Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Blaðsíða 33
31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Tækni í þína þágu hitataekni.is Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA AFSLÁTTUR Á EDDUNA Í AUSTURBÆ MOGGAKLÚBBURINN Almennt miðaverð 4.900 kr. Moggaklúbbsverð 3.500 kr. Hægt er að kaupa miða á afslætti á midi.is og í miðasölu Austurbæjar gegn framvísun Moggaklúbbskortsins. Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 13:00-16:00. Hvernig fæ ég afsláttinn? Farðu inn á midi.is og leitaðu að viðburðinum „Eddan“, veldu þér miða til kaups og í reitinn „Ertu með afsláttarkóða“ í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: mbl2016. Smelltu á „Virkja“ og þá sérðu að afslátturinn kemur inn um leið. ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er sýnilega orðinn virkur. * Framfarir í tækni veita okkur þægindi og tækifæri til að látaokkur líða betur. En það sem heita þægindi hjá fyrstu kyn-slóðinni, sem reynir það, verður nauðsynleg krafa hjá þeirri næstu. Nafnlaus grein í Fálkanum, árið 1937. Tækninýjungar ársins 2016 snúast ekki allar um snjall- síma, spjaldtölvur og armbönd. Í júní munu nefnilega svokölluð snjallhnífapör koma á markað og taka öll hin vinsælu mataræðisöpp, svo sem MyFitnessPal, skrefinu lengra. Snjallfyrirbæri þetta kallast „Spün“ og samanstendur af snjallgaffli og snjallskeið sem notuð eru til að snæða allar máltíðir með. Með samnefndu smáforriti í síman- um; Spün, skynja hnífapörin fyrir þann sem snæðir hversu mikið hann er búinn að borða og með hjálp appsins er þá reiknað út hversu margar hitaeiningar eru í þeim mat. Sá útreikningur uppfærist með hverj- um viðbótarmunnbita. Þá reiknar forritið líka út hversu hratt viðkomandi er að borða. Í byrjun máltíðar skal taka mynd af matnum, segja hversu mikið maður ætlar að borða af honum, með því einfaldlega að draga hring utan um það magn af matnum á disknum sem þið teljið æskilegt. Appið ber yfirleitt sjálft kennsl á það hvaða matur er á disknum en svo er líka hægt að stimpla það sérstaklega inn. Svo má setjast að snæðingi. Allir útreikningar, á hitaeiningum og þyngd birtist jafnóðum á símaskjánum og því auðvelt að fylgjast með. Sitji maður með einhverjum til borðs og vilji eyða tímanum frekar í að spjalla en glápa á símann er hægt að stilla appið þannig að það lætur vita með hljóði eða titringi ef máltíðin er að fara úr böndunum og hitaeiningarnar komnar yfir æskilegt magn. Forritið leggur þá til að stöðva átið og segir að nú sé komið nóg. Eða þá að það lætur þig vita að þú hafir annars ekki pláss fyrir eftirrétt. Appið kemur að auki með vinsamlegar ábendingar um hvernig mætti setja fæðuna betur saman, hvort það vanti grænmeti, ávexti, kolvetni, prótín eða fitu í máltíðina til að hún sé sem best. Hægt er að taka gaffal- og skeiðarhausinn af og þrífa í uppþvottavél eða bara skola undir vatni. Einnig er hægt að fá einnota gafal- og skeiðarhausa til að henda svo í ruslið og þannig auðvelt að fara með Spün á veitingastaði. SPENNANDI NÝJUNGAR Á ÁRINU Snjallhnífapör á leiðinni ÞEGAR EINHVER HÉLT AÐ ÞAÐ VÆRI EKKI LENGUR HÆGT AÐ GERA TILVERUNA SNJALLARI ERU TÆKNIFRÖMUÐIR BÚNIR AÐ ÞRÓA SVOKÖLLUÐ SNJALLHNÍFAPÖR. Spün er talið munu marka tímamót í lífi þeirra sem þurfa að fylgjast með vigtinni. Mörgum þykir það sem er ókeypis vera það besta við netið. Því fólki má benda á ókeypis kennslustundir á vegum Khan Academy, um hin ýmsu viðfangsefni. Slóðin er khanacademy.org. Ókeypis nám á netinu Á annað þúsund smáforrit í Apple Store eru berskjölduð fyrir tölvu- hökkurum samkvæmt nýrri rann- sókn hins leiðandi netöryggisfyr- irtækis FireEye. Telegraph greindi meðal annars frá þessari rannsókn í vikunni en í stuttu máli snýst málið um að hakkarar geta nýtt sér glufu á appinu til að komast meðal annars í allar ljósmyndir á símanum og hljóðnemann. Talið er að þessi smáforrit sem bjóða þessari hættu heim séu eins og stendur 1.220 talsins en Fire- Eye hefur ekki nefnt þau öpp sem eru hættuleg hvað þetta varðar. Engu að síður hafa þeir gefið það út að til að forðast svona þurfi að hafa nokkur grundvallaratriði í huga. Þau eru að hlaða aðeins nið- ur smáforritum sem fólk þarf virkilega á að halda, sem það þekkir og sem það treystir. Og forðast öpp sem biðja um yfir- gripsmikinn aðgang að upplýs- ingum á símanum til að hægt sé að hlaða þeim niður. Þess má geta að þrátt fyrir þetta segja þeir hjá FireEy að Apple Store sé með sterkar ör- yggisvarnir og sé mun öruggari en Google Play Store. EKKI HLAÐA NIÐUR UMHUGSUNARLAUST Það er góð regla að forðast öpp sem vilja fá aðgang að miklum upplýs- ingum í snjalltækinu. Varasöm smáforrit í Apple Store Notendur Facebook hafa lengi rætt það sín á milli að það vanti fleiri möguleika til að bregðast við stöðuupp- færslum á samfélags- miðlinum sem birtist í efstu línu, það er að segja að það sé hægt að gera eitthvað annað en að ýta á þumalinn - „lík- ar við“. Til dæmis mætti vera takki með þumli sem vísi niður þegar fólki mislíki. Facebook virðist vera að bregðast nokkurn veginn við þessu en brátt verð- ur hægt að gera merki sem tákna ást, hlátur, undrun, leiða og reiði. Flest þessara nýju tákna eru í formi broskarla. Þessi er viðbót er væntanleg á allra næstu vikum að sögn Marks Zuckerberg. MANNLEG SAMSKIPTI Í NETHEIMUM Viðbrögð á Facebook Enn vantar „dislike“- takkann á Facebook en nýja viðmótið er í áttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.