Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.1. 2016 Níu ný tónverk eftir nemendur Listaháskóla Íslands verða flutt á tónleikum sem hefjast klukkan 14 á laugardag í Hallgrímskirkju. Nemendur í tónsmíðum og í hljóðfæraleik við skólann taka höndum saman á tónleik- unum við flutning þessara splunkunýju verka fyrir misstóra hópa flytjenda. Tónleikarnir eru áframhald á samstarfi Listaháskólans og Listvinafélags Hallgrímskirkju frá því á síðasta ári, en markmiðið með samstarfinu er að kynna nemendum töfra Klaisorgelsins og rými kirkjunnar til tónlistarflutnings og á sama tíma veita listvinum kirkjunnar tækifæri til að heyra hvað hæfileikaríkir nemendur tónlistardeildarinnar hafa fram að færa. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. NEMENDAVERK Í KIRKJUNNI NÍU NÝ TÓNVERK Hið mikilfenglega Klais-orgel kirkjunnar býður upp á fjölbreytilega möguleika fyrir tónskáld. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytjendurnir í hópnum Camerarctica sem koma fram á tónleikunum í Hörpu. Kammerhópurinn Camerarctica kemur fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósasal Hörpu á sunnudagskvöld kl. 19.30. Á efnisskránni eru verk frá 18. og 20. öld. Fyrst hljómar sónata fyrir fjóra í a-moll eftir bæheimska tónskáldið František Tùma, þá verða flutt tvö söngverk fyrir sópran og strengi eftir Antonio Vivaldi og eftir hlé leik- ur Camerarctica strengjakvartett nr. 6 eftir Ungverjann Béla Bartók og lýkur þannig fyrsta heildarflutningi á kvartettum Bartóks á Íslandi. Flytjendur verða fiðluleikararnir Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Páls- dóttir, Svava Bernharðsdóttir á víólu, Sig- urður Halldórsson á selló, Guðrún Óskars- dóttir á sembal og sópransöngkonan Marta Guðrún Halldórsdóttir. KAMMERMÚSÍKKLÚBBUR CAMERARCTICA Finnski hljómsveitarstjór- inn Osmo Vänskä hefur framlengt samning sinn sem aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands um þrjú starfsár, fram á sumar 2020. Hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2014 en var einnig aðalstjórnandi sveitarinnar 1993-96. Frammistaða Vänskä með hljómsveitinni hefur iðulega vakið eftirtekt. Um síðustu tónleika hans með SÍ, í október 2015, ritaði Ingvar Bates, tónlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins: „Það verður að teljast meiriháttar upphefð fyrir sinfóníuna íslensku sem og ís- lenskt menningarlíf að eiga Osmo Vänskä að sem aðalgestastjórnanda.“ Vänskä hefur stjórnað öllum helstu sinfóníuhljómsveitum samtímans og verið aðalstjórnandi Minnesota-sinfóníunnar frá árinu 2003. AÐALGESTASTJÓRNANDI VÄNSKÄ ÁFRAM Osmo Vänskä Menning A ðfaranótt sunnudagsins s.l. handtóku breskir hermenn sex manns á Ísafirði, voru það fjór- ar konur og tveir karlmenn, og ennfremur vitavörðurinn á Keflavíkurvita við Súgandafjörð. Fólk þetta verður, eða hefir verið, flutt til Englands. Fólki þessu er gefið að sök, að það hafi skýlt og aðstoðað við að fara huldu höfði hjer á landi Þjóðverjann August Lehrmann, sem bresk hernaðaryfirvöld tóku nýlega fastan á Patreksfirði.