Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.01.2016, Page 46
Dómsmál 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.1. 2016 U ndir lok tónleika Lamb of God í Abaton-tónleikahúsinu í Prag 24. maí 2010 klifraði nítján ára ungmenni, Daniel Nosek að nafni, upp á svið en féll aftur fyrir sig út í salinn og skall harkalega á höf- uðið í gólfinu. Hann stóð þó upp og naut loka- andartaka tónleikanna en um það bil hálfri klukkustund síðar byrjaði hann að kvarta undan höfuðverk og ógleði. Af ótta við að No- sek hefði fengið heilahristing hringdu félagar hans eftir sjúkrabíl og var hann fluttur á nær- liggjandi spítala. Þar kom í ljós að höf- uðáverkar Noseks voru lífshættulegir og var hann því fluttur í skyndi á annan og betri spítala, þar sem hann gekkst undir tvær að- gerðir. Allt kom fyrir ekki og Daniel Nosek lést af sárum sínum. Lamb of God, sem er bandarískt málm- band, var ekki kunnugt um málið og hélt hljómsveitin af landi brott daginn eftir tón- leikana. Við lögreglurannsókn á málinu vakn- aði hins vegar grunur um að að söngvari hljómsveitarinnar, Randy Blythe, hefði hrint Nosek fram af sviðinu og bæri þar af leiðandi ábyrgð á dauða hans. Lögregla í Tékklandi lýsti í framhaldinu eftir Blythe og leitaði til kollega sinna í Bandaríkjunum en var synjað um aðstoð. Lögregluyfirvöld vestra hirtu ekki einu sinni um að gera Blythe viðvart. Handtekinn við komuna Söngvaranum brá því heldur betur í brún þegar hann sneri aftur ásamt hljómsveit sinni til tónleikahalds í Tékklandi tveimur árum síð- ar. Lögreglan beið eftir honum á flugvellinum og setti hann með það sama í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp af gáleysi. Þar mátti hann dúsa í fimm vikur. Yrði hann fund- inn sekur átti Blythe yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Málið vakti að vonum gríðarlega athygli, ekki síst í málmheimum. Fjölmargir málsmet- andi menn lýstu yfir stuðningi við Blythe, þeirra á meðal Tom Araya úr Slayer og David Draiman úr Disturbed. Fjölskyldu Blythes var vitaskuld brugðið og eiginkona hans, Cindy, heimsótti hann í fangelsið. Við það tækifæri tjáði hún fjölmiðlum að málið væri allt hið hræðilegasta en hún tryði á sakleysi bónda síns. Bróðir Blythes lýsti því yfir að málatilbúnaðurinn væri galinn og hlyti að leysast upp í frumeindir sínar. Það gerðist ekki. Saksóknari vildi að Blythe sætti fangavist uns niðurstaða dómstóla lægi fyrir, þar sem hætta væri á því að hann færi úr landi. Eftir japl, jaml og fuður fékkst hann loksins leystur úr haldi gegn tryggingu, fimm vikum eftir handtökuna. Blythe flaug heim til Bandaríkjanna daginn eftir en lofaði að snúa aftur kæmi til réttarhalda. Hann væri lista- maður sem starfaði á alþjóðavettvangi og væri fyrir vikið í mun að hreinsa nafn sitt. Ákæra gefin út Rannsókn lögreglu lauk þremur mánuðum seinna og eftir að hafa farið yfir málið ákvað saksóknari í Tékklandi að gefa út ákæru á hendur Randy Blythe vegna manndráps af gáleysi. Saksóknarinn sem sótti málið heitir því viðeigandi nafni Vladimír Mužík. Blythe stóð við orð sín og sneri aftur til Prag áður en réttarhaldið hófst í febrúar 2013 enda þótt fjölmargir legðu hart að honum að fara hvergi. Hann bar vitni fyrsta daginn og þar kom fram að hann kannaðist ekki við No- sek og mundi ekki eftir að hafa lent í rysk- ingum við hann. Blythe mundi þó eftir aðdá- anda sem hafði í tvígang brotið sér leið upp á sviðið og í seinna skiptið þótti Blythe hegðun hans ógnandi. Þess má geta að Blythe notar gleraugu en tekur þau á hinn bóginn iðulega niður fyrir tónleika, þannig að hann sér afar illa frá sér á sviðinu. Blythe gekkst við því að hafa snúið þennan aðdáanda niður þegar hann reyndi að nálgast söngvarann áður en aðdá- andinn stökk sjálfur fram af sviðinu. Tók svo- kallaða „sviðsdýfu“. Blythe minntist þess líka að hafa stuggað við aðdáanda, sem hann hélt að væri þessi sami, með þeim afleiðingum að hann féll fram af sviðinu. Þetta gerði Blythe í þeirri trú að múgurinn myndi grípa hann en aðdáandinn lenti á hinn bóginn í gólfinu. Stóð samt upp og múgurinn gaf Blythe merki um að hann væri heill á húfi. Þetta gæti hafa ver- ið Nosek. Blythe vitnaði að hann hefði ekki verið und- ir áhrifum áfengis á tónleikunum og að hann hefði aldrei neytt fíkniefna. Átti ekki erindi upp á svið Blythe staðhæfði að hann hefði sett sig í sam- band við fjölskyldu Noseks eftir að hann fékk vitneskju um fráfall hans en fjölskyldan kann- aðist ekki við það. Hún hefði hvorki heyrt frá Blythe né neinum á vegum hljómsveitarinnar. Aðdándinn sem Blythe