. Mér finnst töff hvað tískan gengur í hringi og hlutir sem manni finnst fáránlegir þegar maður hugsar til baka eiga eflaust eftir að verða aðalmálið á ný eftir nokkur ár. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Stíllinn minn er fjölbreytilegur og af- slappaður, gæjalegur í bland við fínni flíkur. Mér finnst gaman að blanda saman ólíkum stílum, til dæmis með strigaskóm við fína efri parta. Ég klæðist mest svörtu og hvítu, en uppáhaldsliturinn minn er blár og því er ég alltaf mjög hamingjusöm þegar ég finn falleg blá föt. Hvað er þitt uppáhaldstískutrend þessa stundina? Strigaskór hafa verið heitir síðustu misseri og verða það hiklaust áfram. Það hefur verið uppáhaldstrendið mitt frá fyrsta degi og ég sé ekki fram á að fá nokkurn tímann nóg af flottum strigaskóm. Ég er líka rosalega skotin í rúllukragabolum og sanka þeim að mér þessa dagana, bæði peysum og bolum. Loks er ég mikið með alls kyns derhúfur sem hafa komið sterkar inn síðasta ár- ið. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Gæði fram yfir magn. Ég hef lært í gegnum árin að ég verð nánast aldrei þreytt á fötum sem eru úr góð- um og vönduðum efnum. Þau kosta meira en að lokum borgar það sig alltaf að kaupa færri, dýrari flíkur. Að minnsta kosti í mínu tilfelli. Er eitthvert ráð sem þú getur gefið varð- andi fatakaup? Ekki kaupa bara til þess að kaupa. Mér finnst langbest að vera handviss um að varan muni koma mér að góðum notum og að hún sé pen- inganna virði. Einnig finnst mér mik- ilvægt að gera sér grein fyrir að þó svo að einhver tískubylgja standi yfir þýðir það alls ekki að maður verði að fylgja henni. Aðalmálið er að klæðast því sem manni sjálfum finnst flott, burtséð frá því hvort það sé á öllum síðum tísku- blaðanna eða ekki. Hvað kaupir þú þér alltaf þótt þú eigir nóg af því? Skó! Þeir eru alltaf það fyrsta sem ég skoða í búðum og ég vel yfirleitt dress dagsins út frá því skópari sem mig langar að klæðast þann daginn. Ég kaupi mér líka reglulega svartar gallabuxur, en það er aðallega vegna þess að með tímanum upplitast þær og mér finnst mikilvægt að eiga alltaf par af svörtum, nýlegum gallabuxum. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Anja Rubik, hún er algjör töffari og við eigum það sameiginlegt að elska svört föt. Ég hef fylgst með henni lengi og alltaf verið hrifin af stílnum hennar. Jourdan Dunn og Elsa Hosk eru líka of- arlega í huga mér. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Aldrei að segja aldrei, en akkúrat núna finnst mér afar ólíklegt að ég muni ganga í þröngum „bandage“-kjól í nánustu framtíð. Áttu þér uppáhaldsflík? Já, ég á nokkrar uppáhaldsflíkur. Ég fæ aldrei nóg af bi- ker-leðurjakkanum mínum en hann er úr endurunnu leðri, keyptur í New York fyrir tveimur árum. Þar á eftir koma glimmerbuxur sem ég klæddist í myndatöku fyrir sex árum og fór beinustu leið í Zöru eftir tökurnar til að finna þar síðasta parið af buxunum. Önnur ofnotuð flík í skápnum er svört silkiskyrta úr All Saints, en hún hentar við öll tilefni og var hverrar krónu virði. Að lokum fer ég varla úr Jökla Parka-úlpunni minni frá 66°N þessa dagana. Áttu þér uppáhaldshönnuð? Alexander Wang, Donnu Karan, Olivier Rousteing og Karl Oskar Olsen. Allt mjög ólíkir hönnuðir með mismunandi stíl. SANKAR AÐ SÉR RÚLLUKRAGABOLUM Andrea Röfn segir stílinn sinn gæjalegan í bland við fínni flíkur og henni finnst gaman að blanda saman ólíkum stílum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Velur fötin út frá skónum ANDREA RÖFN JÓNSDÓTTIR, NEMANDI, FYRIRSÆTA OG BLOGGARI Á TRENDNET.IS, ER MEÐ FJÖLBREYTTAN OG AF- SLAPPAÐAN FATASTÍL. ANDREA ER HRIFIN AF ÞVÍ AÐ PARA STRIGASKÓ SAMAN VIÐ FÍNNI EFRIPARTA OG HEFUR TAMIÐ SÉR AÐ KAUPA FÆRRI EN DÝRARI FLÍKUR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Úr sumarlínu Alexanders Wangs 2016. Andreu finnst mikilvægt að eiga alltaf par af nýleg- um svörtum gallabuxum. Andrea fer varla úr Jökla Parka-úlpunni sinni þessa dagana. Fyrirsætan Anja Rubik er alltaf flott til fara.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.