Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 46
Ræðismenn
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016
Daginn eftir náttúruhamfarirnar mikluí Taílandi jólin 2004 hringdi síminnhjá Mark Viravan, vararæðismanni
Íslands í Bangkok. Það var íslenska utanrík-
isþjónustan að biðja hann að fara þegar í stað
til eyjarinnar Phuket og ganga úr skugga um
hvort einhver íslenskur ríkisborgari hefði lát-
ist eða slasast í hamförunum. Viravan flaug
til Phuket daginn eftir.
Hann segir eyðilegginguna sem blasti við
aldrei líða sér úr minni og ástandið á staðn-
um hafi verið skelfilegt. Hann kom meðal
annars inn í hof, þar sem fimm hundruð lík
lágu á gólfinu. Vegabréf lágu ofan á brjósti
sumra þeirra og Viravan þurfti ásamt fjöl-
mörgum öðrum að fara gegnum þau, til að
kanna hvort um einhverja Íslendinga væri að
ræða. „Þetta var hræðilegt en fólkið hafði,
þegar hér var komið sögu, verið látið í þrjá
daga,“ rifjar hann upp.
Til allrar hamingju týndi enginn Íslend-
ingur lífi í hamförunum en þjóðin lá eigi að
síður ekki á liði sínu. „Ég var mjög stoltur af
Íslendingum þarna en önnur flugvélin sem
kom með hjálpargögn til Phuket var íslensk.
Ég hitti flugstjórann og fréttamenn sem
komu með vélinni. Í byrjun janúar kom svo
önnur vél sem flutti slasaða Svía til síns
heima. Það var virkilega vel gert.“
Að undirlagi Jóns Sigurðssonar
Skömmu fyrir síðustu aldamót flutti íslenskur
maður, Jón Sigurðsson að nafni, með sitt haf-
urtask til Taílands. Þegar sú staða kom upp
að hann þurfti á aðstoð að halda áttaði hann
sig á því að enginn ræðismaður var í landinu.
Danskur maður hafði gegnt því hlutverki um
árabil en var hættur fyrir löngu. Fyrir vikið
stakk Jón upp á vini sínum, Chamnarn Virav-
an, föður Marks, við íslensku utanríkisþjón-
ustuna. Í framhaldinu kom þáverandi sendi-
herra Íslands í Kína til Bangkok og hitti þá
feðga og mælti með Chamnarn. Árið 2000 var
hann svo skipaður aðalræðismaður.
Mark var föður sínum innan handar
nánast frá fyrsta degi og ári síðar var
ákveðið að skipa hann vararæðismann.
Hæg voru heimatökin en feðgarnir deila
einmitt skrifstofu. Chamnarn er orðinn 84
ára en við góða heilsu. Ræðismannsverk-
efnin mæða þó meira á Mark í seinni tíð.
Feðgarnir höfðu ekki aðra tengingu við Ís-
land en þá að téður Jón Sigurðsson var vinur
þeirra. Hann er nú látinn.
Viravan segir starfið mjög erilsamt. Inn á
borð til hans komi að minnsta kosti þrjú til
fjögur mál á viku og jafnvel á hverjum ein-
asta degi vikunnar. „Mér skilst að engir ræð-
ismenn Íslands séu eins uppteknir og við
feðgarnir hér í Bangkok. Hvergi koma upp
fleiri mál,“ segir hann.
Hjónabönd og skilnaðir
Eins og aðrir ræðismenn segir Viravan vega-
bréfamál mjög algeng. Fólk hafi ýmist týnt
vegabréfum sínum eða þeim verið stolið. Þá
MARK VIRAVAN, VARARÆÐISMAÐUR Í BANGKOK
Fimm hundruð lík
lágu á gólfinu
Taílenskir sjálfboðaliðar
koma líki fyrir í kistu, fáein-
um dögum eftir hamfar-
irnar í Asíu um jólin 2004.
Manntjón varð mikið.
Mark Viravan ásamt föður sínum, Chamnarn Vi-
ravan, sem er aðalræðismaður Íslands í Bangkok.
Tímafrekasta og flóknasta mál-ið sem ég hef komið að varð-aði íslenskan ríkisborgara
sem hnepptur var í varðhald hér í
Venesúela að beiðni alþjóðalögregl-
unnar, Interpol,“ segir Karel Ben-
tata, aðalræðismaður Íslands í
Caracas, höfuðborg Venesúela.
