Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 44
Úttekt
Á einum vinsælasta samfélagsmiðli heims, Twit-ter, er skrafað alla daga um hin margvísleg-ustu málefni, og að sjálfsögðu er þar líka talað
um Ísland.
Allra algengast er að sjá tíst um íslenskt landslag
og ferðalög hingað, íslenska hestinn, hvalveiðar, skyr,
íslenska tónlist og síðast en ekki síst það sem snýr að
tungumálinu. Það er dáðst að því, hlegið, pælt og
spekúlerað og á öllum tungumálum veraldar má í
hverri viku finna nokkur hundruð tíst er snúa að ein-
hverju skemmtilegu sem gaman er að skoða. Enda
alltaf gaman að fá athygli „frá útlöndum“.
ÍSLENSK TUNGA, FRAMBURÐUR, STAFSETNING OG MERKING EINSTAKRA
ORÐA OG FRASA ER DAGLEGT SKEMMTIEFNI ALLS HEIMSINS Á TWITTER.
SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS RÚLLAÐI YFIR UMRÆÐUR SÍÐUSTU
MISSERANNA OG PIKKAÐI ÚT NOKKUR SKEMMTILEG TÍST.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Tíst um
tungumálið
Það vekur gjarnan athygli útlend-
inga að Íslendingar skuli eiga sér-
stakt orð yfir fyrirbærið „glugga-
veður“. Twitter er þar ekki
undanskilið en með vinsælli tíst-
um tengt Íslandi hefur verið þetta
bráðsnjalla orð yfir veður sem lít-
ur út fyrir að vera hið ágætasta
séð út um gluggann; sem sagt fal-
legt á að horfa ekki jafngott við að
eiga þegar út er komið.
Allt frá árinu 2008 hefur þetta
orð gengið manna á milli á Twitter
og sumir jafnvel velt því fyrir sér
hvort Íslendingar hljóti þá ekki að
eiga orð yfir önnur fyrirbæri sem
enginn annar myndi eiga orð yfir,
svo sem orð sem lýsir nákvæm-
lega léttinum sem fólk upplifir það kemur heim til sín eftir að hafa verið úti
í búð.
„Á Íslandi eiga þeir orð yfir veðrið eins og það er í dag:
„Gluggaveður“. Fínt að horfa á, ekki að vera úti í.“
Adrienne Green, Baltimore.
„Uppáhaldsnýja orðið mitt er „gluggaveður“.“
Jennifer Moragoda, Bandaríkin.
„Í gær þurfti ég á orðinu „gluggaveðri“ að halda. Íslensku
orði sem við þurfum algjörlega að bæta við í tungumálið.“
Beatriz H. Viloria, Madrid Spáni.
„Lítur út fyrir að vera gott veður. Vonandi er það ekki
gluggaveður eins og íslenskir vinir mínir myndu kalla
þetta.“
Martin Nisbet, Skotlandi.
„Gluggaveður – „fönsterväder„... Eins og allt íslenskt veð-
ur er býst ég við.“
Androt, Svíþjóð.
„Það var hvasst og kalt í dag en sólskin. Strákur sem ég
þekki sagði mér að á Íslandi kallaðist þetta gluggaveður.“
Bakurou, Japan.
Gluggaveðrið
Þótt talsvert fljótlegra sé að grípa til þess að segja
Batman hefur íslenska þýðingin „Leðurblökumað-
urinn“ verið gjaldgengur kostur í tungumálinu og
mikið notað. Þetta er eitt þeirra orða sem vakið
hafa athygli á Twitter, ásamt því að Spiderman sé
Kóngulóarmaðurinn, og þykir það ólíkt „snyrt-
ingum“ ekki skemmtilegt á þann hátt að það sé
krúttlegt. Og raunar skilja fáir hvernig það ætti að
vera hægt að halda kúlinu og segjast vera leðurblök-
umaðurinn.
„Í dag lærði ég að á íslensku er Batman
„Leðurblökumaðurinn“. Reynið að segja
það með Batman-röddinni ykkar. Prófið
það núna.“
Kalle Paulsson, Svíþjóð.
„Fyrir stærstan hluta heimsins er það
„Batman“. Íslendingar segja „Leðurblök-
umaðurinn“. Hvernig er ekki hægt að
elska þá?“
Michał Nowakowski, Póllandi.
„Batman er Leðurblökumaðurinn á
íslensku. Batmanhellirinn hlýtur að vera í
þessu fræga eldfjalli þarna.“
Specchionero, Rússlandi.
„Batman er „Leðurblökumaðurinn“ á
íslensku. Það er auðveldara að lýsa bara
upp himinninn með Batman-merkinu.“
Patrick von Sychowski, Singapore.
„Að því er ég best veit þýðir Leðurblök-
umaðurinn leður-blakandi-manneskja.“
Luke A. Rudge, Bretland.
„Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé
einu sinni alvöru orð.“
Lyon Hart of Rivia, Bandaríkjunum.
„Leðurblökumaðurinn. Önnur ástæðan
fyrir því að ég er þakklátur að búa ekki á
Íslandi. (Kuldinn er sú fyrri).
Real Rob, Bretlandi.
Batman sem Leðurblökumaðurinn
Að íslenska þýðingin á orðinu toilet skuli vera snyrting þykir auðsýnilega,
af Twitter að dæma, mörgum erlendum ferðalöngum afar fyndið og ólóg-
ískt. Þannig birtast reglulega ljósmyndir á samfélagsmiðlinum sem eru
gjarnan teknar við komuna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem sýna skiltið
sem á stendur: Toilets/Snyrtingar.
„Fjandinn hafi það, Ísland. Ég
þarf salerni fyrir mannverur.
Ég veit ekki einu sinni hvort
ég er með jafn marga rassa og
„snyrtingar“.
Dalek Sex, Bretland.
„Elska íslenskuna! Allt hljóm-
ar skáldsögulega; Farin á vit
ævintýranna á „snyrtingar“.
Nell Fallcard, Mexíkó.
„Það að salerni séu kölluð
„snyrtingar“ á íslensku er
ótrúlega gaman.“
Lisa Einerskog, Svíþjóð.
„Fyrir mig sem tungu-
málanörd gerir þetta orð mig
pínu hamingjusama.“
Anne Liljeroth, Svíþjóð.
„Get vottað það að við er-
um búin að ganga í allar
ferðamannagildrur á Ís-
landi. Geysir, Bláalónið,
Snyrtingar.“
Stian Aleksander, Noregur.
„Reykjavíkurflugvellur
lítur út eins og hinn feg-
ursti listaháskóli og sal-
ernin kallast „snyrt-
ingar“ svo að ég ætla
aldrei að fara héðan.
Bless!“
Madeline Wise, New York.
„Snyrtingar á klósett-
inu? Hreinsa og pússa
þig? Vinir Rassálfanna?“
Katarina Fredén, Svíþjóð.
Snyrtingar vekja kátínu
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016