Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Side 34
H
vernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum? Stíllinn minn er leif-
ar af stíl hjólabrettastráks sem horfir á rappvídeó. Ég sendi
systrum mínum oft myndir af mér í dressinu sem ég vel mér
áður en ég spila á tónleikum. Þær eru með miklu betra auga en
ég í svona málum og ef ég fæ já frá þeim fer ég út í óvissuna í flottum föt-
um.
Hvað er það sem heillar þig við tísku? Ég fylgist voðalega lítið með
tískuheiminum sjálfum. Ég er ekki með á hreinu hvað er nett að sögn
tískusérfræðinga. Ég get þó ekki neitað að maður verður auðvitað fyrir
áhrifum frá tísku sem er í kringum mann en ég reyni þó að forðast það að
líta út eins og afrit af hjörðinni.
Áttu þér uppáhaldshönnuð? Ég þekki ekki
marga hönnuði en ég held upp á ákveðnar
týpur af skóm. Það er maður sem heitir Tin-
ker Hatfield sem hannaði flesta skóna sem
eru í uppáhaldi hjá mér svo ég ætla að nefna
hann sem uppáhaldshönnuðinn minn.
Hvað er uppáhaldstískan þín þessa stund-
ina? Mér finnst gaman að fara í allt hvítt.
Hvíta skyrtu, hvítan bol, hvítar buxur og
hvíta skó. Ég á rosalega dökkan fataskáp
og finnst þægilegast að vera í svörtu svo
mér finnst gaman að fara út fyrir normið
öðru hvoru og fara í andstæðu við það
sem ég klæðist dags daglega.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða
mottó, þegar kemur að fatakaupum?
Ekki vaða bara í það sem er vinsælt
þessa stundina. HEITT/KALT dálkar
eru algjört kjaftæði.
Ekki láta aðra segja
þér í hverju þú átt að
vera. Mundu að allt
sem er í gangi kom út
frá því að einhver
þorði að stíga út fyrir
rammann og prófa
nýja hluti. Svo er auðvitað lykilatriði að líða vel í föt-
unum sem maður kaupir sér.
Hvað kaupir þú þér alltaf þó að þú eigir nóg af því?
Ég kaupi alltof mikið af skóm. Ég á 14 pör af skóm sem
ég rótera og nota eftir því í hvernig stuði ég er. Geymsl-
an er svo full af gömlum skóm sem ég er orðinn leiður
á.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Arn-
ar Freyr í Úlfur Úlfur er með flottan stíl. Stíllinn hans
er á einhverskonar millistigi á að vera stíll rokk-
ara, rappara og menningarfretara á leið í mat-
arboð hjá tengdó. Ég held að það spili reyndar
líka inn í hvað hann er með fallegt þykkt hár og
góða skeggrót. Arnar er sexí gaur.
Hverju myndir þú aldrei klæðast? Þessum litlu
krumpuderhúfum sem eru svo vinsælar núna.
En það er bara ég að vera gamall fretari sem
skilur ekki.
Áttu þér uppáhaldsflík? Uppáhaldsflíkin mín
þessa stundina er svartar Nike tech fleece-
buxur sem ég á. Þægilegar joggingbuxur sem
virka bæði heima í kósý og lúkka líka milljón úti
á götu.
SYSTURNAR VERÐA AÐ SAMÞYKKJA FÖTIN
Gauti segist eiga rosalega dökkan
fataskáp og finnst þægilegast að
vera í svörtu, svo honum finnst
gaman að fara út fyrir normið og
klæðast stundum öllu hvítu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forðast að líta
út eins og afrit
af hjörðinni
RAPPARINN GAUTI ÞEYR MÁSSON SEM GENGUR OFT
UNDIR NANFINU EMMSJÉ GAUTI ER ALLTAF SVALUR TIL
FARA. GAUTI Á GRÍÐARLEGT SAFN AF SKÓM EN HANN
HEFUR JAFNFRAMT GAMAN AF ÞVÍ FARA ÖÐRU HVORU
ÚT FYRIR NORMIÐ Í FATAVALI.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Nike tech fleece
eru bæði flottar
og þægilegar.
Arnar Freyr Frostason úr
hljómsveitinni Úlfur Úlfur
er með flottan stíl.
Air Jordan IV er meðal skó-
paranna sem Tinker Hatfield
er þekktastur fyrir. Skórnir
eru frá árinu 1989.
Brot af glæsilegu skósafni Gauta.
Tíska *Í mars 2016 kemur á markað snyrtivörulínafrá vinsælu sænsku keðjunni Monki sem er íeigu H&M keðjunnar. Þetta eru förðunarvörursem tóna fullkomlega við stíl verslunarinnarsem er ákaflega nýtískulegur og svalur. Förð-
unarvörurnar eru hannaðar með ákveðna
leikgleði í fyrirrúmi.
Monki kynnir nýja
snyrtivörulínu