Hann kveðst hafa heimsótt
manninn einu sinni til tvisvar í viku
meðan hann var í haldi til að færa
honum mat og lyf. „Þess utan
þurfti ég að hitta lögmann manns-
ins reglulega. Eins yfirvöld hér í
Venesúela til að skipuleggja fram-
sal hans. Það tók mig um það bil
einn og hálfan mánuð að leysa
þetta mál.“
Bentata erfði ræðismannsstarfið.
Faðir hans, dr. Victor Bentata,
gegndi því frá því um miðjan átt-
unda áratuginn fram til ársins 2004,
að hann féll frá. Sonur hans hafði
raunar hlaupið reglulega í skarðið
áður enda ferðaðist faðir hans mik-
ið seinustu árin sem hann lifði.
Karel Bentata var skipaður ræð-
ismaður
2004 og aðalræðismaður 2014.
Ekki tímafrekt
Á heildina litið segir Bentata starf-
ið ekki tímafrekt, eitt til fjögur mál
komi til hans kasta á ári hverju og
langt geti liðið á milli mála. Strangt
til tekið starfar hann bara í Vene-
súela en eigi að síður hafa mál sem
komið hafa upp í Kólumbíu og á
eyjunum í Karíbahafinu lent á hans
borði.
Algengasta viðfangsefnið er að
gefa út neyðarvegabréf vegna þess
að viðkomandi hefur annaðhvort
týnt vegabréfinu sínu eða því verið
stolið af honum. Hann hefur einnig
verið beðinn um að framlengja gild-
istíma vegabréfa og útvega fólki
flugmiða úr landi. Þá berast honum
reglulega fyrirspurnir frá fólki í
heimalandinu sem hefur áhuga á að
búa og starfa á Íslandi.
Óvenjulegasta málið sem Bentata
hefur fengist við snerist um Íslend-
ing sem kom staurblankur til Vene-
súela siglandi á bát. „Það tók um
það bil mánuð að snúa honum aftur
til Íslands og á endanum borgaði
ég brúsann, þar sem aumingja
maðurinn átti enga peninga.“
Spurður hvað hann fái út úr
starfinu úr því það er ekki launað
svarar Bentata: „Það gerir manni
kleift að setja upp annan hatt stöku
sinnum og kynnast nýju fólki. Þess
utan er því ekki að neita að það er
ákveðin mannvirðing í því fólgin að
vera aðalræðismaður.“
Bentata hefur margoft komið til
Íslands ásamt eiginkonu sinni,
Norelys. Þau koma á fjögurra ára
fresti til skrafs og ráðagerða í utan-
ríkisráðuneytinu og nýta tækifærið
til að heimsækja fjölmarga vini sína
og ferðast um landið. Gönguferðir
vítt og breitt eru í miklu uppáhaldi
og nú eru þau að undirbúa að fara
hringinn kringum landið á vél-
hjólum. Væntanlega sumarið 2017.
Ísland á topp tíu
Þeim þykir ekki síðra að slaka á
með góðum vinum og bregða sér
jafnvel á veitingahús, sem þau
segja yfirleitt í háum gæðaflokki
hér á landi.
„Ísland hefur alltaf heillað mig
upp úr skónum,“ segir Bentata.
„Bæði lífsgæðin og náttúra lands-
ins. Ég myndi ekki hika við að
segja að Ísland væri á topp tíu yfir
þau lönd þar sem best er að búa í
heiminum. Á móti kemur að mörg-
um Íslendingum bregður í brún
þegar þeir koma til Venesúela, lífs-
skilyrðin eru svo miklu lakari
hérna. Við hjónin eigum marga frá-
bæra vini á Íslandi, gestrisið og
vingjarnlegt fólk með afbragðsgott
skopskyn.“
Til að draga þetta saman segir
hann: „Við elskum Ísland vegna
náttúrunnar, ómengaðs loftsins,
dásamlegs vatnsins, útivistarinnar
og alls þessa vingjarnlega fólks.“
KAREL BENTATA, AÐALRÆÐISMAÐUR Í CARACAS
Íslendingur eftir-
lýstur af Interpol
Fólk á gangi fyrir utan
þinghúsið í Caracas,
höfuðborg Venesúela.
AFP
Karel Bentata borgaði einu sinni fyrir
blankan Íslending heim.
*... á endanumborgaði égbrúsann, þar sem
aumingja maðurinn
átti enga peninga.