Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 12
Þ egar nægilega margir hafa orðað forsetaframboð við tiltekinn ein- stakling og jafnvel skorað á hann eða hana opinberlega er líklegra að viðkomandi fari fram. Líklegt verður að teljast að í forsetakosningunum framundan verði mikilvægt fyrir frambjóð- endur að kunna að „koma fram“ á sam- félagsmiðlum ekki síður en í raunheimum. Ragnheiður H. Magnúsdóttir fram- kvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, telur að fram- bjóðendur í þessum kosningum þurfi líklega að kynna sig á mörgum miðlum. „Bæði í forsetakosningum og næstu rík- isstjórnarkosningum munu samfélagsmiðlar spila stórt hlutverk. Ef þú ætlar að ná til yngri hópa verðurðu að fara þessa leið.“ „Periscope-kosningar“ í Bandaríkjunum Hún telur að Facebook og Twitter skipti máli en spáir því að frambjóðendur þurfi líka að læra að nýta sér fleiri miðla. „Við munum sjá frambjóðendur nýta sér Snapchat líka til að ná enn yngri hópum. Þetta verður algjört lykilatriði í kosningunum, að ná til fólks á sem flestum miðlum,“ segir Ragnheiður og nefnir einnig sem dæmi myndaforritið In- stagram, myndbandaforritið Vine og svo Periscope. Síðastnefnda smáforritið gerir notendum kleift að streyma efni „í beinni“ úr símanum. Í Bandaríkjunum er talað um að kosning- arnar 2008, þegar Barack Obama komst til valda, hafi verið Facebook-kosningar en for- setakosningarnar 2016 verði hins vegar Per- iscope-kosningar því frambjóðendur noti for- ritið í auknum mæli til að koma boðskap sínum á framfæri og miðla efni til kjósenda á sínum eigin forsendum. Áskorendasíður farnar af stað Þónokkrar síður hafa farið af stað á Facebook þar sem skorað er á fólk að bjóða sig fram til forseta. Fljótt á litið virðast tvær áskorendasíður hafa flesta fylgjendur, síður sem skora annars vegar á Andra Snæ Magnason og hins vegar á Höllu Tóm- asdóttur að gefa kost á sér. Í byrjun desember á síðasta ári fór í loftið Facebook-síða undir heitinu „Við skorum á Höllu Tómasdóttur í for- setaframboð 2016.“ Rúm- lega 1.400 manns virðist líka við síðuna ef marka má nýjustu talningu. Halla svaraði því til að það væri ekki auð- velt að svara slíkri áskorun og að hún þyrfti að gefa sér tíma í að hugsa og ræða við sína nánustu áður en hún segði af eða á. Fleiri eru kallaðir til. Í byrjun nóvember var síðan „Við skorum á Andra Snæ Magna- son að bjóða sig fram til forseta“ sett af stað á Facebook. Nærri 3.000 manns líkar við þá síðu. Í samtali við mbl.is snemma í desember sagði Andri Snær það vera fal- legt að vita til þess að fólk treysti honum í þetta og bætti við að hann teldi það skyldu sína að íhuga fram- boð alvarlega. En hvaða þýðingu hafa þessar síður og er hægt að lesa eitthvað um mögulegt gengi viðkomandi út frá fjölda þeirra sem gera „læk“ við síðuna? Ragnheiður segist telja afar erfitt að segja til um það enn sem komið er. „Ég held þó að þeir sem eru að íhuga framboð ættu að skoða sérstaklega hraðann á „lækunum“ því hann gæti sagt meira til um mögulegt fylgi en endilega fjöldi þeirra. Svo gengur þetta auðvitað út á að ná lykilfólki í hópinn, einstaklingum sem eru með stóran vinahóp og margir fylgja.“ Halldóra vildi ekki fram þrátt fyrir áskoranir Halldóra Geirharðsdóttir er einn þeirra ein- staklinga sem skorað hefur verið á að bjóða sig fram til forseta með því að kalla eftir kröftum hennar gegnum áskorendasíðu á Facebook. Halldóra hélt magnaða ræðu við afhendingu Grímuverðlauna síðastliðið sumar og í ágúst var stofnuð Facbook-síða undir heitinu „Við skorum á Halldóru Geirharðs að bjóða sig fram sem forseta“ en alls líkar tæplega 1.200 manns við þá síðu. Í samtölum við fjölmiðla í ágúst tók Halldóra þessu frek- ar á léttu nótunum, en útilokaði þó ekki framboð. Vonir stuðningsmanna Halldóru urðu þó að engu í byrjun desember þegar Halldóra steig fram í Kastljósi þar sem hún flutti stuttan pistil og tók af allan vafa, hún ætlaði sér ekki í framboð til forseta. Áskorendasíða eða -hópur á Facebook gæti mögulega gefið einhverjum hugmynd en það er ekki þar með sagt að allir svari kallinu. Forseti margra miðla FRAMBOÐ TIL FORSETA ÞURFA EKKI ENDILEGA AÐ HEFJAST Á ÞVÍ AÐ EINSTAKLINGUR GEFI KOST Á SÉR. FORLEIKURINN AÐ FRAMBOÐI FELST OFT Í ÞVÍ AÐ SKORAÐ ER Á EINHVERN AÐ BJÓÐA SIG FRAM, GJARNAN Á SAMFÉLAGSMIÐLUM. Í ÞESSUM KOSNINGUM VERÐUR NAUÐSYNLEGRA EN NOKKRU SINNI FYRR AÐ HAFA VALD Á TÆKNINNI OG KUNNA Á MARGA MIÐLA. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Stuðningsmenn máta gjarnan frambjóðendur við stól forseta með því að stofna áskorendasíður á Facebook. Til að ná til yngri kjósenda þarf þó að huga að fleiri samfélagmiðlum. Morgunblaðið/Ómar Halla Tómasdóttir Ragnheiður H. Magnúsdóttir 21 vika til kosningaAndri Snær Magnason Halldóra Geirharðsdóttir Forsetavaktin 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.