sneri niður á tón- leikunum, Milan Porádek, bar vitni fyrir dómnum. Hann viðurkenndi að hafa verið ölv- aður og hefði ekki átt erindi upp á svið. Fyrir vikið hafði hann skilning á viðbrögðum Blyt- hes. Hafa ber í huga að Lamb of God er grúv- málmband en einn kunnasti merkisberi þeirr- ar stefnu, gítarleikarinn Dimebag Darrell Ab- bott, var myrtur á sviði með hljómsveit sinni Damageplan árið 2004 í Columbus, Ohio. Árásarmaðurinn ruddist upp á sviðið og skaut hann þrívegis í höfuðið af stuttu færi. Dime- bag lést samstundis. Hann er þekktastur fyrir starf sitt með einu vinsælasta málmbandi tí- unda áratugarins, Pantera. Meðal þeirra sem tóku upp hanskann fyrir Blythe var bróðir Dimebag, Vinnie Paul úr Pantera, Damageplan og Hellyeah, sem horfði á bróður sinn myrtan. „Árásarmaðurinn leit út eins og hver annar maður þegar hann kom upp á sviðið, andartaki síðar voru fjórir látn- ir,“ sagði Vinnie Paul í viðtali meðan Blythe sat inni. Morðinginn, Nathan Gale, skaut þrjá aðra til bana og særði sjö til viðbótar áður en böndum var komið á hann. Hæglátur og víðlesinn Nokkru púðri var eytt í að fjalla um eðli málmtónleika fyrir dómi, þar sem mönnum, bæði flytjendum og gestum, verður gjarnan heitt í hamsi. Tónlistin er kraftmikil og hröð og fær blóðið til að renna. Algengt er að aðdáendur hendi sér fram af sviðinu, taki „sviðsdýfu“, og láti skarann grípa sig. Þetta kann að virka hættulegt og framandi fyrir þá sem ekki þekkja til. Og getur sannarlega ver- ið það. Sýnd voru myndbönd frá tónleikum Lamb of God og „árásargjörn“ hegðun Blythes gerð að umtalsefni. Meðal vitna sem lögðu orð í belg um það efni var Chris Adler, trymbill Lamb of God, sem benti á að um „leik“ væri að ræða. Blythe væri í reynd hæglátur, hóf- samur og víðlesinn maður. Í Bandaríkjunum var umræðan hliðholl Blythe og vinir hans og kunningjar kepptust við að bera honum vel söguna. Blythe kynni að setja á svið gott „sjóv“ en mætti annars ekki vamm sitt vita. „Randy er mesti ljúfling- ur í heimi,“ sagði Vinnie Paul í fyrrnefndu viðtali. Rétturinn kallaði til bæði geðlækni og sál- fræðing sem rætt höfðu við Blythe. Nið- urstaða þeirra var samhljóma; hann væri ekki árásargjarn en gæti átt í vandræðum með að hafa hemil á tilfinningum sínum undir álagi. Vinir Noseks báru vitni og einn þeirra, Jan Jebavý, kvaðst ekki í nokkrum vafa um að Blythe hefði hrint Nosek með báðum höndum niður af sviðinu. Vinunum bar ekki í öllum at- riðum saman um atburðarásina og verjendur Blythes bentu á misræmi milli framburðar sumra þeirra við skýrslutöku eftir atburðinn og fyrir dómi. Að sögn vinanna var Nosek bláedrú á tón- leikunum. Vandalaust vitni, Alena Rozsívalová, stað- festi framburð Jebavýs. Að hennar sögn reyndi Nosek að príla upp á sviðið en í þann mund sem hann ætlaði að standa upp hafi Blythe hrint honum með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig. Öryggiskröfum ekki mætt Robert Havelka, sem vann sem öryggisvörður á tónleikunum, bar að hann hefði séð áhorf- anda falla fram af sviðinu en var ekki viss um hvort Blythe hefði átt þátt í máli. Í eiðsvarinni yfirlýsingu frá rekstrarstjóra Abaton- tónleikahússins sagði að henni hefði ekki verið kunnugt um meiðsli Noseks og andlát fyrr en lögregla hafði samband við hana vegna rann- sóknarinnar. Fram kom að öryggiskröfum Lamb of God hefði ekki verið mætt en hljómsveitin hefði eigi að síður ekki gert athugasemdir við það áður en hún fór á svið. Sjálfum fannst Blythe of margir í salnum og öryggisgæsla ekki full- nægjandi. Hljómsveitin hafði óskað eftir að grindverk yrði sett upp 1,5 metra frá sviðinu en við því var ekki orðið. Tónleikagestir báru fyrir dómi að öryggisverðir hefðu ekki virst hafa miklar áhyggjur af hegðun gesta og til- raunum þeirra til að komast upp á sviðið. Þá þótti sumum Blythe beinlínis hvetja gesti til að koma upp á sviðið. Því hafnaði söngvarinn alfarið. Hann eggjaði aðdáendur gjarnan á tónleikum en aldrei til að ryðjast upp á sviðið. Grunaður um manndráp án þess að vita af því Í TVÖ ÁR VAR RANDY BLYTHE, SÖNGVARI BANDARÍSKA MÁLMBANDSINS LAMB OF GOD, GRUNAÐUR UM MANNDRÁP AF GÁLEYSI Í TÉKKLANDI ÁN ÞESS AÐ HAFA HUGMYND UM ÞAÐ SJÁLFUR. NÍTJÁN ÁRA PILTUR, DANIEL NOSEK, LÉST EFTIR TÓNLEIKA SVEITARINNAR VORIÐ 2010 OG Á ENDANUM VAR BLYTHE DREGINN FYRIR DÓM, SAKAÐUR UM AÐ HAFA HRINT HONUM FRAM AF SVIÐINU. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bandaríska málmbandið Lamb of God í öllu sínu veldi. Randy Blythe við réttarhöldin í Prag vorið 2013.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.