Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Síða 41
því og þá fékk ég leyfi. Þau hafa reynst mér mjög vel,“ segir hún. Pressan 4 í tökur á árinu Árið 2007 fékk Sara stórt hlutverk í sjón- varpsþáttaröðinni Pressunni sem sló í gegn hjá landanum. Þar lék hún blaðakonuna Láru og fyrir þann leik hlaut hún Edduna fyrir leikkonu ársins árið 2013 en þrjár serí- ur hafa verið gerðar. Fyrirhugað er að gera fjórðu seríu af Pressunni og hefjast tökur síðar á árinu. „Við erum búin að gera þrjár seríur, þetta er í raun eins og níu bíómynd- ir!“ segir hún og að reynslan hafi verið frá- bær. „Ég hef mjög gaman af þessum miðli og öllu í honum, að fylgjast með öllu,“ segir Sara en vill ekki taka kvikmyndir og sjón- varpsleik endilega fram yfir sviðsleikinn. „Ég vil ekki gera upp á milli, mér þykir mjög vænt um leikhúsið. Mér finnst æfinga- tímabilið í leikhúsinu alveg frábært. Þessar átta vikur, sirka. Þar sem farið er ofan í saumana, þessi rannsóknarvinna. Tíminn sem þú mátt prófa allt og leika þér og kryfja hlutina til mergjar. Mér finnst gaman að skoða hlutina djúpt. Þannig að ég myndi allt- af vera til í það. Þetta er bara öðruvísi unnið í bíó. Hraðinn hentar mér vel þar og þar eru líka meiri líkur á að vinna utandyra,“ segir hún. Sviðsleik fylgir sú áskorun að standa á sviði kvöld eftir kvöld og leika sama hlut- verk. „Þar er áskorunin, að gera þetta alltaf eins og í fyrsta sinn. Það er ekkert auðvelt. En hver vill hafa hlutina auðvelda.“ „Ég ætla að leika í þessari mynd“ Fleira spennandi er á döfinni hjá Söru á þessu ári. „Núna er ég að fara að leika lög- reglukonu hjá Óskari Þór (Axelssyni) í mynd Yrsu, Ég man þig. Og mér finnst svo spenn- andi að fá afsökun til fylgjast með vinnu lög- reglu,“ segir Sara sem er nú að kynna sér störf lögreglunnar til að fá innsýn í starfið. Hún fer svo vestur á Ísafjörð í mars í tökur. „Ég las bókina þegar hún kom út og þurfti að vera viss um að vera ekki ein heima þeg- ar ég las hana. Langt síðan ég hafði lesið svoleiðis bók, hún kom við mann. Ég man að ég hugsaði: já, ég ætla að leika í þessari bíó- mynd,“ segir Sara en þá var ekki kominn neinn kvikmyndaréttur að bókinni. „Það voru aftur smátöfrar,“ segir Sara með blik í brúnu augunum. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir hún en hlutverkið í mynd- inni er stórt. „Ég fór í prufur og var í hesta- ferð að læra textann á kvöldin þegar ég var búin að taka hnakkinn af,“ segir hún og hlær. Frægðin ekki eftirsóknarverð Þegar Sara er spurð um draumahlutverkið stendur ekki á svarinu. Hún segist vera þakklát fyrir hvert hlutverk, stór sem smá, og í þeim skilningi eru þau öll drauma- hlutverk sem hafa leitt hana á þann stað sem hún er nú á. En eitt hlutverk væri hún til í að leika og þá í sjónvarpsþáttum eða kvikmynd. „Ég er með eitt á heilanum og hef verið með í mörg ár. Mig hefur alltaf langað að leika Karítas í Karítas án titils sem Kristín Marja (Baldursdóttir) skrifaði. Þessa konu vil ég leika, hún er merkilegur karakter fullur af togstreitu. Saga íslenskra kvenna býr í henni.“ Sara segir að hana dreymi ekki um frægð. „Það hefur aldrei heillað mig, ég er aðeins of prívat manneskja fyrir slíkt en ég segi það ekki að ég myndi ekki leika í bíómynd í út- löndum. Ég væri svo sannarlega til í að prófa það. Og bara að fá áskoranir, hvort sem það er á Íslandi eða erlendis. Ég tek því fagnandi,“ segir hún og segist ekki eiga neina leynda drauma um frægðina. „Við vit- um hvað hún er fallvölt frægðin.“ Leikkona ársins í Suður-Kóreu Sara segir að það hafi verið mjög skemmti- legt að fá Edduna 2013 fyrir bestu leikkonu ársins í hlutverki Láru í Pressunni en bendir * Þetta er bara töfrar. Við erum höfundar að okk-ar lífi. Við skrifum söguna og ráðum hvernighún er. Ég trúi því. Ég trúi því að við getum bara gert nákvæmlega það sem við viljum. 24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.