Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Side 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Side 39
Nýr þáttur hefst Nú virðist hafin umræða um þriðja þátt í meðferð á eignarhaldi á íslenskum bönkum. Augljóst er að ýmsir forystumenn telja óæskilegt að Ísland skeri sig úr öðr- um og hafi eignarhald fjármálakerfisins áfram á hendi ríkisins. Það hefur auðvitað augljósa annmarka. Það er ekki allt sem sýnist þegar mælt er með því að halda bönkum í ríkiseigu. Stundum er sagt að gott væri að hafa einn ríkisbanka í félagslegri eigu og markmiðið að sá banki tæki þá mið af félagslegum þáttum, en ekki hagnaðarvoninni einni. Umræðan minnir helst á umfjöllun um Byggðastofnun. En á sama tíma er látið eins og lýðræðislega kjörnir fulltrúar mættu þó hvergi koma nærri slíkum banka vegna spillingarhættu. Treysta verði á umboðslausa og ábyrgðarlausa menn til að sjá um hið félagslega bankaverkefni. Eftir bankaáfallið hefur sú trú styrkst í sessi að saga ríkisbankakerfis á Íslandi sé ein samfelld sæluskrá. En því fer fjarri. Dregið frá Fall bankanna var auðvitað um flest tengt alþjóðlegri bankakreppu. En fallið sjálft svipti hulunni af því, að of margir bankamenn höfðu gleymt sér í glannagangi. Fámennur hópur, mun nánar tengdur en flestir höfðu áttað sig á, umvafði alla stóru bankana og voru þeir ótæpilega notaðir í persónulega þágu. Siðferðis- og lagarömmum var ekki bara ýtt út að ystu mörkum heldur út fyrir þau, eins og komið hefur fram í úr- lausnum Hæstaréttar að undanförnu. En Íslendingar geta ekki gefið sér að þau ósköp sýni, að þeir séu þar með ófærir um að búa við einka- rekið bankakerfi, sem er þó meginreglan í lýðræð- isríkjum. Varla. Nú er við hæfi að fara sér hægt Þegar á ný er staðið á svona tímamótum banna at- burðirnir sem urðu allan asa. Þjóðin verður að fá hreinskilna umræðu áður en bankar verða einkavæddir á ný. Lítið tilefni reyndist til þess að stjórn Steingríms og Jóhönnu léti „rannsaka“ gömlu einkavæðinguna. En hún hélt að sífelldar hótanir um slíkt gætu gagnast henni og gefið ný tækifæri til að hefna þess að hafa verið haldið svo lengi utangarðs. Ógæfustjórnin sú sprakk á því limmi eins og öðrum. En ef einkavæðing ríkisbanka er komin á dagskrá, þá er bæði rétt og sjálfsagt að fara rækilega ofan í gamla einkavæðingarferlið. Fara með gagnrýnum augum yfir skýrslur Ríkisendurskoðunar og kanna einstaka þætti þeirra betur þyki ástæða til. Hvað tókst vel og hvað fór miður. Hvar hefðu önnur tök og aðrar áherslur gefið betri raun. Ekki síst í ljósi harðfenginnar reynslu. Reki menn augu í það við slíka úttekt að einhver hafi brugðist í ferlinu, ekki fylgt leik- reglum eða hagað sér með ósæmilegum hætti, jafnvel aðeins óheppilegum hætti, ber að sjálfsögðu að kanna það nánar og láta þess getið, séu efni til. Rétt er að skoða sérstaklega hvort bera megi sig öðruvísi að við að finna kaupendur sem vilja og geta keypt banka. Það gekk treglega í fyrri atrennu. Ekki má ganga með þá grillu, að fyrsta eignarhald á banka eftir sölu sé eftir það eins og höggvið í stein. Glitnir, fyrsti íslenski bankinn sem féll, er eftirminnilegt dæmi um að svo er ekki. Sérstaklega þarf að athuga hvort til sé aðferð sem tryggi dreifða eignaraðild varanlega. Kljást við klisjurnar Svo þarf að fara yfir gamla kunningja, klisjurnar, sem hver étur eftir öðrum. Það er ekki endilega víst að þær séu annað og meira en klisjur. Við einkavæðinguna töldu langflestir fagmenn, sem að komu, að miklu skipti að tryggja „kjölfestueig- anda“. Tækist það ekki væri hætta á að einkavæddur banki stæðist ekki samkeppni við aðra banka sem kappsamur „kjölfestueigandi“ leiddi. Sporin hræða hins vegar nú, þegar hugsað er til þess, hvernig kjöl- festan nýtti sér stundum eignarhaldið. Nú heyrist að „örugglega væri gott ef erlendur aðili eða banki“ fengist til að eignast a.m.k. annan bankann. Er það „örugglega“ best? Eða er þetta enn ein ein- feldningsleg klisjan, sem stenst ekki skoðun? Þarf ekki að komast út úr þessari minnimáttarkennd gagn- vart „erlendum“ eignaraðila? Hvernig lítur sænska bankadæmið í Eystrasaltslöndunum út? Hvaða hags- muni hugsuðu þeir eigendur um, þegar harðnaði á dalnum? Spýttu þeir inn peningum til að halda öllu gangandi eða var í fyrirrúmi að forða sínum fjár- munum? Við þekkjum svarið. Erlendir bankar, sem fjárfestu í öðrum eða báðum bönkunum, mundu ekki gera það af því að þeir hafi óvænt komist yfir stofnskrá Hjálparstofnunar kirkj- unnar og áttað sig loks á hvernig á að reka banka. Fjárfestar ætla sér að græða á fjárfestingunni og flytja gróðann í hæfilegum skömmtum heim til sinna eigenda. Það er ekkert ljótt við það. En það er heldur aumt að láta eins og tilgangurinn sé annar. Það þýðir ekki endilega að þegar af þeirri ástæðu hljóti slíkt eignarhald að vera óheppilegt fyrir Ísland. En það fyrirkomulag er ekki endilega örugglega gott og heppilegt. Erlendir bankar, dótturfélög þeirra eða útibú eru ekki ónæm fyrir bankakreppum og hundruð þeirra, nær og fjær, fóru á hausinn fyrir nærri átta árum. Það þurfti ógnarátak í Danmörku að komast hjá því að stærsti banki landsins, sem ber nafn þess, færi á haus- inn. Hann hafði tekið þátt í útrás eins og fleiri. En það hefur því miður ekki verið kafað niður í þau mál eins og hér. Bankakreppan og hið séríslenska hrun hefur ekki sannað í eitt skipti fyrir öll að bankar eigi helst að vera í opinberri eigu. Fleira mælir raunar gegn því en með. En eftir þá miklu atburði þarf að gaumgæfa hvert skref vel og tryggja að þjóðin fái tóm til að meta sjálf alla kosti. Hún er reynslunni ríkari, eins og það heitir. En það ríkidæmi verður að engu sé ekki fullt tillit tekið til þess í framtíðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg * En ef einkavæðing ríkisbankaer komin á dagskrá, þá er bæðirétt og sjálfsagt að fara rækilega of- an í gamla einkavæðingarferlið. Fara með gagnrýnum augum yfir skýrslur Ríkisendurskoðunar og kanna einstaka þætti þeirra betur þyki ástæða til. 31.1. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.