“ Með þessum orðum hófst frétt í Morg- unblaðinu þriðjudaginn 10. júní 1941. Í hópi hinna handteknu voru amma og afi Helga Felixsonar kvikmyndagerðarmanns, Tryggvi Jóakimsson kaupmaður, sem var vararæð- ismaður Breta á Ísafirði, og eiginkona hans, Margarethe Häsler. Enda þótt Helgi hafi ekki fæðst fyrr en fimmtán árum síðar hefur hann alltaf haft mikinn áhuga á þessu máli en gengið illa að fá botn í það. „Ég vissi alltaf af þessari handtöku og las um hana í Öldinni okkar en heima var aldrei talað um þetta. Þegar spurt var fengust engin svör. Þetta var mikið áfall og skrekkur í fjölskyldunni sem við sem yngri erum erfðum með þögninni,“ segir Helgi. Stríðsöxin víða á lofti Hann segir margt benda til þess að hand- takan tengist gamalli fjölskyldudeilu, þar sem amma hans, sem fædd var í Þýskalandi, og mágkona hennar, Gertrude Häsler, sem einn- ig bjó á Ísafirði, ásamt eiginmanni sínum, Hans, bróður Margarethe, voru í aðal- hlutverkum. „Í öllum fjölskyldum eru hlutir sem ekki eru ræddir, þótt þetta sé ef til vill dramatískara en gengur og gerist. Stríðsöxin er víða á lofti,“ segir Helgi. Meira um það í glænýrri heimildarmynd hans, Njósnir, lygar og fjölskyldubönd, sem frumsýnd verður í Bíói Paradís á fimmtudag- inn kemur. Mynd sem Helgi segir ekki síst hverfast um sterkar og ákveðnar konur. „Þetta er mikil kvennamynd!“ Helga hafði lengi langað að gera heimild- armynd um þetta efni og sótti raunar um styrk til þess til Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands strax árið 1987 eða 1988. „Það var í fyrsta skipti sem ég sótti um styrk til KMÍ. Þá voru litlir peningar til hjá miðstöðinni og ég fékk ekki styrkinn. Líklega eins gott enda var ég enginn maður til að segja þessa sögu á þeim tíma. Skorti reynsluna,“ segir Helgi. Það var ekki fyrr en tæpum tuttugu árum seinna að skriður komst á málið. Helgi var þá að gera heimildarmynd sína Skaftfellingur og átti erindi til Ísafjarðar. „Af einhverjum ástæðum endaði ég þar inni í bókabúð, þar sem ég rakst á skáldsögu Sindra Freyssonar, Flóttinn, sem byggist á sögu Augusts Lehr- manns og hvernig honum tókst um tíma að fara huldu höfði á Íslandi. Túlkunin þar er ekki eins og ég þekkti söguna enda um skáld- verk að ræða, þar sem blandað er saman skáldskap og staðreyndum. Eigi að síður kveikti þetta í mér,“ lýsir Helgi. Í framhaldinu kynntist hann fólki á Ísafirði sem vissi af átökunum í fjölskyldu hans. „Ég var ekki mikið inni í þessum erjum enda hef ég búið í Svíþjóð í 35 ár og pabbi, Felix Tryggvason, var ekki í stríði við nokkurn mann. Hans Häsler hitti ég líka nokkrum sinnum sem gamlan og glaðan mann.“ Hann segir téða deilu hafa náð hámarki með handtöku afa hans og ömmu í stríðinu en hún eigi sér klárlega lengri aðdraganda. „Í því sambandi er ég með svör við spurningum í myndinni sem enginn hefur hingað til getað svarað.“ Tengsl við Hood-málið? Sitthvað fleira fléttast inn í söguna. Helgi veltir því til dæmis fyrir sér hvort tengsl geti verið á milli handtökunnar á Ísafirði og Hood- málsins en nokkrum dögum áður sökkti þýska herskipið Bismarck einu fræknasta herskipi breska flotans, HMS Hood, suð-vestur af Reykjanesi. 1.341 maður fórst. „Það hlýtur að hafa verið reiðarslag fyrir Bretana að upp- götva við yfirheyrslur yfir Lehrmann að hann, þýskur nasisti, hafði farið huldu höfði á Vest- fjörðum, einmitt á þeim slóðum sem Bismarck slapp í gegnum varnir þeirra við Grænlands- sund. Ég fer auðvitað varlega með stað- reyndir í þessu sambandi enda hafa sagnfræð- ingar sagt mér að þetta komi málinu ekkert við. En hvenær veit maður svo sem fyrir víst hvort öflugri kraftar búa að baki en talið hef- ur verið. Ég er heldur ekki sagnfræðingur; bara höfundur að skapa mitt ljóð.