Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.01.2016, Blaðsíða 51
24.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Ghadda Samman er fædd í Da-
maskus 1942, afkastamikill,
virtur en umdeildur sýrlenskur
rithöfundur og blaðamaður.
Hún hefur sent frá sér á fimmta
tug bóka af ýmsu tagi. Sögusvið
Beirut Nightmares er borg-
arastyrjöldin í Líbanon. Sögu-
maðurinn er fastur í íbúð sinni í
tvær vikur vegna ástandsins en
notar tímann til að skrifa.
Samman fjallar um áhrif
ófriðarins á samfélagið og um
fáránleika átaka vegna mismun-
andi trúðarskoðana fólks, eins
og það var orðað í kynningu á
bókinni á sínum tíma. Bókin
kom fyrstu út á arabísku en
hefur verið þýdd á fjölda
tungumála, m.a. ensku, þýsku,
frönsku, ítölsku og rússnesku.
Martraðir
í Beirút
David heitinn Bowie hafði yndi af bókum og
þakkaði foreldrum sínum mjög fyrir að kveikja
áhuga hans snemma. Hann sagði að einn vendi-
punkta í lífinu hefði verið þegar hann las Allen
Ginsberg og Jack Keroua sem unglingur.
Hann sagðist, fyrir nokkrum árum, slaka best á
með því að setjast niður með góða bók í hönd.
Vika var vel heppnuð, að hans sögn, læsi hann
þrjár til fjórar bækur.
Rokkgoðið safnaði bókum um árabil og þegar
hann lék í kvikmyndinni The Man Who Fell to
Earth, í Mexíkó 1976, hafði hann með sér 400
bækur! Reyndar ekki til að lesa heldur sagðist
hann hafa umgengist býsna vafasamt fólk í New
York á þeim tíma og óttaðist að það myndi stela
bókum úr safninu! Eftir þetta tók Bowie með sér
gífurlegt magn þegar hann fór í tónleikaferðalög.
Átti sérstaka skápa, nokkurs konar ferðabóka-
safn, þannig að hann hefði alltaf út nógu að velja. David Bowie var mikill lestrarhestur.
AFP
BOWIE VAR
BÓKAORMUR 70 ár í Dalnum, um skáldkonuna
Guðrúnu frá Lundi og verk hennar, er
heiti á námskeiði sem verður í Endur-
menntun Háskóla Íslands þrjú mið-
vikudagskvöld í mars. Það verður
fjallað um rithöfundinn Guðrúnu frá
Lundi, verk hennar og áhrif á marg-
víslegan hátt, en á þessu ári eru 70 ár
frá því fyrsta bindi Dalalífs kom út. Sú
fræga og víðfeðma skáldsaga markaði
skil í íslenskri bókmennta- og menn-
ingarsögu hvað vinsældir og efnistök
varðar en átti ekki upp á pallborðið
hjá öllum. „Hvað gerði það að verkum að kerlingin mátti ekki skrifa í friði á 6. og 7. áratugn-
um? Í hverju lá hættan?“ er spurt á vef Endurmenntunar. Farið verður yfir æviferil Guðrúnar
Árnadóttur frá Lundi og bókin Afdalabarn tekin sérstaklega fyrir. Hún var endurútgefin árið
2014 en kom fyrst út 1950. Þátttakendur lesa söguna og ræða efni hennar.
Kennari á námskeiðinu er Marín Guðrún Hrafnsdóttir, sem er með MA-próf í bók-
menntum frá háskólanum í Leeds og er langömmubarn skáldkonunnar.
Gestafyrirlesari verður Kristín Sigurrós Einarsdóttir blaðamaður, sem í sumar bauð upp á
nokkrar ferðir þar sem farið var um slóðir Guðrúnar frá Lundi í Skagafirðinum.
DALALÍF Í 70 ÁR
Skáldkonan Guðrún Árnadóttir frá Lundi árið 1949.
Rúmlega tvítug sýrlensk kona,
Sara Azmeh, fluttist til Noregs
fyrir tveimur áratugum sem
flóttamaður frá Sýrlandi þar
sem hún er fædd 1973 og upp-
alin. Síðan hefur hún búið í
landi frænda vorra, þykir beitt-
ur rithöfundur og dálkahöf-
undur á dagblaðinu Aften-
posten.
