Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 45
betra að leysa mál á staðnum en
gegnum síma eða tölvupóst. Flestir
ræðismenn Íslands eru líka vel
tengdir í sinni heimabyggð sem
skiptir miklu máli, ekki síst þar
sem stjórnarfar er frábrugðið því
sem við eigum að venjast. Þá liðka
góð sambönd oftar en ekki fyrir
lausn mála. Þá er ekki óalgengt að
ræðismenn séu vel stæðir. „Það er
ákveðin viðurkenning og jafnvel
upphefð fólgin í því að vera fulltrúi
erlends ríkis en mín tilfinning er
samt sú að menn taki þetta samt
fyrst og fremst að sér af greiðvikni
og umhyggju fyrir náunganum,“
segir Jóhann.
Stig embættisins eru þrjú; aðal-
ræðismaður, ræðismaður og vara-
ræðismaður.
Yfir 40 þúsund Íslendingar eru
talin búa erlendis, fyrir utan alla
hina sem eru á faraldsfæti. Eitt og
annað getur komið upp á og mik-
ilvægt að geta leitað á vísan stað,
eins og til sendiráðs eða ræðis-
manns.
Jónína og Jóhann segja mál
koma upp á nánast hverjum einasta
degi, einhvers staðar. Að þeirra
sögn eru smærri mál sem betur fer
algengari en stærri, svo sem vand-
ræði vegna glataðs eða útrunnins
vegabréfs. Þá lendi Íslendingar,
eins og aðrir, reglulega í því að fé
eða eigum er stolið af þeim. Stærri
og tímafrekari mál varða til dæmis
slys eða andlát. Fyrir kemur líka að
íslenskir ríkisborgarar eru ýmist
gerendur eða þolendur í glæpa-
málum og lenda jafnvel bak við lás
og slá.
Af ánægjulegri málum má til
dæmis nefna hjónabönd en þegar
íslenskir ríkisborgarar ganga að
eiga erlenda ríkisborgara hafa ræð-
ismenn gjarnan milligöngu varðandi
tilskilin leyfi og nauðsynlega papp-
íra.
Dæmi eru um að kær vinátta hafi
tekist með ræðismönnum og fólki
sem þeir hafa aðstoðað. Má í því
sambandi nefna ræðismann Íslands
í Izmir, Esat Kardiçali og eiginkonu
hans, Iclal, en þau eru í góðu vin-
fengi við fjölskyldu ungs drengs,
Daníels Ernis Jóhannssonar, sem
þau önnuðust fyrst eftir að for-
eldrar hans fórust í bílslysi ytra
haustið 2010.
Allur gangur er á því hvernig
ræðismenn eru valdir til starfa.
Sumir gefa sig sjálfir fram, bent er
á aðra og utanríkisþjónustan finnur
enn aðra að undangenginni leit. Í
mörgum tilfellum gengur starfið
líka mann fram af manni í sömu
fjölskyldunni. Skilyrði er að ræðis-
menn séu ekki opinberir starfs-
menn í heimalandi sínu enda óheim-
ilt samkvæmt alþjóðalögum að
vinna fyrir tvö ríki. Starfandi sendi-
herra Íslands á viðkomandi svæði
reynir yfirleitt að hitta nýtt fólk og
leggja mat á hæfi þess. Að lokum
þarf að fá samþykki stjórnvalda í
viðkomandi ríki.
Ræðismenn Íslands
ásamt ráðherrum í
ríkisstjórn á ráðstefnu í
Hörpu haustið 2014.
Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
Í tilefni af ræðismannaráðstefnunni 2014 færðu ræðismenn utanríkisráðuneyt-
inu þetta borð sem sett er saman úr viðarbútum hvaðanæva að úr heiminum.
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
sér af ótta við afskipti lögreglunnar.“
Rétt fyrir brottför var hann svo
tekinn í yfirheyrslu og spurður hvers
vegna teygst hefði úr dvöl hans í
Kína. Þá gat hann framvísað fjölda
tölvupósta og smáskilaboða milli
þeirra Sy sem skýrðu málið. Var það
tekið gott og gilt og maðurinn komst
á ráðstefnuna í Manila.
Undarleg lögmennska
Óvenjulegasta málið sem komið hef-
ur til kasta Elizabeth Sy snýst um
arf. Eða meintan arf. Íslenskur lög-
maður hafði þá samband við hana
fyrir hönd umbjóðenda sinna, fullorð-
inna barna nýlátins manns. Að sögn
lögmannsins var börnunum kunnugt
um að faðir þeirra hefði átt aðra fjöl-
skyldu í Manila og voru þau að sögn
reiðubúin að deila arfinum með hálf-
systkinum sínum.
Lögmaðurinn gaf Sy upp nöfn
hálfsystkinanna en engar kontakt-
upplýsingar og bað hana að sann-
reyna að þau væru sannarlega börn
hins látna. Einn galli var þó á gjöf
Njarðar, skjölin sem hann sendi voru
augljóslega ófullnægjandi, jafnvel
röng. Sy óskaði eftir að fá að hitta
börn mannsins á Filippseyjum vegna
þessa en þá hætti lögmaðurinn
skyndilega að svara og hún hefur
ekki heyrt í honum síðan.
Heiður að tengjast Íslandi
„Þegar ég lít til baka yfir þetta mál
skil ég ekki hvers vegna lögmaður,
sem átti að kunna vel til verka, bað
mig að staðfesta skjöl sem voru aug-
ljóslega ekki í lagi. Og það sem meira
er, hvers vegna mátti ég ekki boða
börn hins látna til fundar við mig á
ræðismannsskrifstofunni á Manila,
sérstaklega þar sem faðir þeirra var
íslenskur og arfur í húfi? Hvernig var
þetta mál eiginlega vaxið? Maður
spyr sig.“
Það sem Sy segist fá mest út úr
hlutverki sínu sem aðalræðismaður
er að geta lagt Íslendingum á Fil-
ippseyjum lið. Vandamál eins og að
tapa vegabréfi eða greiðslukorti geti
verið mjög streituvaldandi og tíma-
frek. „Vegna sambanda minna hér á
Filippseyjum get ég oftar en ekki
liðkað fyrir málum og hjálpað til og
legg iðulega áherslu á að gera það á
sem allra stystum tíma. Það skiptir
máli.“
Elizabeth Sy varð loks að ósk sinni
árið 2014 þegar hún kom til Íslands.
Ekki bara einu sinni, heldur tvisvar.
Að vori og hausti. Í fyrra skiptið kom
hún ásamt fjölskyldu sinni, þar á
meðal tveimur barnabörnum, sem þá
voru sex og átta ára. Í seinna skiptið
kom hún á þing ræðismanna sem
haldið var í Hörpu og um tvö hundr-
uð ræðismenn Íslands víðsvegar um
heiminn sóttu.
Hún kveðst svo sannarlega ekki
hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Nátt-
úrufegurð Íslands er ótrúleg og þar
býr víðsýnt, hæfileikaríkt og úrræða-
gott fólk. Það er sannur heiður að
tengjast landinu ykkar og ég get ekki
beðið eftir að koma aftur að heim-
sækja ykkur í framtíðinni.“
Líf og fjör á trúarhátíð í
Manila, höfuðborg Fil-
ippseyja, nú í janúar.
AFP
* Fyrir vikið hafðihonum varlakomið dúr á auga,
þessar 48 klukku-
stundir sem hann var
á flugvellinum.