“ Í ljósi þeirrar hörku sem Bretar beittu afa hans við handtökurnar segir Helgi erfitt að verjast þeirri hugsun að það hafi verið áfall fyrir bresk hernaðaryfirvöld á Íslandi þegar Hood var skotinn niður. „Vildu þeir hugs- anlega gera afa að blóraböggli fyrir sín eigin mistök?“ Þá rekur Helgi sögu ömmu sinnar og afa í myndinni, en þau kynntust í Bandaríkjunum, auk þess sem hermt er af August Lehrmann og skoðað hvernig á því stóð að þýskur nasisti fór huldu höfði vestur á fjörðum. Óskaplegt áfall Amma og afi Tryggva sátu inn í u.þ.b. tvo mánuði í Bretlandi. „Í sambandi við yfirtöku Bandaríkjanna á vörnum Íslands voru þau leyst úr haldi. Sú krafa var gerð af hálfu ís- lenskra stjórnvalda; annars hefðu þau sjálf- sagt dúsað inni allt stríðið.“ Tryggvi Jóakimsson var virtur maður og vinsæll á Ísafirði. Réttnefndur máttarstólpi í samfélaginu. Handtakan og fangavistin í Bret- landi var honum afar þungbær og sagt er að hann hafi aldrei jafnað sig á þessari erfiðu líf- reynslu. Hann lést árið 1956, merkilegt nokk, sama ár og Helgi sonarsonur hans fæddist. „Þetta var óskaplegt áfall fyrir gamla manninn enda kom þetta honum í opna skjöldu. Það vissu allir á Vestfjörðum af þess- um Þjóðverja sem var á flótta en ekkert bendir til þess að afi hafi komið að því að að- stoða hann með neinum hætti. Ég fjalla meðal annars um bréf sem hann ritaði sonum sínum þremur skömmu eftir handtökuna, þar sem hann kemur af fjöllum. Ekki er annað að sjá en það bréf sé einlægt. Líka annað bréf sem afi skrifaði yfirvöldum úr fangelsinu. Þar neit- ar hann öllum tengslum við Lehrmann og spyr hvort svilkona hans, Gertrude Häsler, hafi hugsanlega bendlað sig við málið. Seinna bar fjöldi fólks að afi hefði aldrei verið viðrið- inn August Lehrmann. Það er líka merkilegt að yfirheyrslurnar yfir Lehrmann sé hvergi að finna. Hvernig stendur á því?“ Auk þess að rekja söguna ræðir Helgi við nokkra Ísfirðinga sem þekktu afa hans og ömmu og muna jafnvel eða urðu vitni að handtökunni sumarið 1941. Þá er rætt við fólk sem þekkti til Lehrmanns. Einnig komst Helgi yfir um 200 ljósmyndir sem setja sterkan svip á kvikmyndina. Helgi kveðst mestmegnis hafa farið í einkasöfn og allir hafi verið boðnir og búnir að leggja hon- um lið og lána honum myndir. Annað mynd- efni kemur frá söfnum, bæði ljósmyndir og hreyfimyndir. „Það var mikil vinna að safna öllu þessu myndefni saman og ekki síður að láta það virka. Það er ekki sama hvernig ljós- myndir eru notaðar. Það tók mig nokkur ár að ná þessu öllu saman, með öðrum verk- efnum auðvitað.“ Gott að fá ferska sýn Sindri Freysson var Helga innan handar við rannsóknarvinnu og handritsgerð enda gjör- þekkir hann mál Lehrmanns eftir að hann skrifaði Flóttann. „Það var mjög gott að hafa Sindra mér við hlið. Eins eiga konan mín, Titti Jonsson, og Þuríður Einarsdóttir heilmikinn FJALLAR UM VIÐKVÆMT FJÖLSKYLDUMÁL Erfðist með þögninni HEIMILDARMYNDIN NJÓSNIR, LYGAR OG FJÖLSKYLDUBÖND EFTIR HELGA FELIXSON VERÐUR FRUMSÝND Í BÍÓI PARADÍS Á FIMMTUDAG- INN KEMUR. ÞAR FJALLAR HELGI UM HANDTÖKU AFA SÍNS OG ÖMMU Á ÍSAFIRÐI Í SEINNA STRÍÐI EN ÞEIM VAR KASTAÐ Í BRESKT FANGELSI GRUNUÐ UM AÐ HAFA SKÝLT ÞÝSKUM FLÓTTAMANNI. ATBURÐUR SEM GÆTI TENGST FLÓKINNI FJÖLSKYLDUDEILU FYRIR VESTAN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is August Lehrmann meðan hann var í felum á Vestfjörðum á stríðsárunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.