Sara er transmaður og heitir
nú Sara Mats Azmeh Rasm-
ussen og er mikill baráttu-
maður fyrir auknum mannrétt-
indum hvarvetna.
Skyggeferden er sjálfs-
ævisöguleg skáldsaga þar sem
höfundurinn varpar ljósi á sýr-
lenskt samfélag þegar hann var
að alast þar upp, gríðarlega þrá
fyrir frelsi og í raun það ferða-
lag höfundar sem staðið hefur
yfir allar götur síðan. Bókin
kom fyrst út í Noregi 2012 og
var fyrsta bók höfundar.
Af mikilli þrá
fyrir frelsi
Sara Azmeh Rasmussen
Heldur rýr
safnkostur
SÝRLAND
ÓVÍSINDALEG SKOÐUN, Í TILEFNI KOMU HÓPS
SÝRLENSKRA FLÓTTAMANNA TIL LANDSINS Í
VIKUNNI, LEIÐIR Í LJÓS AÐ TVÆR BÆKUR ÞAR-
LENDRA RITHÖFUNDA ERU TIL Á BÓKASAFNI Á
ÍSLANDI. ÖNNUR, BEIRUT NIGHTMARES EFTIR
GHADA SAMMAN, Á BORGARBÓKASAFNI Í
GRÓFINNI, HIN Í NORRÆNA HÚSINU; SKYGGE-
FERDEN EFTIR SARA AZMEH RASMUSSEN SEM
BÚIÐ HEFUR Í NOREGI UM ÁRABIL.
Þegar hefur aragrúi bóka komið út
um harmleikinn í Sýrlandi sem hófst
2011 og fjölmargar er hægt að
kaupa á ýmsum vefsíðum á netinu. Í
einni, sem kom út 2014 og mynd er
af hér til hliðar, er að finna fjölda
greina sem birtust í breska dag-
blaðinu The Independent á árunum
2011 til 2014, eftir þekkta blaða-
menn á borð við Patrick Cockburn,
Robert Fisk og Kim Sangpupta.
Fjöldi bóka um
borgarastríðið
Sýrlendingurinn Ali Ahmad Said Esber, sem
notar rithöfundarnafnið Adunis, er eitt
allra virtasta ljóðskáld arabaheimsins. Hann
hefur í mörg ár verið orðaður við Nób-
elsverðlaunin en reyndar ekki hlotið.
Eftir að Adunis fékk þýsku Goethe-
verðlaunin 2011 var hann talinn líklegastur
til að hljóta Nóbelinn en sænska ljóð-
skáldið Tomas Tranströmer varð fyrir val-
inu. Síðan hefur Adonis unnið að því að
koma Tranströmer á framfæri í arabalönd-
unum og kom iðulega fram með honum.
Esber er fæddur 1. janúar 1930 og er því
nýorðinn 86 ára. Hann flýði frá Sýrlandi
1956 og settist að í Beirút, en hefur búið í
París frá 1975.
Adunis lengi verið
orðaður við Nóbelinn
BÓKSALA 14.-20. JAN.
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson.
1 DauðaslóðinSara Blædel
2 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir
3 Mitt eigið HarmagedónAnna Heiða Pálsdóttir
4 Mínímalískur lífsstíll- það munar um minna
Áslaug Guðrúnardóttir
5 Þýska húsiðArnaldur Indriðason
6 SogiðYrsa Sigurðardóttir
7 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir
8 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson
9 Fram hjáJill Alexander Essbaum
10 Almanak Háskóla Íslands 2016Þorsteinn Sæmundsson
/Gunnlaugur Björnsson
Íslenskar kiljur
1 DauðaslóðinSara Blædel
2 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir
3 Fram hjáJill Alexander Essbaum
4 SjóræninginnJón Gnarr
5 Britt - Marie var hérFredrik Backman
6 Spámennirnir í BotnleysufirðiKim Leine
7 HrellirinnLars Kepler
8 Svo þú villist ekki í hverfinu hérnaPatric Modiano
9 Víga-Anders og vinir hansJonas Jonasson
10 DNAYrsa Sigurðardóttir