Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Qupperneq 32
F
imm ára leiðangri geimfarsins
Júnó til Júpíters lýkur nú í
ár og er niðurtalning hafin á
helstu vígstöðvum áhugafólks
um geimvísindi. Rúmlega 150 dagar
eru í lendingu en ómönnuðu geim-
farinu var skotið á loft í ágúst 2011.
Júnó er hluti af New Frontiers-
áætlun Nasa en hluti af þessari
áætlun eru könnunarleiðangrar eins
og New Horizons-geimfarið fór, sem
flaug framhjá Plútó á síðasta ári.
Ferð geimfarsins Júnó til Júpíters
hefur gengið samkvæmt áætlun en
það þurfti að leika miklar kúnstir til
að koma því til Júpíters þar sem
geimfarið er þungt og ekki er til
eldflaug sem getur skotið því beina
leið til plánetunnar.
Fyrst fór það því á braut um sól
og fór framhjá jörðinni árið 2013 og
jók hraðann með því að fá hverfi-
þunga. Svo öflugt var þetta að það
hægði um stund á snúningi jarðar.
Markmið ferðarinnar er að reyna
að fá svör við spurningum eins og
hve mikið vatn og súrefni er á Júpí-
ter og hvenær hún varð til. Sökum
þess hve stór Júpíter er hefur plán-
etan mikil áhrif á sólkerfi okkar og
að kynnast Júpíter betur getur haft
mikil áhrif á vitneskju okkar um sól-
kerfið í heild og eru þetta því taldar
tímamótarannsóknir.
Nokkrar góðar vefsíður hafa verið
settar upp til að fylgjast með Júnó
og ein sú besta er missionj-
uno.swri.edu. Þar er hægt að lesa
sér til um allt sem tengist geim-
farinu, tilgangi ferðarinnar og mik-
ilvægi hennar, horfa á heimild-
armyndir og allar ljósmyndir frá
könnun Júnó munu birtast þar jafn-
óðum og þær fara að berast í sum-
ar.
Júnó hefur nú þegar sett merki-
legt met, 13. janúar síðastliðinn,
þegar geimfarið sló met Rosetta-
geimfarsins með því að fljúga 793
kílómetra með sólarrafhlöðum. Aldr-
ei áður hefur geimfar sem knúið er
áfram af sólarrafhlöðum flogið svo
langa vegalengd. Til að Júnó geti
starfað við Júpíter, þar sem sólar-
ljósið er 27 sinnum daufara en í
innra sólkerfinu, eru þrjár stórar
einingar af sólarrafhlöðum. Í júlí
hefst svo 20 mánaða rannsókn-
arvinna á efni og andrúmslofti plán-
etunnar en það er fimm mánuðum
lengri dvöl en áætlað var í upphafi.
Fleiri ferðir eru áætlaðar til Júpí-
ters en þær ferðir munu byggjast á
gögnum Júnó. Þar af eru það þrjú
afar áhugaverð tungl Júpíters sem
áætlað er að kanna árið 2022.
Júnó nálgast Júpíter
AFP
AFP
FIMM ÁRA BIÐ ER SENN AÐ LJÚKA ÞEGAR ÓMANNAÐA GEIMFARIÐ JÚNÓ KEMST Á SPORBAUG UM JÖRÐU NÚ Í SUMAR.
JÚNÓ SLÓ MET UM MIÐJAN MÁNUÐINN ÞEGAR ÞAÐ VARÐ ÞAÐ GEIMFAR SEM HEFUR FLOGIÐ HVAÐ LENGST Á SÓLARORKU.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Þessa mynd lét Nasa útbúa
en hún sýnir hvernig geim-
farið mun vera þegar það
fer á sporbaug um Júpíter.
Júnó geimfarinu
var skotið á loft
með Atlas V eld-
flaug í ágúst 2011
og er fimm ára
ferðalagi geim-
farsins að ljúka.
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016
Græjur og tækni
Verið velkomin í
glæsilega verslun okkar
Laugaveg 99 - S. 777 2281
(gengið inn frá Snorrabraut)
Útsala
20-40% afsláttur
af völdum vörum
10% afsláttur af
öðrum vörum meðan
á útsölu stendur
Concept
aff.is
Í dag er hægt að kaupa öryggiskerfi fyrir
heimilið sem maður vaktar sjálfur. Eitt
þeirra er Withings Home frá Apple en í því
eru margskonar skynjarar sem senda upp-
lýsingar og myndir í símann. Kerfið virkar
einnig með Apple-úrinu.
Öryggiskerfið í símann